„Mesta ógn við borgaralegt frelsi á okkar tímum“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 29. janúar 2023 19:11 Arnar Þór Jónsson lögmaður og Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata ræddu tjáningarfrelsið á Sprengisandi í dag. Vísir Þingmaður Pírata furðar sig á áformum forsætisráðherra sem hyggst skylda opinbera starfsmenn og kjörna fulltrúa á námskeið um hatursorðræða. Lögmaður telur að „öryggisþráhyggja“ hafi gripið um sig og segir valdhafa telja frelsi svo hættulegt að nauðsynlegt sé að takmarka það. Björn Leví Gunnarsson alþingismaður og Arnar Þór Jónsson lögmaður tókust á um nýja þingsáyktunartillögu forsætisráðherra um skyldunámskeið um hatursorðræðu á Sprengisandi í dag. Greint var frá því í vikunni að kjörnum fulltrúum og fjölda opinberra starfsmanna verði gert að sækja námskeið um hatursorðræðu samkvæmt nýrri aðgerðaráætlun sem forsætisráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi í formi þingsályktunartillögu. Lagt er til að allt starfsfólk sveitarfélaga, stjórnarráðsins og undirstofnana þess fái, ásamt kjörnum fulltrúum, fræðslu í gegnum námskeiðið. Björn Leví segir að almennt séð sé verið að herja á tjáningarfrelsið en bætir þó við að tjáningarfrelsið sé nú meira en nokkrum sinni fyrr. Aðgengi hafi sjaldan verið betra og „nú séu allt og allir með sinn lúður.“ Alls staðar séu götuhorn þar sem fólk geti staðið á kassa og sagt sína skoðun. Það sem valdi áhyggjum sé þó að hægt sé að hafa áhrif á skoðanir heillrar þjóðar á aðgengilegri hátt en áður. „Það eru ákveðnar tegundir af hótunum um ofbeldi sem er búið að flokka sem hatur - í áttina að ákveðnum hópum sem sögulega séð hafa orðið fyrir gríðarlegum ofsóknum. Það er til fyrirbæri sem heitir hatursorðræða. Það er ekki til almenn lagatúlkun á því enn þá. En ef við byrjum á því að viðurkenna að það sé eitthvað til sem heitir hatursorðræða. Hvar eru mörkin? Það er það sem umræðan snýst um núna. Og þá finnst mér ótrúlega skrýtið, það sem að til dæmis forsætisráðherra er að gera, að setja alla á eitthvað námskeið,“ segir Björn Leví og veltir upp mikilvægi námskeiðisins. „Frelsið orðið svona rosalega hættulegt“ Arnar Þór segist vera mikill talsmaður frelsisins en undirstrikar að hann sé ekki talsmaður haftalauss frelsis. Orðum fylgi ábyrgð en „öryggisþráhyggja“ sé mikil ógn. Með því á hann við að valdhafar segi frelsið svo hættulegt að verja þurfi borgara fyrir frelsinu sjálfu. Hann tekur Covid-faraldurinn sem dæmi og segir að borgaralegt frelsi hafi verið gert að engu í þágu öryggis. „Ef við horfum á það hverngi stjórnvöld tala þá er frelsið orðið svona rosalega hættulegt og að það þurfi að verja okkur fyrir því. Ég búinn að komast að þeirri bráðabirgðaniðurstöðu að þessi öryggisþráhyggja sé mesta ógn við borgaralegt frelsi á okkar tímum. Og ef þetta fær að grassera mikið lengur þá mun þetta leiða okkur út í verulegar ófarir.“ „Það sem að ég hef áhyggjur af er að fjölmiðlar og ríkisvaldið, bæði hér og í öðrum ríkjum, séu nú komin í eina sæng um það að stýra almenningsálitinu. Það er til dæmis gert með skoðanakönnunum og skoðanamótun. Og þær gagnrýnisraddir og aðrir sem hafa aðra sýn á hlutina eru þaggaðir niður með því að þeir eru gerðir ósýnilegir á netinu. Og síðan nýttar ýmsar aðferðir til að jaðarsetja þá,“ segir Arnar Þór. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Sprengisandur Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson alþingismaður og Arnar Þór Jónsson lögmaður tókust á um nýja þingsáyktunartillögu forsætisráðherra um skyldunámskeið um hatursorðræðu á Sprengisandi í dag. Greint var frá því í vikunni að kjörnum fulltrúum og fjölda opinberra starfsmanna verði gert að sækja námskeið um hatursorðræðu samkvæmt nýrri aðgerðaráætlun sem forsætisráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi í formi þingsályktunartillögu. Lagt er til að allt starfsfólk sveitarfélaga, stjórnarráðsins og undirstofnana þess fái, ásamt kjörnum fulltrúum, fræðslu í gegnum námskeiðið. Björn Leví segir að almennt séð sé verið að herja á tjáningarfrelsið en bætir þó við að tjáningarfrelsið sé nú meira en nokkrum sinni fyrr. Aðgengi hafi sjaldan verið betra og „nú séu allt og allir með sinn lúður.“ Alls staðar séu götuhorn þar sem fólk geti staðið á kassa og sagt sína skoðun. Það sem valdi áhyggjum sé þó að hægt sé að hafa áhrif á skoðanir heillrar þjóðar á aðgengilegri hátt en áður. „Það eru ákveðnar tegundir af hótunum um ofbeldi sem er búið að flokka sem hatur - í áttina að ákveðnum hópum sem sögulega séð hafa orðið fyrir gríðarlegum ofsóknum. Það er til fyrirbæri sem heitir hatursorðræða. Það er ekki til almenn lagatúlkun á því enn þá. En ef við byrjum á því að viðurkenna að það sé eitthvað til sem heitir hatursorðræða. Hvar eru mörkin? Það er það sem umræðan snýst um núna. Og þá finnst mér ótrúlega skrýtið, það sem að til dæmis forsætisráðherra er að gera, að setja alla á eitthvað námskeið,“ segir Björn Leví og veltir upp mikilvægi námskeiðisins. „Frelsið orðið svona rosalega hættulegt“ Arnar Þór segist vera mikill talsmaður frelsisins en undirstrikar að hann sé ekki talsmaður haftalauss frelsis. Orðum fylgi ábyrgð en „öryggisþráhyggja“ sé mikil ógn. Með því á hann við að valdhafar segi frelsið svo hættulegt að verja þurfi borgara fyrir frelsinu sjálfu. Hann tekur Covid-faraldurinn sem dæmi og segir að borgaralegt frelsi hafi verið gert að engu í þágu öryggis. „Ef við horfum á það hverngi stjórnvöld tala þá er frelsið orðið svona rosalega hættulegt og að það þurfi að verja okkur fyrir því. Ég búinn að komast að þeirri bráðabirgðaniðurstöðu að þessi öryggisþráhyggja sé mesta ógn við borgaralegt frelsi á okkar tímum. Og ef þetta fær að grassera mikið lengur þá mun þetta leiða okkur út í verulegar ófarir.“ „Það sem að ég hef áhyggjur af er að fjölmiðlar og ríkisvaldið, bæði hér og í öðrum ríkjum, séu nú komin í eina sæng um það að stýra almenningsálitinu. Það er til dæmis gert með skoðanakönnunum og skoðanamótun. Og þær gagnrýnisraddir og aðrir sem hafa aðra sýn á hlutina eru þaggaðir niður með því að þeir eru gerðir ósýnilegir á netinu. Og síðan nýttar ýmsar aðferðir til að jaðarsetja þá,“ segir Arnar Þór. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Sprengisandur Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira