Ákvörðun ríkissáttasemjara geti haft alvarlegar afleiðingar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. janúar 2023 18:12 Drífa Snædal er ekki sátt með nýjustu vendingar í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Vísir/vilhelm Drífa Snædal, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, segir ríkissáttasemjara setja stórhættulegt fordæmi með miðlunartillögu sinni í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hún segir ákvörðunina geta haft alvarlegar afleiðingar á samskipti á vinnumarkaði til lengri tíma. „Nánast ómögulegt“ sé fyrir félagsmenn að fella slíka tillögu. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, lagði í dag fram miðlunartillögu, í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, sem felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. Hann vísaði til þess að deilan væri í algjörum hnút og sá þennan kost einan í stöðunni. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar hefur þegar hafnað lögmæti miðlunartillögunnar og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA segir tillöguna setja hættulegt fordæmi til framtíðar. Mun meiri kosningaþátttöku þurfi „Með ákvörðun sinni að leggja fram miðlunartillögu er ríkissáttasemjari heldur betur að teygja á heimildum sínum. Það er véfengjanlegt að hann hafi þessar heimildir án samráðs við deiluaðila en heimildir Eflingar til að semja fyrir sitt fólk og undirbúa verkfallsaðgerðir eru óvéfengdar,“ skrifar Drífa á Facebook og segir að þegar einu sinni sé búið að taka slíka ákvörðun um hætt við að hún verði tekin aftur og aftur og aftur. Þá sé það nánast ómögulegt fyrir félagsmenn að fella slíka tillögu ríkissáttasemjara. Samkvæmt lögum sem gilda um embætti ríkissáttasemjara telst slík miðlunartillaga felld ef meira en helmingur greiddra atkvæða er á móti henni og ef mótatkvæði eru fleiri en fjórðungur atkvæða samkvæmt atkvæða- eða félagaskrá. Drífa bendir á að töluvert meiri kosningaþátttöku þurfi til að fella tillöguna en náðst hefur hingað til í almennum atkvæðagreiðslum. Traust á ríkissáttasemjara minnki „Ef þetta er það sem koma skal á íslenskum vinnumarkaði er verið að draga úr möguleikum og heimildum einstakra stéttarfélaga til að ráða sínum málum sjálf og beita því eina vopni sem launafólk býr yfir - að leggja niður störf.“ Drífa segir hætt við að með þessu fari deilan í enn meiri hnút og að traust til embættis ríkissáttasemjara minnki. Hennar skoðun er hins vegar að félagar í Eflingu hafi átt að fá að greiða atkvæði um það tilboð sem lá á borðinu en það hafi átt að gerast á félagslegum grunni en ekki með valdboði ríkissáttasemjara. „Það er ljóst að stjórnvöld og atvinnurekendur hafa látið sig dreyma um auknar valdheimildir ríkissáttasemjara en það hefur verið í andstöðu við verkalýðshreyfinguna. Að ríkissáttasemjari taki sér þetta vald núna verður varla til að efla samtal um bætt vinnubrögð í samningagerð og getur haft alvarlegar afleiðingar á samskipti á vinnumarkaði til lengri tíma.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður ASÍ Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, lagði í dag fram miðlunartillögu, í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, sem felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. Hann vísaði til þess að deilan væri í algjörum hnút og sá þennan kost einan í stöðunni. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar hefur þegar hafnað lögmæti miðlunartillögunnar og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA segir tillöguna setja hættulegt fordæmi til framtíðar. Mun meiri kosningaþátttöku þurfi „Með ákvörðun sinni að leggja fram miðlunartillögu er ríkissáttasemjari heldur betur að teygja á heimildum sínum. Það er véfengjanlegt að hann hafi þessar heimildir án samráðs við deiluaðila en heimildir Eflingar til að semja fyrir sitt fólk og undirbúa verkfallsaðgerðir eru óvéfengdar,“ skrifar Drífa á Facebook og segir að þegar einu sinni sé búið að taka slíka ákvörðun um hætt við að hún verði tekin aftur og aftur og aftur. Þá sé það nánast ómögulegt fyrir félagsmenn að fella slíka tillögu ríkissáttasemjara. Samkvæmt lögum sem gilda um embætti ríkissáttasemjara telst slík miðlunartillaga felld ef meira en helmingur greiddra atkvæða er á móti henni og ef mótatkvæði eru fleiri en fjórðungur atkvæða samkvæmt atkvæða- eða félagaskrá. Drífa bendir á að töluvert meiri kosningaþátttöku þurfi til að fella tillöguna en náðst hefur hingað til í almennum atkvæðagreiðslum. Traust á ríkissáttasemjara minnki „Ef þetta er það sem koma skal á íslenskum vinnumarkaði er verið að draga úr möguleikum og heimildum einstakra stéttarfélaga til að ráða sínum málum sjálf og beita því eina vopni sem launafólk býr yfir - að leggja niður störf.“ Drífa segir hætt við að með þessu fari deilan í enn meiri hnút og að traust til embættis ríkissáttasemjara minnki. Hennar skoðun er hins vegar að félagar í Eflingu hafi átt að fá að greiða atkvæði um það tilboð sem lá á borðinu en það hafi átt að gerast á félagslegum grunni en ekki með valdboði ríkissáttasemjara. „Það er ljóst að stjórnvöld og atvinnurekendur hafa látið sig dreyma um auknar valdheimildir ríkissáttasemjara en það hefur verið í andstöðu við verkalýðshreyfinguna. Að ríkissáttasemjari taki sér þetta vald núna verður varla til að efla samtal um bætt vinnubrögð í samningagerð og getur haft alvarlegar afleiðingar á samskipti á vinnumarkaði til lengri tíma.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður ASÍ Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira