Mynd náðist óvænt af bófanum sem braust inn í bíl prófessorsins Jakob Bjarnar skrifar 27. janúar 2023 11:06 Aðkoman var allt annað en kræsileg þegar Sigríður kom að bíl sínum. aðsend Sigríður Þorgeirsdóttir prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, lenti í heldur í óskemmtilegri reynslu í vikunni. Ekki var sjón að sjá volvo-bifreið hennar þegar hún kom þar að nú um miðja vikuna. Búið var að smalla rúðu í bílnum og hafa allt fémætt úr bílnum. „Á þriðjudaginn var brotist inn í bílinn minn sem stóð við Hávallagötu vestur í bæ og bakpoka með fartölvu og fleiru var stolið. Ég hafði skroppið í hús,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Hún saknar glósubóka, vinnugagna sinna og tölvu sem er ársgömul. „Þetta er hrikalegt. Vinnugögn sem eru mér ómetanleg.“ Sigríður segir það auðvitað svo að fólki bregði í brún sem lendi í þessu og allskonar óhagræði fylgi en lyklar voru meðal þess sem hvarf og hún hefur nú látið skipta um skrá á húsi sínu sem og lykla og kort að háskólanum þar sem hún starfar. Vegabréf og önnur persónuleg gögn hurfu. Sigríður segir að þetta sé auðvitað áminning um að skilja verðmæti sem þessi ekki eftir í bílunum sínum. Og hún skilur ekki alveg hvaða gagn þjófar hafa af þýfinu því tölvan er læst og þetta eru í raun hlutir og gögn sem gagnast henni einni. Sigríður Þorgeirsdóttir prófessor segir forvitnilegt að fá innsýn í þennan heim í gegnum þessa reynslu.hí Sigríður er að sjálfsögðu búin að tilkynna atvikið til lögreglu en hennar tilfinning er sú að lögreglan hafi ekki mikinn áhuga á því sem flokkast sem smábrot. Þetta var um klukkan ellefu að morgni og hafði bílrúðan, eins og áður sagði, verið mölvuð með járnröri. „Sjónarvottur sá manninn skömmu áður ofar í götunni að velja sér járnrör af kerru með lögnum,“ segir Sigríður. Og nú nýlega fannst mynd af þrjótinum úr öryggismyndavél sem staðsett er á horni Hávalla- og Blómvallagötu. „Hann sat á reiðhjóli á meðan hann valdi vopnið, íklæddur hvítri hettupeysu með einhverju rauðu í og með byrgt fyrir munninn. Þegar hann varð þess áskynja að fylgst væri með honum sagði hann: „Ég er ekki að fara að berja neinn. Ég lít bara skuggalega út.“ Sigríður segir að samkvæmt lýsingu sé maðurinn um þrítugt, hávaxinn og grannur. Allir sem hafa einhverjar upplýsingar um mann sem svarar til þessarar lýsingar eru beðnir um að hafa samband við lögreglu. Athugasemd. Fréttin hefur verið uppfærð en óljós mynd af manni hjá hjóli, hinum meinta brotamanni, hefur hefur verið fjarlægð að ósk rétthafa myndarinnar. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira
„Á þriðjudaginn var brotist inn í bílinn minn sem stóð við Hávallagötu vestur í bæ og bakpoka með fartölvu og fleiru var stolið. Ég hafði skroppið í hús,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Hún saknar glósubóka, vinnugagna sinna og tölvu sem er ársgömul. „Þetta er hrikalegt. Vinnugögn sem eru mér ómetanleg.“ Sigríður segir það auðvitað svo að fólki bregði í brún sem lendi í þessu og allskonar óhagræði fylgi en lyklar voru meðal þess sem hvarf og hún hefur nú látið skipta um skrá á húsi sínu sem og lykla og kort að háskólanum þar sem hún starfar. Vegabréf og önnur persónuleg gögn hurfu. Sigríður segir að þetta sé auðvitað áminning um að skilja verðmæti sem þessi ekki eftir í bílunum sínum. Og hún skilur ekki alveg hvaða gagn þjófar hafa af þýfinu því tölvan er læst og þetta eru í raun hlutir og gögn sem gagnast henni einni. Sigríður Þorgeirsdóttir prófessor segir forvitnilegt að fá innsýn í þennan heim í gegnum þessa reynslu.hí Sigríður er að sjálfsögðu búin að tilkynna atvikið til lögreglu en hennar tilfinning er sú að lögreglan hafi ekki mikinn áhuga á því sem flokkast sem smábrot. Þetta var um klukkan ellefu að morgni og hafði bílrúðan, eins og áður sagði, verið mölvuð með járnröri. „Sjónarvottur sá manninn skömmu áður ofar í götunni að velja sér járnrör af kerru með lögnum,“ segir Sigríður. Og nú nýlega fannst mynd af þrjótinum úr öryggismyndavél sem staðsett er á horni Hávalla- og Blómvallagötu. „Hann sat á reiðhjóli á meðan hann valdi vopnið, íklæddur hvítri hettupeysu með einhverju rauðu í og með byrgt fyrir munninn. Þegar hann varð þess áskynja að fylgst væri með honum sagði hann: „Ég er ekki að fara að berja neinn. Ég lít bara skuggalega út.“ Sigríður segir að samkvæmt lýsingu sé maðurinn um þrítugt, hávaxinn og grannur. Allir sem hafa einhverjar upplýsingar um mann sem svarar til þessarar lýsingar eru beðnir um að hafa samband við lögreglu. Athugasemd. Fréttin hefur verið uppfærð en óljós mynd af manni hjá hjóli, hinum meinta brotamanni, hefur hefur verið fjarlægð að ósk rétthafa myndarinnar.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira