Vg leggur smábátasjómenn á höggstokkinn! Inga Sæland skrifar 27. janúar 2023 13:30 Vg er því miður í mínum huga hreinn og klár svikaflokkur. Flokkur sem boðaði bjartari tíð fyrir bothættar sjávarbyggðir og kvótalitlar útgerðir, fyrir kosningarnar 2021. Margur bar þá von í brjósti að þegar Svandís Svavarsdóttir (Vg) settist í ráðherrastól myndi hún beita sér fyrir auknu réttlæti og bjartari tímum sjávarbyggðanna. Sú von var andvana fædd. Verk Svandísar hafa hingað til ekki verið í neinu samræmi við þá stefnu sem flokkurinn bauð kjósendum. Þvert á móti. Loforð um að efla strandveiðar voru „efnd“ með því að stöðva strandveiðar upp úr miðjum júlí og í stað þess að vinda ofan af kerfinu, þá flækir hún það enn frekar! Svandís bítur höfuðið af skömminni Á nýliðnu ári setti hún á laggirnar einn fjölmennasta stýrhóp Íslandssögunnar. Markmiðið var sagt vera að ná betri sátt um umdeilt kvótakerfi, sem hefur um áratugaskeið verið eitur í beinum stærsta hluta þjóðarinnar. Nú liggja fyrir bráðabirgðatillögur STÓR-hópsins sem unnar voru undir forystu Eggerts Benedikts Guðmundssonar, fyrrverandi forstjóra N1 og Granda. Hann skartar nú þeim virðulega titil að vera leiðtogi á sviði sjálfbærrar þróunar í forsætisráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur. Það er holur hljómur í meintum sáttatillögum. Í stuttu máli fela þær ekkert annað í sér en áróður og einbeittan vilja til festa núverandi kvótakerfi enn kirfilegar í sessi. Kvótakerfi sem í rúmlega fjörutíu ára sögu sinni hefur t.d. ekki náð brotabroti af þorskafla sem að var stefnt. Áróðurinn fyrir þröngum sérhagsmunum SFS (LÍÚ) í „sáttatillögunum“ er það grímulaus að þar má finna tillögur um að leggja af strandveiðar og byggðakvóta, með því að hætta að taka 5,3% af heildaraflaheimildum til byggða- og atvinnumála. Árás á lífríkið í nafni umhverfisverndar Ég er gjörsamlega orðalaus á allri þessari veruleikafirringu í nafni umhverfisverndar. Það sér það hver heilvita maður að sú fyrirtælun að hleypa mun stærri og aflmeiri togurum við togveiðar en nú er leyft, nánast upp í fjöru er ekkert annað en hrein og klár atlaga að viðkvæmasta lífríkinu í kringum landið. Hvað segja umhverfissinnarnir í Vg við sjávarsíðuna þegar þeir eru nánast komnir með stærðarinnar togara með manni og mús inn á svefnherbergisgólfið til sín? Þessar ömurlegu hagsmunatengdu tillögur eru í takti við fyrri verk ráðherrans. Við skulum ekki gleyma að eitt fyrsta embættisverk hennar var að skerða aflaheimildir til strandveiða. Það liggur því fyrir einbeittur vilji ráðherrans til að þurrka út smábátaútgerð með þeim hörmulegu afleiðingum sem það hefði fyrir viðkvæmar sjávarbyggðir landsins. Raunveruleg sátt næst aldrei með því að troða óréttlæti VG ofan í kokið á þjóðinni. Tryggja verður jafnræði til nýtingar á sameiginlegri auðlind. Fyrsta skrefið er augljóslega að auka frelsi strandveiða og að koma á gegnsærri verðmyndun á afla með því að verðlagning fari fram á frjálsum og opnum uppboðsmarkaði. Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Flokkur fólksins Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Vg er því miður í mínum huga hreinn og klár svikaflokkur. Flokkur sem boðaði bjartari tíð fyrir bothættar sjávarbyggðir og kvótalitlar útgerðir, fyrir kosningarnar 2021. Margur bar þá von í brjósti að þegar Svandís Svavarsdóttir (Vg) settist í ráðherrastól myndi hún beita sér fyrir auknu réttlæti og bjartari tímum sjávarbyggðanna. Sú von var andvana fædd. Verk Svandísar hafa hingað til ekki verið í neinu samræmi við þá stefnu sem flokkurinn bauð kjósendum. Þvert á móti. Loforð um að efla strandveiðar voru „efnd“ með því að stöðva strandveiðar upp úr miðjum júlí og í stað þess að vinda ofan af kerfinu, þá flækir hún það enn frekar! Svandís bítur höfuðið af skömminni Á nýliðnu ári setti hún á laggirnar einn fjölmennasta stýrhóp Íslandssögunnar. Markmiðið var sagt vera að ná betri sátt um umdeilt kvótakerfi, sem hefur um áratugaskeið verið eitur í beinum stærsta hluta þjóðarinnar. Nú liggja fyrir bráðabirgðatillögur STÓR-hópsins sem unnar voru undir forystu Eggerts Benedikts Guðmundssonar, fyrrverandi forstjóra N1 og Granda. Hann skartar nú þeim virðulega titil að vera leiðtogi á sviði sjálfbærrar þróunar í forsætisráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur. Það er holur hljómur í meintum sáttatillögum. Í stuttu máli fela þær ekkert annað í sér en áróður og einbeittan vilja til festa núverandi kvótakerfi enn kirfilegar í sessi. Kvótakerfi sem í rúmlega fjörutíu ára sögu sinni hefur t.d. ekki náð brotabroti af þorskafla sem að var stefnt. Áróðurinn fyrir þröngum sérhagsmunum SFS (LÍÚ) í „sáttatillögunum“ er það grímulaus að þar má finna tillögur um að leggja af strandveiðar og byggðakvóta, með því að hætta að taka 5,3% af heildaraflaheimildum til byggða- og atvinnumála. Árás á lífríkið í nafni umhverfisverndar Ég er gjörsamlega orðalaus á allri þessari veruleikafirringu í nafni umhverfisverndar. Það sér það hver heilvita maður að sú fyrirtælun að hleypa mun stærri og aflmeiri togurum við togveiðar en nú er leyft, nánast upp í fjöru er ekkert annað en hrein og klár atlaga að viðkvæmasta lífríkinu í kringum landið. Hvað segja umhverfissinnarnir í Vg við sjávarsíðuna þegar þeir eru nánast komnir með stærðarinnar togara með manni og mús inn á svefnherbergisgólfið til sín? Þessar ömurlegu hagsmunatengdu tillögur eru í takti við fyrri verk ráðherrans. Við skulum ekki gleyma að eitt fyrsta embættisverk hennar var að skerða aflaheimildir til strandveiða. Það liggur því fyrir einbeittur vilji ráðherrans til að þurrka út smábátaútgerð með þeim hörmulegu afleiðingum sem það hefði fyrir viðkvæmar sjávarbyggðir landsins. Raunveruleg sátt næst aldrei með því að troða óréttlæti VG ofan í kokið á þjóðinni. Tryggja verður jafnræði til nýtingar á sameiginlegri auðlind. Fyrsta skrefið er augljóslega að auka frelsi strandveiða og að koma á gegnsærri verðmyndun á afla með því að verðlagning fari fram á frjálsum og opnum uppboðsmarkaði. Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar