Mynd náðist óvænt af bófanum sem braust inn í bíl prófessorsins Jakob Bjarnar skrifar 27. janúar 2023 11:06 Aðkoman var allt annað en kræsileg þegar Sigríður kom að bíl sínum. aðsend Sigríður Þorgeirsdóttir prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, lenti í heldur í óskemmtilegri reynslu í vikunni. Ekki var sjón að sjá volvo-bifreið hennar þegar hún kom þar að nú um miðja vikuna. Búið var að smalla rúðu í bílnum og hafa allt fémætt úr bílnum. „Á þriðjudaginn var brotist inn í bílinn minn sem stóð við Hávallagötu vestur í bæ og bakpoka með fartölvu og fleiru var stolið. Ég hafði skroppið í hús,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Hún saknar glósubóka, vinnugagna sinna og tölvu sem er ársgömul. „Þetta er hrikalegt. Vinnugögn sem eru mér ómetanleg.“ Sigríður segir það auðvitað svo að fólki bregði í brún sem lendi í þessu og allskonar óhagræði fylgi en lyklar voru meðal þess sem hvarf og hún hefur nú látið skipta um skrá á húsi sínu sem og lykla og kort að háskólanum þar sem hún starfar. Vegabréf og önnur persónuleg gögn hurfu. Sigríður segir að þetta sé auðvitað áminning um að skilja verðmæti sem þessi ekki eftir í bílunum sínum. Og hún skilur ekki alveg hvaða gagn þjófar hafa af þýfinu því tölvan er læst og þetta eru í raun hlutir og gögn sem gagnast henni einni. Sigríður Þorgeirsdóttir prófessor segir forvitnilegt að fá innsýn í þennan heim í gegnum þessa reynslu.hí Sigríður er að sjálfsögðu búin að tilkynna atvikið til lögreglu en hennar tilfinning er sú að lögreglan hafi ekki mikinn áhuga á því sem flokkast sem smábrot. Þetta var um klukkan ellefu að morgni og hafði bílrúðan, eins og áður sagði, verið mölvuð með járnröri. „Sjónarvottur sá manninn skömmu áður ofar í götunni að velja sér járnrör af kerru með lögnum,“ segir Sigríður. Og nú nýlega fannst mynd af þrjótinum úr öryggismyndavél sem staðsett er á horni Hávalla- og Blómvallagötu. „Hann sat á reiðhjóli á meðan hann valdi vopnið, íklæddur hvítri hettupeysu með einhverju rauðu í og með byrgt fyrir munninn. Þegar hann varð þess áskynja að fylgst væri með honum sagði hann: „Ég er ekki að fara að berja neinn. Ég lít bara skuggalega út.“ Sigríður segir að samkvæmt lýsingu sé maðurinn um þrítugt, hávaxinn og grannur. Allir sem hafa einhverjar upplýsingar um mann sem svarar til þessarar lýsingar eru beðnir um að hafa samband við lögreglu. Athugasemd. Fréttin hefur verið uppfærð en óljós mynd af manni hjá hjóli, hinum meinta brotamanni, hefur hefur verið fjarlægð að ósk rétthafa myndarinnar. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
„Á þriðjudaginn var brotist inn í bílinn minn sem stóð við Hávallagötu vestur í bæ og bakpoka með fartölvu og fleiru var stolið. Ég hafði skroppið í hús,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Hún saknar glósubóka, vinnugagna sinna og tölvu sem er ársgömul. „Þetta er hrikalegt. Vinnugögn sem eru mér ómetanleg.“ Sigríður segir það auðvitað svo að fólki bregði í brún sem lendi í þessu og allskonar óhagræði fylgi en lyklar voru meðal þess sem hvarf og hún hefur nú látið skipta um skrá á húsi sínu sem og lykla og kort að háskólanum þar sem hún starfar. Vegabréf og önnur persónuleg gögn hurfu. Sigríður segir að þetta sé auðvitað áminning um að skilja verðmæti sem þessi ekki eftir í bílunum sínum. Og hún skilur ekki alveg hvaða gagn þjófar hafa af þýfinu því tölvan er læst og þetta eru í raun hlutir og gögn sem gagnast henni einni. Sigríður Þorgeirsdóttir prófessor segir forvitnilegt að fá innsýn í þennan heim í gegnum þessa reynslu.hí Sigríður er að sjálfsögðu búin að tilkynna atvikið til lögreglu en hennar tilfinning er sú að lögreglan hafi ekki mikinn áhuga á því sem flokkast sem smábrot. Þetta var um klukkan ellefu að morgni og hafði bílrúðan, eins og áður sagði, verið mölvuð með járnröri. „Sjónarvottur sá manninn skömmu áður ofar í götunni að velja sér járnrör af kerru með lögnum,“ segir Sigríður. Og nú nýlega fannst mynd af þrjótinum úr öryggismyndavél sem staðsett er á horni Hávalla- og Blómvallagötu. „Hann sat á reiðhjóli á meðan hann valdi vopnið, íklæddur hvítri hettupeysu með einhverju rauðu í og með byrgt fyrir munninn. Þegar hann varð þess áskynja að fylgst væri með honum sagði hann: „Ég er ekki að fara að berja neinn. Ég lít bara skuggalega út.“ Sigríður segir að samkvæmt lýsingu sé maðurinn um þrítugt, hávaxinn og grannur. Allir sem hafa einhverjar upplýsingar um mann sem svarar til þessarar lýsingar eru beðnir um að hafa samband við lögreglu. Athugasemd. Fréttin hefur verið uppfærð en óljós mynd af manni hjá hjóli, hinum meinta brotamanni, hefur hefur verið fjarlægð að ósk rétthafa myndarinnar.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira