„Það verður alveg vel hvasst“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. janúar 2023 23:03 Á höfuðborgarsvæðinu verður hvassviðri, vestan og suðvestan fimmtán til tuttugu metrar á sekúndu og él með lélegu skyggni. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Veðurfræðingur segir að gera megi ráð fyrir miklu hvassviðri á morgun. Líklegt sé að færð spillist og töluverð úrkoma verður nánast á landinu öllu. Stormurinn sé strax farinn að láta á sér kræla. Gular viðvaranir taka gildi í nótt á mestöllu landinu. Í kortunum er vestan og suðvestan stormur með 15 til 25 metrum á sekúndu og éljagangi. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að höfuðborgarbúar sem hyggjast keyra norður í fyrramálið ættu ekki að leggja snemma að stað. Úrkoman minnki þegar að birta tekur og gætu akstursskilyrði reynst ívið betri upp úr hádegi. Varasamar akstursaðstæður geta skapast vegna hvassviðris, skafrennings og éljagangs.Veðurstofan „Það verður mjög leiðinlegt yfir heiðarnar, yfir Holtavörðuheiðina og Vatnsskarðið. Það er svo leiðinlegt að keyra undan vindi því þá skefur alltaf fram á framrúðuna og verður mun blindara. Það er auðveldara að keyra á móti svona veðri heldur en á undan því.“ Icelandair hefur aflýst fjölda flugferða í nótt og á morgun vegna veðurs. Ekki verður flogið frá Bandaríkjunum hingað til lands í nótt eins og til stóð. Þá hafa flugferðum til og frá Evrópu, að undanskildum flugferðum til Tenerife og Alicante, verið aflýst, sem og innanlandsflugi. „Vindhviðurnar munu örugglega fara vel yfir þau mörk sem má nota landgangana, eða það er að segja ranana. Þannig að fólk þarf að fara raunverulega út og labba á flughlaðinu einhvern smá spotta upp í vél á svona gamaldags landgang. Og það er náttúrulega alltaf - þegar það er orðið þetta hvasst - að ef að vélarnar hreyfast og landgangurinn rekst í vélina þá fer sú vél ekki neitt.“ „Vindhraðurinn er kannski ívið minni en það munar kannski ekki öllu. Þannig að þetta er í rauninni yfir öllum mörkum, þeir eiga svo erfitt með að hlaða og afhlaða vélarnar. Fólk er ekki spennt fyrir því að þurfa að bíða í einhverja klukkutíma úti í vél,“ segir Óli Þór. Stormurinn er strax farinn að láta á sér kræla: „Það er að byrja að hvessa núna og það eru að byggjast upp mjög myndarlegir éljabólstrar. Á meðan að það er nægilega hlýtt hérna niðri þá bráðnar það á leiðinni niður. En þetta mun kólna um tvær eða þrjár gráður í viðbót eftir því sem líður á nóttina. Mesta úrkoman verður þá í nótt og fyrst í fyrramálið og svo fer að draga nokkuð jafnt og þétt úr þessu.“ Hann segir að viðbúið að færð spillist í fyrramálið: „Það getur verið sniðugt að bíða í klukkutíma lengur heldur en að þurfa að sitja í bíl í leiðindaveðri og bíða eftir að veðrinu sloti. Ég held að það komist flestir á leiðarenda þegar líður á daginn en það getur verið gott að bíða eitthvað fram yfir hádegi með að rjúka af stað.“ Veður Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Gular viðvaranir taka gildi í nótt á mestöllu landinu. Í kortunum er vestan og suðvestan stormur með 15 til 25 metrum á sekúndu og éljagangi. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að höfuðborgarbúar sem hyggjast keyra norður í fyrramálið ættu ekki að leggja snemma að stað. Úrkoman minnki þegar að birta tekur og gætu akstursskilyrði reynst ívið betri upp úr hádegi. Varasamar akstursaðstæður geta skapast vegna hvassviðris, skafrennings og éljagangs.Veðurstofan „Það verður mjög leiðinlegt yfir heiðarnar, yfir Holtavörðuheiðina og Vatnsskarðið. Það er svo leiðinlegt að keyra undan vindi því þá skefur alltaf fram á framrúðuna og verður mun blindara. Það er auðveldara að keyra á móti svona veðri heldur en á undan því.“ Icelandair hefur aflýst fjölda flugferða í nótt og á morgun vegna veðurs. Ekki verður flogið frá Bandaríkjunum hingað til lands í nótt eins og til stóð. Þá hafa flugferðum til og frá Evrópu, að undanskildum flugferðum til Tenerife og Alicante, verið aflýst, sem og innanlandsflugi. „Vindhviðurnar munu örugglega fara vel yfir þau mörk sem má nota landgangana, eða það er að segja ranana. Þannig að fólk þarf að fara raunverulega út og labba á flughlaðinu einhvern smá spotta upp í vél á svona gamaldags landgang. Og það er náttúrulega alltaf - þegar það er orðið þetta hvasst - að ef að vélarnar hreyfast og landgangurinn rekst í vélina þá fer sú vél ekki neitt.“ „Vindhraðurinn er kannski ívið minni en það munar kannski ekki öllu. Þannig að þetta er í rauninni yfir öllum mörkum, þeir eiga svo erfitt með að hlaða og afhlaða vélarnar. Fólk er ekki spennt fyrir því að þurfa að bíða í einhverja klukkutíma úti í vél,“ segir Óli Þór. Stormurinn er strax farinn að láta á sér kræla: „Það er að byrja að hvessa núna og það eru að byggjast upp mjög myndarlegir éljabólstrar. Á meðan að það er nægilega hlýtt hérna niðri þá bráðnar það á leiðinni niður. En þetta mun kólna um tvær eða þrjár gráður í viðbót eftir því sem líður á nóttina. Mesta úrkoman verður þá í nótt og fyrst í fyrramálið og svo fer að draga nokkuð jafnt og þétt úr þessu.“ Hann segir að viðbúið að færð spillist í fyrramálið: „Það getur verið sniðugt að bíða í klukkutíma lengur heldur en að þurfa að sitja í bíl í leiðindaveðri og bíða eftir að veðrinu sloti. Ég held að það komist flestir á leiðarenda þegar líður á daginn en það getur verið gott að bíða eitthvað fram yfir hádegi með að rjúka af stað.“
Veður Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira