Kirkjugarðurinn er í Suður-Rússlandi nærri bænum Bakinskaya en málaliðar Wagner voru áður fyrir grafnir við kapellu málaliðahópsins þar nærri. Kirkjugarðurinn þar er þó fullur og fékk hópurinn nýtt land undir kirkjugarð.
Sá kirkjugarður hefur stækkað hratt á undanförnum mánuðum en bæði Reuters og New York Times hafa tekið hann til skoðunar eftir að aðgerðasinnar vöktu athygli á honum. Wagner er einnig með þjálfuunarbúðir á svæðinu.
Blaðamaður New York Times birti meðfylgjandi myndir á Twitter í gær.
A cemetery used by Wagner to bury its fighters killed in Ukraine has increased nearly seven times over the past two months, @Maxar satellite imagery shows. W/ @dim109, @bottidavid. More: https://t.co/1JQJ4mC8IQ pic.twitter.com/fnozX8R5Sb
— Christiaan Triebert (@trbrtc) January 25, 2023
Líklegt er að fjöldi fallinna málaliða sé meiri en stækkun kirkjugarðsins segir til um. Í umræddum kirkjugarði eru grafin lík málaliða sem enginn gerir tilkall til. Þá hefur NYT eftir heimafólki að líklega hafi lík margra málaliða verið brennd.
Talið er að þúsundir málaliða Wagner hafi falli í átökunum um Bakhmut, bæ í Donetsk-héraði sem Wagner hefur reynt að ná um mánaðaskeið. CNN sagði nýverið frá því að fréttamenn hefðu komið höndum yfir greiningu leyniþjónustu úkraínska hersins á Wagner og þeirri ógn sem stafaði af hópnum.
Sjá einnig: „Kokkur Pútíns“ býður föngum frelsi fyrir herþjónustu í Úkraínu
Þar kom fram að málaliðarnir væru hættulegastir í návígi og þeir sæki fram gegn varnarlínum Úkraínumanna án tillits til mannfalls.
„Dauðsföll þúsunda málaliða hafa engin áhrif á rússneskt samfélag,“ segir í greiningunni samkvæmt CNN. Þar segir ennfremur að málaliðum sé meinað að hörfa án skipana og geri þeir það, verði þeir skotnir til bana.
Sjá einnig: Tóku eigin málaliða af lífi með sleggju
Málaliðahópurinn var stofnaður í kjölfar innrásar Rússa í austurhluta Úkraínu árið 2014. Hann hefur einnig verið umsvifamikill í Mið-Austurlöndum og Afríku og hefur lengi verið lýst sem skuggaher Rússlands. Þá hafa málaliðar Wagner ítrekað verið sakaðir um ýmis ódæði.
Í kjölfar innrásarinnar í febrúar hafa málaliðar Wagner verið mun meira áberandi en áður og auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem kallaður er „Kokkur Pútíns“ viðurkenndi í fyrra að hann ætti málaliðahópinn og hefur jafnvel lögskráð hann í Rússlandi.
Prigozhin hefur aukið umsvif sín í rússneskri pólitík í kjölfar innrásar Rússa Í Úkraínu og eru uppi vangaveltur um að hann vilji stilla sér upp sem mögulegum arftaka Pútíns.
Yfirvöld í Bandaríkjunum vinna að því að skilgreina Wagner sem alþjóðleg glæpasamtök.
Sjá einnig: Skilgreina Wagner sem alþjóðleg glæpasamtök
Reuters hefur borið kennsl á minnst 39 fanga sem jarðaðir eru í kirkjugarðinum. Tíu þeirra voru dæmdir fyrir morð eða manndráp. Tuttugu og fjórir fyrir rán og tveir fyrir alvarlega líkamsárás.
Eftir að tilvist kirkjugarðsins varð ljós fór Prigozhin þangað og setti blóm á leiði málaliða og voru myndir af því og myndbönd birt í fjölmiðlum í Rússlandi og á samfélagsmiðlum.
Not much later, Russian state-run media filmed Prigozhin laying flowers at the cemetery. Also visible were rows of freshly dug graves, each adorned with wreaths in the shape and colors of Wagner's logo. pic.twitter.com/WEMKQGtPcH
— Christiaan Triebert (@trbrtc) January 25, 2023