Biðja sænska ríkisborgara að gæta sín Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 28. janúar 2023 22:04 Mótmælt hefur verið fyrir framan sænsku ræðismannsskrifstofuna í Istanbúl. EPA-EFE/SEDAT SUNA Sænsk yfirvöld biðja ríkisborgara sína að forðast mannmergð í Tyrklandi. Kveikt var í Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi í vikunni og sögðu tyrknesk stjórnvöld að Svíar ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi þeirra vegna umsóknar að NATO. „Svíar í Tyrklandi eru beðnir um að fylgjast vel með viðvörunum og framgangi mála. Áframhaldandi mótmæli gætu átt sér stað fyrir utan sendiráðið í Ankara og á ræðismannsskrifstofunni í Istanbúl næstu daga. Ríkisborgarar eru beðnir um að forðast mannmergð og mótmæli,“ segir í viðvörun frá sænska utanríkisráðuneytinu. Sambærileg skilaboð hafa borist frá utanríkisráðuneytum Danmerkur og Noregs. Aðdraganda málsins má rekja til þess að kveikt var í eintaki af Kóraninum á mótmælafundi í Stokkhólmi fyrir viku síðan. Mótmæli hafa víða brotist út í kjölfarið. Sænsk stjórnvöld sóttu um aðild að NATO ásamt Finnum í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins þurfa að leggja blessun sína yfir umsóknir nýrra ríkja. „Svíþjóð ætti ekki að reikna með stuðningi frá okkur vegna NATO,“ sagði Erdogan, aðspurður um málið. „Það er ljóst að þeir sem stóðu fyrir slíkri svívirðingu fyrir framan sendiráð okkar geta ekki reiknað með neinni velvild varðandi umsóknina.“ Rasmus Paludan segist ætla að brenna Kóraninn í hverri viku þar til Svíþjóð fær aðild að Atlantshafsbandalaginu.EPA-EFE/Olafur Steinar Gestsson Sænsk yfirvöld höfðu gefið grænt ljós á mótmælafundinn sem haldinn var fyrir framan tyrkneska sendiráðið í Stokkhólmi á laugardag. Það var Rasmus Paludan, formaður danska hægriöfgaflokksins Stram Kurs, sem stóð fyrir því að kveikt var í eintaki af Kóraninum á fundinum. Paludan hefur sagst ætla að kveikja í Kóraninum í hverri viku þar til Svíum verði hleypt inn í Atlantshafsbandalagið. Tobias Billström utanríkisráðherra hefur gagnrýnt mótmælin, en bendir á að tjáningarfrelsi sé við lýði í Svíþjóð. Það þýði þó ekki að sænsk stjórnvöld eða ráðherrann sjálfur styðji þær skoðanir sem hafi verið viðraðar á fundinum. Ulf Kristersson forsætisráðherra tekur í sama streng og ver tjáningarfrelsið. Hann segir athæfið þó mjög ruddalegt. Deutsche Welle greinir frá. Svíþjóð Tyrkland NATO Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
„Svíar í Tyrklandi eru beðnir um að fylgjast vel með viðvörunum og framgangi mála. Áframhaldandi mótmæli gætu átt sér stað fyrir utan sendiráðið í Ankara og á ræðismannsskrifstofunni í Istanbúl næstu daga. Ríkisborgarar eru beðnir um að forðast mannmergð og mótmæli,“ segir í viðvörun frá sænska utanríkisráðuneytinu. Sambærileg skilaboð hafa borist frá utanríkisráðuneytum Danmerkur og Noregs. Aðdraganda málsins má rekja til þess að kveikt var í eintaki af Kóraninum á mótmælafundi í Stokkhólmi fyrir viku síðan. Mótmæli hafa víða brotist út í kjölfarið. Sænsk stjórnvöld sóttu um aðild að NATO ásamt Finnum í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins þurfa að leggja blessun sína yfir umsóknir nýrra ríkja. „Svíþjóð ætti ekki að reikna með stuðningi frá okkur vegna NATO,“ sagði Erdogan, aðspurður um málið. „Það er ljóst að þeir sem stóðu fyrir slíkri svívirðingu fyrir framan sendiráð okkar geta ekki reiknað með neinni velvild varðandi umsóknina.“ Rasmus Paludan segist ætla að brenna Kóraninn í hverri viku þar til Svíþjóð fær aðild að Atlantshafsbandalaginu.EPA-EFE/Olafur Steinar Gestsson Sænsk yfirvöld höfðu gefið grænt ljós á mótmælafundinn sem haldinn var fyrir framan tyrkneska sendiráðið í Stokkhólmi á laugardag. Það var Rasmus Paludan, formaður danska hægriöfgaflokksins Stram Kurs, sem stóð fyrir því að kveikt var í eintaki af Kóraninum á fundinum. Paludan hefur sagst ætla að kveikja í Kóraninum í hverri viku þar til Svíum verði hleypt inn í Atlantshafsbandalagið. Tobias Billström utanríkisráðherra hefur gagnrýnt mótmælin, en bendir á að tjáningarfrelsi sé við lýði í Svíþjóð. Það þýði þó ekki að sænsk stjórnvöld eða ráðherrann sjálfur styðji þær skoðanir sem hafi verið viðraðar á fundinum. Ulf Kristersson forsætisráðherra tekur í sama streng og ver tjáningarfrelsið. Hann segir athæfið þó mjög ruddalegt. Deutsche Welle greinir frá.
Svíþjóð Tyrkland NATO Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira