Landsréttur sneri sýknu vanhæfa dómarans við Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 28. janúar 2023 23:01 Reykjavíkurborg taldi að slysið hefði átt sér í frítíma og slysabætur skyldu greiddar samkvæmt því. Leikskólakennarinnar hélt því fram að það hefði orðið á vinnutíma. Landsréttur, sem áður hafði dæmt borginni í vil, hefur nú snúist hugur. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur dæmt Reykjavíkurborg til að greiða fyrrverandi starfsmanni skaðabætur vegna blöðruboltaslyss. Landsréttur hafði áður sýknað borgina en einn dómara við Landsrétt var talinn vanhæfur vegna þess að hann var borgarlögmaður þegar slysið var tilkynnt til embættisins. Málið rataði til Hæstaréttar og svo aftur til Landsréttar, sem hefur nú komist að annarri niðurstöðu. Starfsmaðurinn sem um ræðir var leikskólakennari en málið snerist aðeins um hvort og á hvaða grundvelli Reykjavíkurborg ætti að greiða bætur. Deilt var um hvort slysið hefði átt sér stað á vinnutíma eða frítíma. Slysið varð í skemmtidagskrá á vegum starfsmannafélags þegar starfsmenn spiluðu svokallaðan blöðrubolta. Samstarfsmaður konunnar hljóp á hana þannig að hún datt illa, sleit krossband og hluta af innra hliðarbandi á vinstra hné. Kennarinn var óvinnufær í tvo mánuði eftir slysið og varanleg örorka hennar metin fimmtán prósent. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði borgina af kröfu konunnar um að henni yrðu dæmdar 3,3 milljónir króna í bætur árið 2021. Féllst héraðsdómari á þau rök að þátttaka kennarans í blöðruboltanum hafi ekki verið ein af starfsskyldum hans og því ekki um vinnuslys að ræða. Meirihluti Landsréttar staðfesti dóm héraðsdóms, þar á meðal fyrrverandi borgarlögmaður. Einn dómari skilaði sératkvæði og vildi dæma konunni í vil. Eins og fyrr segir rataði málið alla leið til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í nóvember á síðasta ári. Hæstiréttur taldi dómara Landsréttar, Kristbjörgu Stephensen fyrrverandi borgarlögmann, hafa komið að hagsmunagæslu fyrir borgina þótt að ekki hafi verið tekin endanleg afstaða til bótaskyldu borgarinnar í bréfi frá borgarlögmanni til leikskólakennarans. Engu skipti hvort hagsmunagæslan hafi verið umfangsmikil eða óveruleg. Kristbjörg hafi því verið vanhæf til að dæma málið og málinu vísað aftur til Landsréttar. Í nýbirtum dómi Landsréttar er áréttað að ágreiningurinn lúti aðeins að því hvort og á hvaða grundvelli Reykjavíkurborg beri að greiða leikskólastarfsmanninum bætur. Fram kemur að ágreiningslaust sé að slysið hafi orðið á vinnudegi áður en átta tíma viðverðuskyldu kennarans lauk samkvæmt ráðningarsamningi. Hópeflið hafi verið á vegum starfsmannafélagsins sem hófst í beinu framhaldi af því að dagskrá lauk á starfsdegi. Landsréttur sagði að líta þyrfti til þess hvort leikskólakennarinn hafi verið „enn í starfi sínu“ þegar slysið varð eða hvort vinnuskyldu hennar hafi þá verið lokið. Vitni sögðu óljóst hvort vinnudeginum sjálfum hafi verið lokið þegar slysið átti stað. Deildarstjóri taldi hópefli starfsmannafélagsins hafa verið innan vinnutíma starfsmannanna en sagði að ekki hefði komið nægilega skýrt fram að vinnuskyldunni sjálfri væri lokið. Landsréttur taldi, meðal annars með vísan til framburðar vitna, að ekki væri ljóst hvort leikskólakennarinn hafi verið laus undan vinnuskyldu sinni í hópeflinu með óyggjandi hætti. Reykjavíkurborg þyrfti að bera hallann af því, og var því talið að leikskólakennarinn hafi verið „í starfi sínu“ þegar slysið átti sér stað. Reykjavíkurborg bæri því að greiða konunni 3,3 milljónir í bætur með vöxtum og dráttarvöxtum. Dómsmál Reykjavík Leikskólar Vinnuslys Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Starfsmaðurinn sem um ræðir var leikskólakennari en málið snerist aðeins um hvort og á hvaða grundvelli Reykjavíkurborg ætti að greiða bætur. Deilt var um hvort slysið hefði átt sér stað á vinnutíma eða frítíma. Slysið varð í skemmtidagskrá á vegum starfsmannafélags þegar starfsmenn spiluðu svokallaðan blöðrubolta. Samstarfsmaður konunnar hljóp á hana þannig að hún datt illa, sleit krossband og hluta af innra hliðarbandi á vinstra hné. Kennarinn var óvinnufær í tvo mánuði eftir slysið og varanleg örorka hennar metin fimmtán prósent. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði borgina af kröfu konunnar um að henni yrðu dæmdar 3,3 milljónir króna í bætur árið 2021. Féllst héraðsdómari á þau rök að þátttaka kennarans í blöðruboltanum hafi ekki verið ein af starfsskyldum hans og því ekki um vinnuslys að ræða. Meirihluti Landsréttar staðfesti dóm héraðsdóms, þar á meðal fyrrverandi borgarlögmaður. Einn dómari skilaði sératkvæði og vildi dæma konunni í vil. Eins og fyrr segir rataði málið alla leið til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í nóvember á síðasta ári. Hæstiréttur taldi dómara Landsréttar, Kristbjörgu Stephensen fyrrverandi borgarlögmann, hafa komið að hagsmunagæslu fyrir borgina þótt að ekki hafi verið tekin endanleg afstaða til bótaskyldu borgarinnar í bréfi frá borgarlögmanni til leikskólakennarans. Engu skipti hvort hagsmunagæslan hafi verið umfangsmikil eða óveruleg. Kristbjörg hafi því verið vanhæf til að dæma málið og málinu vísað aftur til Landsréttar. Í nýbirtum dómi Landsréttar er áréttað að ágreiningurinn lúti aðeins að því hvort og á hvaða grundvelli Reykjavíkurborg beri að greiða leikskólastarfsmanninum bætur. Fram kemur að ágreiningslaust sé að slysið hafi orðið á vinnudegi áður en átta tíma viðverðuskyldu kennarans lauk samkvæmt ráðningarsamningi. Hópeflið hafi verið á vegum starfsmannafélagsins sem hófst í beinu framhaldi af því að dagskrá lauk á starfsdegi. Landsréttur sagði að líta þyrfti til þess hvort leikskólakennarinn hafi verið „enn í starfi sínu“ þegar slysið varð eða hvort vinnuskyldu hennar hafi þá verið lokið. Vitni sögðu óljóst hvort vinnudeginum sjálfum hafi verið lokið þegar slysið átti stað. Deildarstjóri taldi hópefli starfsmannafélagsins hafa verið innan vinnutíma starfsmannanna en sagði að ekki hefði komið nægilega skýrt fram að vinnuskyldunni sjálfri væri lokið. Landsréttur taldi, meðal annars með vísan til framburðar vitna, að ekki væri ljóst hvort leikskólakennarinn hafi verið laus undan vinnuskyldu sinni í hópeflinu með óyggjandi hætti. Reykjavíkurborg þyrfti að bera hallann af því, og var því talið að leikskólakennarinn hafi verið „í starfi sínu“ þegar slysið átti sér stað. Reykjavíkurborg bæri því að greiða konunni 3,3 milljónir í bætur með vöxtum og dráttarvöxtum.
Dómsmál Reykjavík Leikskólar Vinnuslys Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira