Erna Sóley er stödd í Texas í Bandaríkjunum þar sem hún keppti á mótinu Houston Invitational. Þar gerði hún sér lítið fyrir og bætti eigið Íslandsmet í kúluvarpi innanhúss.
Segja má að hún hafi stórbætt metið en fyrir kast dagsins hafði hún mest kastað 16,95 metra. Í Houston kastaði hún hins vegar 17,34 metra.