Franska liðið í sjokki eftir að upp komst um barnaníðinginn Sindri Sverrisson skrifar 27. janúar 2023 11:00 Bruno Martini var lengi í franska landsliðshópnum og spilaði til að mynda nokkrum sinnum gegn Íslandi. Getty/Dimitri Iundt Bruno Martini, fyrrverandi markvörður franska handboltalandsliðsins, hefur verið dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi fyrir barnaníð. Nikola Karabatic segir það vissulega hafa verið áfall fyrir leikmenn landsliðsins að heyra þær fréttir, á miðju heimsmeistaramóti. Martini lék með franska landsliðinu á árunum 1990-2007 og var til að mynda í liðinu sem varð heimsmeistari á Íslandi árið 1995 og á heimavelli árið 2001. Undanfarið hefur hann verið forseti frönsku handknattleiksdeildarinnar (LNH) en hefur nú sagt af sér eftir að dómur í málinu féll, auk þess að missa þar af leiðandi sæti sitt í stjórn franska handknattleikssambandsins. Upp komst um Martini í júní 2020 þegar 13 ára strákur kvartaði undan honum. Martini hafði sett sig í samband við hann í gegnum Snapchat undir nafninu Daddy, og fengið strákinn til að senda sér kynferðislegar ljósmyndir og myndbönd. Borgaði leigubíl fyrir strákinn sem hætti við Martini hafði einnig sent stráknum pening fyrir leigubíl í von um að fá að hitta hann en á síðustu stundu hætti strákurinn við ferðina og lét vita af brotum Martinis. Samkvæmt fréttum franskra fjölmiðla hefur rannsókn ekki leitt í ljós að fórnarlömb Martinis séu fleiri en hann viðurkenndi hins vegar sjálfur að hafa átt í nánum samskiptum á netinu við ungt, fullorðið fólk á síðustu árum. Hann viðurkenndi glæp sinn en fullyrti að hann hefði talið að strákurinn sem hann átti í samskiptum við væri eldri en 15 ára. Martini fékk mildari dóm vegna játningar sinnar en hefði getað átt yfir höfði sér fimm ára fangelsisdóm. Hann fékk þó fimm ára bann frá öllu starfi þar sem hann gæti mögulega verið innan um börn undir lögaldri. Fengu fréttirnar að morgni leikdags Karabatic var í nokkur ár liðsfélagi Martinis í landsliðinu, auk þess sem Martini var framkvæmdastjóri PSG Handball og starfaði þar náið með Karabatic og fleiri leikmönnum landsliðsins. Karabatic segir það ekki hafa verið auðvelt að búa sig undir leikinn við Þýskaland á miðvikudag, í 8-liða úrslitum HM, eftir að hafa heyrt fréttirnar. Frakkar unnu leikinn og mæta Svíum í undanúrslitum í kvöld. „Ég held að við höfum allir verið í áfalli þegar við heyrðum fréttirnar í morgun,“ sagði Karabatic eftir leikinn í fyrrakvöld. „Við erum samt sem áður í okkar keppni og einbeitum okkur að okkur sjálfum og heimsmeistaramótinu, en það er rétt að það var ekki auðvelt,“ sagði Karabatic. HM 2023 í handbolta Ofbeldi gegn börnum Frakkland Franski handboltinn Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira
Martini lék með franska landsliðinu á árunum 1990-2007 og var til að mynda í liðinu sem varð heimsmeistari á Íslandi árið 1995 og á heimavelli árið 2001. Undanfarið hefur hann verið forseti frönsku handknattleiksdeildarinnar (LNH) en hefur nú sagt af sér eftir að dómur í málinu féll, auk þess að missa þar af leiðandi sæti sitt í stjórn franska handknattleikssambandsins. Upp komst um Martini í júní 2020 þegar 13 ára strákur kvartaði undan honum. Martini hafði sett sig í samband við hann í gegnum Snapchat undir nafninu Daddy, og fengið strákinn til að senda sér kynferðislegar ljósmyndir og myndbönd. Borgaði leigubíl fyrir strákinn sem hætti við Martini hafði einnig sent stráknum pening fyrir leigubíl í von um að fá að hitta hann en á síðustu stundu hætti strákurinn við ferðina og lét vita af brotum Martinis. Samkvæmt fréttum franskra fjölmiðla hefur rannsókn ekki leitt í ljós að fórnarlömb Martinis séu fleiri en hann viðurkenndi hins vegar sjálfur að hafa átt í nánum samskiptum á netinu við ungt, fullorðið fólk á síðustu árum. Hann viðurkenndi glæp sinn en fullyrti að hann hefði talið að strákurinn sem hann átti í samskiptum við væri eldri en 15 ára. Martini fékk mildari dóm vegna játningar sinnar en hefði getað átt yfir höfði sér fimm ára fangelsisdóm. Hann fékk þó fimm ára bann frá öllu starfi þar sem hann gæti mögulega verið innan um börn undir lögaldri. Fengu fréttirnar að morgni leikdags Karabatic var í nokkur ár liðsfélagi Martinis í landsliðinu, auk þess sem Martini var framkvæmdastjóri PSG Handball og starfaði þar náið með Karabatic og fleiri leikmönnum landsliðsins. Karabatic segir það ekki hafa verið auðvelt að búa sig undir leikinn við Þýskaland á miðvikudag, í 8-liða úrslitum HM, eftir að hafa heyrt fréttirnar. Frakkar unnu leikinn og mæta Svíum í undanúrslitum í kvöld. „Ég held að við höfum allir verið í áfalli þegar við heyrðum fréttirnar í morgun,“ sagði Karabatic eftir leikinn í fyrrakvöld. „Við erum samt sem áður í okkar keppni og einbeitum okkur að okkur sjálfum og heimsmeistaramótinu, en það er rétt að það var ekki auðvelt,“ sagði Karabatic.
HM 2023 í handbolta Ofbeldi gegn börnum Frakkland Franski handboltinn Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira