Karókí bridgespilara fyrir bí eftir að ælt var á græjurnar Bjarki Sigurðsson skrifar 30. janúar 2023 13:23 Hallveig Karlsdóttir og hópur af bridgespilurum þurftu að hætta við karókí um helgina. Aðsend/Vísir/Vilhelm Hópur af bridgespilurum neyddist til að hætta við karókí eftir að ælt var á karókíræjurnar á Bankastræti Club. Hópurinn sem samanstóð af spilurum sem höfðu verið að keppa á Reykjavík Bridge Festival þurfti því að sætta sig við að spjalla saman en ekki syngja saman. Reykjavík Bridge Festival fór fram í Hörpu í Reykjavík um helgina. Saman voru komnir yfir sjö hundruð spilarar en mótið var eitt það fjölmennasta sem haldið hefur verið á Íslandi. Um þriðjungur spilara kom erlendis frá en það var sænsk-ensk sveit sem sigraði sveitakeppnina. Hallveig Karlsdóttir var einn keppenda á mótinu og ákvað hún, ásamt litlum hópi spilara, að hittast á skemmtistaðnum Bankastræti Club og fara í karókí á laugardagskvöld. Þar gæti fólk spjallað saman um spil dagsins og sungið saman. Æla kom í veg fyrir sönginn Í samtali við fréttastofu segir Hallveig að hún hafi viljað koma fólki saman svo hópurinn myndi ekki tvístrast um miðbæ Reykjavíkur. Þegar hópurinn, sem samanstóð af um það bil tuttugu spilurum, var kominn á staðinn var þó ekkert karókí. „Þá kemur í ljós að einhver hafði ælt yfir karókígræjurnar. Þá var ekkert hægt að fara í karókí því vélin eyðilagðist. Við vorum örugglega tuttugu manns. Ég var búin að segja öllum að koma. Við vorum á English og ég var búin að tala við alla sem ég vissi að væru á mótinu. Við fórum þarna öll saman, allir voða spenntir og svo var bara ekkert hægt að syngja,“ segir Hallveig. Mótið var eitt það fjölmennasta sem haldið hefur verið á Íslandi.Aðsend Þrátt fyrir þessi vonbrigði dó Hallveig ekki ráðalaus og náði að koma fólkinu á annan skemmtistað þar sem hægt var að spjalla saman, þó svo að þar væri ekkert karókí. „Fyrst við vorum búin að þjappa hópnum saman, það var auðvitað hugmyndin með þessu. Frekar en að missa fólk út um allt þá vildum við hafa einhvern einn stað þar sem maður gat spjallað,“ segir Hallveig. Spila fyrst, syngja svo Aðspurð hvort það sé einhver tenging á milli bridge og karókí segir Hallveig að frá því að hún byrjaði að spila hafi þessir tveir, ólíku hlutir haldist í hendur. Oftast sé spilað og svo sungið, annað hvort í karókí eða að einhver rífi upp kassagítar. Hún segir að mótið um helgina hafi verið mjög flott og að þeir sem hún hefur rætt við séu afar ánægðir. Um sé að ræða sterkt mót með góðum spilurum. Matthías Imsland, framkvæmdastjóri mótsins, sagði í dag á Bridgespjallinu að vonast sé eftir því að spilað verði á stærra svæði í Hörpu á næsta ári og að vonandi verði enn fleiri spilarar þá. Árétting ristjórnar 1. febrúar 2023: Birgitta Líf eigandi Bankastræti Club hefur eftir birtingu fréttarinnar fullyrt á samfélagsmiðlum að fréttin sé röng. Enginn hafi ælt á græjurnar. Hún vildi þó ekki ræða málið símleiðis við fréttastofu þar sem hún væri stödd í útlöndum. Fréttastofa hafði samband aftur við Hallveigu sem segir engan vafa á atburðarásinni. Þau hafi farið á Bankastræti Club og fengið þau svör frá dyraverði staðarins að karókí væri ekki inni í myndinni þar sem ælt hefði verið yfir græjurnar. Bridge Reykjavík Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir Eitt fjölmennasta bridgemót Íslandssögunnar Yfir sjö hundruð manns eru skráðir til þátttöku á Reykjavík Bridgefestival sem hefst í Hörpu í dag. Um er að ræða eitt fjölmennasta bridgemót sem haldið hefur verið á Íslandi. 26. janúar 2023 10:17 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Sjá meira
Reykjavík Bridge Festival fór fram í Hörpu í Reykjavík um helgina. Saman voru komnir yfir sjö hundruð spilarar en mótið var eitt það fjölmennasta sem haldið hefur verið á Íslandi. Um þriðjungur spilara kom erlendis frá en það var sænsk-ensk sveit sem sigraði sveitakeppnina. Hallveig Karlsdóttir var einn keppenda á mótinu og ákvað hún, ásamt litlum hópi spilara, að hittast á skemmtistaðnum Bankastræti Club og fara í karókí á laugardagskvöld. Þar gæti fólk spjallað saman um spil dagsins og sungið saman. Æla kom í veg fyrir sönginn Í samtali við fréttastofu segir Hallveig að hún hafi viljað koma fólki saman svo hópurinn myndi ekki tvístrast um miðbæ Reykjavíkur. Þegar hópurinn, sem samanstóð af um það bil tuttugu spilurum, var kominn á staðinn var þó ekkert karókí. „Þá kemur í ljós að einhver hafði ælt yfir karókígræjurnar. Þá var ekkert hægt að fara í karókí því vélin eyðilagðist. Við vorum örugglega tuttugu manns. Ég var búin að segja öllum að koma. Við vorum á English og ég var búin að tala við alla sem ég vissi að væru á mótinu. Við fórum þarna öll saman, allir voða spenntir og svo var bara ekkert hægt að syngja,“ segir Hallveig. Mótið var eitt það fjölmennasta sem haldið hefur verið á Íslandi.Aðsend Þrátt fyrir þessi vonbrigði dó Hallveig ekki ráðalaus og náði að koma fólkinu á annan skemmtistað þar sem hægt var að spjalla saman, þó svo að þar væri ekkert karókí. „Fyrst við vorum búin að þjappa hópnum saman, það var auðvitað hugmyndin með þessu. Frekar en að missa fólk út um allt þá vildum við hafa einhvern einn stað þar sem maður gat spjallað,“ segir Hallveig. Spila fyrst, syngja svo Aðspurð hvort það sé einhver tenging á milli bridge og karókí segir Hallveig að frá því að hún byrjaði að spila hafi þessir tveir, ólíku hlutir haldist í hendur. Oftast sé spilað og svo sungið, annað hvort í karókí eða að einhver rífi upp kassagítar. Hún segir að mótið um helgina hafi verið mjög flott og að þeir sem hún hefur rætt við séu afar ánægðir. Um sé að ræða sterkt mót með góðum spilurum. Matthías Imsland, framkvæmdastjóri mótsins, sagði í dag á Bridgespjallinu að vonast sé eftir því að spilað verði á stærra svæði í Hörpu á næsta ári og að vonandi verði enn fleiri spilarar þá. Árétting ristjórnar 1. febrúar 2023: Birgitta Líf eigandi Bankastræti Club hefur eftir birtingu fréttarinnar fullyrt á samfélagsmiðlum að fréttin sé röng. Enginn hafi ælt á græjurnar. Hún vildi þó ekki ræða málið símleiðis við fréttastofu þar sem hún væri stödd í útlöndum. Fréttastofa hafði samband aftur við Hallveigu sem segir engan vafa á atburðarásinni. Þau hafi farið á Bankastræti Club og fengið þau svör frá dyraverði staðarins að karókí væri ekki inni í myndinni þar sem ælt hefði verið yfir græjurnar.
Bridge Reykjavík Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir Eitt fjölmennasta bridgemót Íslandssögunnar Yfir sjö hundruð manns eru skráðir til þátttöku á Reykjavík Bridgefestival sem hefst í Hörpu í dag. Um er að ræða eitt fjölmennasta bridgemót sem haldið hefur verið á Íslandi. 26. janúar 2023 10:17 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Sjá meira
Eitt fjölmennasta bridgemót Íslandssögunnar Yfir sjö hundruð manns eru skráðir til þátttöku á Reykjavík Bridgefestival sem hefst í Hörpu í dag. Um er að ræða eitt fjölmennasta bridgemót sem haldið hefur verið á Íslandi. 26. janúar 2023 10:17
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent