Kirkjugarður Wagner hefur sjöfaldast að stærð Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2023 13:50 Merki Wagner á vegg í Serbíu. EPA/ANDREJ CUKIC Kirkjugarður þar sem málaliðar Wagner Group eru jarðaðir hefur margfaldast af stærð á undanförnum mánuðum. Málaliðahópurinn er sagður hafa orðið fyrir miklu mannfalli í austurhluta Úkraínu en flestir þeirra sem falla eru sagðir vera fangar sem tóku tilboði um sex mánaða þjónustu í Wagner í skiptum fyrir frelsi. Kirkjugarðurinn er í Suður-Rússlandi nærri bænum Bakinskaya en málaliðar Wagner voru áður fyrir grafnir við kapellu málaliðahópsins þar nærri. Kirkjugarðurinn þar er þó fullur og fékk hópurinn nýtt land undir kirkjugarð. Sá kirkjugarður hefur stækkað hratt á undanförnum mánuðum en bæði Reuters og New York Times hafa tekið hann til skoðunar eftir að aðgerðasinnar vöktu athygli á honum. Wagner er einnig með þjálfuunarbúðir á svæðinu. Blaðamaður New York Times birti meðfylgjandi myndir á Twitter í gær. A cemetery used by Wagner to bury its fighters killed in Ukraine has increased nearly seven times over the past two months, @Maxar satellite imagery shows. W/ @dim109, @bottidavid. More: https://t.co/1JQJ4mC8IQ pic.twitter.com/fnozX8R5Sb— Christiaan Triebert (@trbrtc) January 25, 2023 Líklegt er að fjöldi fallinna málaliða sé meiri en stækkun kirkjugarðsins segir til um. Í umræddum kirkjugarði eru grafin lík málaliða sem enginn gerir tilkall til. Þá hefur NYT eftir heimafólki að líklega hafi lík margra málaliða verið brennd. Talið er að þúsundir málaliða Wagner hafi falli í átökunum um Bakhmut, bæ í Donetsk-héraði sem Wagner hefur reynt að ná um mánaðaskeið. CNN sagði nýverið frá því að fréttamenn hefðu komið höndum yfir greiningu leyniþjónustu úkraínska hersins á Wagner og þeirri ógn sem stafaði af hópnum. Sjá einnig: „Kokkur Pútíns“ býður föngum frelsi fyrir herþjónustu í Úkraínu Þar kom fram að málaliðarnir væru hættulegastir í návígi og þeir sæki fram gegn varnarlínum Úkraínumanna án tillits til mannfalls. „Dauðsföll þúsunda málaliða hafa engin áhrif á rússneskt samfélag,“ segir í greiningunni samkvæmt CNN. Þar segir ennfremur að málaliðum sé meinað að hörfa án skipana og geri þeir það, verði þeir skotnir til bana. Sjá einnig: Tóku eigin málaliða af lífi með sleggju Málaliðahópurinn var stofnaður í kjölfar innrásar Rússa í austurhluta Úkraínu árið 2014. Hann hefur einnig verið umsvifamikill í Mið-Austurlöndum og Afríku og hefur lengi verið lýst sem skuggaher Rússlands. Þá hafa málaliðar Wagner ítrekað verið sakaðir um ýmis ódæði. Í kjölfar innrásarinnar í febrúar hafa málaliðar Wagner verið mun meira áberandi en áður og auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem kallaður er „Kokkur Pútíns“ viðurkenndi í fyrra að hann ætti málaliðahópinn og hefur jafnvel lögskráð hann í Rússlandi. Prigozhin hefur aukið umsvif sín í rússneskri pólitík í kjölfar innrásar Rússa Í Úkraínu og eru uppi vangaveltur um að hann vilji stilla sér upp sem mögulegum arftaka Pútíns. Yfirvöld í Bandaríkjunum vinna að því að skilgreina Wagner sem alþjóðleg glæpasamtök. Sjá einnig: Skilgreina Wagner sem alþjóðleg glæpasamtök Reuters hefur borið kennsl á minnst 39 fanga sem jarðaðir eru í kirkjugarðinum. Tíu þeirra voru dæmdir fyrir morð eða manndráp. Tuttugu og fjórir fyrir rán og tveir fyrir alvarlega líkamsárás. Eftir að tilvist kirkjugarðsins varð ljós fór Prigozhin þangað og setti blóm á leiði málaliða og voru myndir af því og myndbönd birt í fjölmiðlum í Rússlandi og á samfélagsmiðlum. Not much later, Russian state-run media filmed Prigozhin laying flowers at the cemetery. Also visible were rows of freshly dug graves, each adorned with wreaths in the shape and colors of Wagner's logo. pic.twitter.com/WEMKQGtPcH— Christiaan Triebert (@trbrtc) January 25, 2023 Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Segja að vestrænir skriðdrekar brenni eins og aðrir Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, mun í dag tilkynna þýska þinginu ákvörðun sína um að flytja Leopard 2A6 skriðdreka til Úkraínu og leyfa ráðamönnum annarra ríkja sem nota skriðdrekana að senda einnig skriðdreka. 25. janúar 2023 10:50 Telur hæpið að Rússar verði reknir á brott á þessu ári Mark Milley, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, segist telja óraunhæft að búast við því að Úkraínumenn geti rekið allar rússneskar hersveitir út úr Úkraínu á þessu ári. Hann sagðist ekki telja það ómögulegt en sagðist telja að stríðið í Úkraínu myndi enda við samningaborðið, eins og flest önnur stríð. 21. janúar 2023 22:30 Serbar æfir vegna auglýsinga Wagner málaliðahópsins Rússneskt fréttamyndskeið þar sem serbneskir sjálfboðaliðar eru sagðir undirbúa sig undir að berjast við hlið Rússa í Úkraínu hefur vakið mikla reiði í Serbíu. Um er að ræða myndskeið framleidd af Wagner-málaliðahópnum, þar sem Serbar eru hvattir til að ganga til liðs við hópinn. 20. janúar 2023 07:19 Kokkur Pútíns segir hvert hús í Bakhmut vera virki Rússneski herinn á í basli með að brjóta varnir Úkraínumanna við Bakhmut á bak aftur þar sem „hvert hús er virki“, samkvæmt Yevgeny Prigozhin, eiganda Wagner Group málaliðahópsins. Hann og Wagner hafa leitt viðleitni Rússa við að ná tökum á bænum um mánaða skeið en víglínunum þar hefur verið lýst sem „hakkavél“. 3. janúar 2023 15:13 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Fleiri fréttir Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Kirkjugarðurinn er í Suður-Rússlandi nærri bænum Bakinskaya en málaliðar Wagner voru áður fyrir grafnir við kapellu málaliðahópsins þar nærri. Kirkjugarðurinn þar er þó fullur og fékk hópurinn nýtt land undir kirkjugarð. Sá kirkjugarður hefur stækkað hratt á undanförnum mánuðum en bæði Reuters og New York Times hafa tekið hann til skoðunar eftir að aðgerðasinnar vöktu athygli á honum. Wagner er einnig með þjálfuunarbúðir á svæðinu. Blaðamaður New York Times birti meðfylgjandi myndir á Twitter í gær. A cemetery used by Wagner to bury its fighters killed in Ukraine has increased nearly seven times over the past two months, @Maxar satellite imagery shows. W/ @dim109, @bottidavid. More: https://t.co/1JQJ4mC8IQ pic.twitter.com/fnozX8R5Sb— Christiaan Triebert (@trbrtc) January 25, 2023 Líklegt er að fjöldi fallinna málaliða sé meiri en stækkun kirkjugarðsins segir til um. Í umræddum kirkjugarði eru grafin lík málaliða sem enginn gerir tilkall til. Þá hefur NYT eftir heimafólki að líklega hafi lík margra málaliða verið brennd. Talið er að þúsundir málaliða Wagner hafi falli í átökunum um Bakhmut, bæ í Donetsk-héraði sem Wagner hefur reynt að ná um mánaðaskeið. CNN sagði nýverið frá því að fréttamenn hefðu komið höndum yfir greiningu leyniþjónustu úkraínska hersins á Wagner og þeirri ógn sem stafaði af hópnum. Sjá einnig: „Kokkur Pútíns“ býður föngum frelsi fyrir herþjónustu í Úkraínu Þar kom fram að málaliðarnir væru hættulegastir í návígi og þeir sæki fram gegn varnarlínum Úkraínumanna án tillits til mannfalls. „Dauðsföll þúsunda málaliða hafa engin áhrif á rússneskt samfélag,“ segir í greiningunni samkvæmt CNN. Þar segir ennfremur að málaliðum sé meinað að hörfa án skipana og geri þeir það, verði þeir skotnir til bana. Sjá einnig: Tóku eigin málaliða af lífi með sleggju Málaliðahópurinn var stofnaður í kjölfar innrásar Rússa í austurhluta Úkraínu árið 2014. Hann hefur einnig verið umsvifamikill í Mið-Austurlöndum og Afríku og hefur lengi verið lýst sem skuggaher Rússlands. Þá hafa málaliðar Wagner ítrekað verið sakaðir um ýmis ódæði. Í kjölfar innrásarinnar í febrúar hafa málaliðar Wagner verið mun meira áberandi en áður og auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem kallaður er „Kokkur Pútíns“ viðurkenndi í fyrra að hann ætti málaliðahópinn og hefur jafnvel lögskráð hann í Rússlandi. Prigozhin hefur aukið umsvif sín í rússneskri pólitík í kjölfar innrásar Rússa Í Úkraínu og eru uppi vangaveltur um að hann vilji stilla sér upp sem mögulegum arftaka Pútíns. Yfirvöld í Bandaríkjunum vinna að því að skilgreina Wagner sem alþjóðleg glæpasamtök. Sjá einnig: Skilgreina Wagner sem alþjóðleg glæpasamtök Reuters hefur borið kennsl á minnst 39 fanga sem jarðaðir eru í kirkjugarðinum. Tíu þeirra voru dæmdir fyrir morð eða manndráp. Tuttugu og fjórir fyrir rán og tveir fyrir alvarlega líkamsárás. Eftir að tilvist kirkjugarðsins varð ljós fór Prigozhin þangað og setti blóm á leiði málaliða og voru myndir af því og myndbönd birt í fjölmiðlum í Rússlandi og á samfélagsmiðlum. Not much later, Russian state-run media filmed Prigozhin laying flowers at the cemetery. Also visible were rows of freshly dug graves, each adorned with wreaths in the shape and colors of Wagner's logo. pic.twitter.com/WEMKQGtPcH— Christiaan Triebert (@trbrtc) January 25, 2023
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Segja að vestrænir skriðdrekar brenni eins og aðrir Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, mun í dag tilkynna þýska þinginu ákvörðun sína um að flytja Leopard 2A6 skriðdreka til Úkraínu og leyfa ráðamönnum annarra ríkja sem nota skriðdrekana að senda einnig skriðdreka. 25. janúar 2023 10:50 Telur hæpið að Rússar verði reknir á brott á þessu ári Mark Milley, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, segist telja óraunhæft að búast við því að Úkraínumenn geti rekið allar rússneskar hersveitir út úr Úkraínu á þessu ári. Hann sagðist ekki telja það ómögulegt en sagðist telja að stríðið í Úkraínu myndi enda við samningaborðið, eins og flest önnur stríð. 21. janúar 2023 22:30 Serbar æfir vegna auglýsinga Wagner málaliðahópsins Rússneskt fréttamyndskeið þar sem serbneskir sjálfboðaliðar eru sagðir undirbúa sig undir að berjast við hlið Rússa í Úkraínu hefur vakið mikla reiði í Serbíu. Um er að ræða myndskeið framleidd af Wagner-málaliðahópnum, þar sem Serbar eru hvattir til að ganga til liðs við hópinn. 20. janúar 2023 07:19 Kokkur Pútíns segir hvert hús í Bakhmut vera virki Rússneski herinn á í basli með að brjóta varnir Úkraínumanna við Bakhmut á bak aftur þar sem „hvert hús er virki“, samkvæmt Yevgeny Prigozhin, eiganda Wagner Group málaliðahópsins. Hann og Wagner hafa leitt viðleitni Rússa við að ná tökum á bænum um mánaða skeið en víglínunum þar hefur verið lýst sem „hakkavél“. 3. janúar 2023 15:13 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Fleiri fréttir Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Segja að vestrænir skriðdrekar brenni eins og aðrir Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, mun í dag tilkynna þýska þinginu ákvörðun sína um að flytja Leopard 2A6 skriðdreka til Úkraínu og leyfa ráðamönnum annarra ríkja sem nota skriðdrekana að senda einnig skriðdreka. 25. janúar 2023 10:50
Telur hæpið að Rússar verði reknir á brott á þessu ári Mark Milley, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, segist telja óraunhæft að búast við því að Úkraínumenn geti rekið allar rússneskar hersveitir út úr Úkraínu á þessu ári. Hann sagðist ekki telja það ómögulegt en sagðist telja að stríðið í Úkraínu myndi enda við samningaborðið, eins og flest önnur stríð. 21. janúar 2023 22:30
Serbar æfir vegna auglýsinga Wagner málaliðahópsins Rússneskt fréttamyndskeið þar sem serbneskir sjálfboðaliðar eru sagðir undirbúa sig undir að berjast við hlið Rússa í Úkraínu hefur vakið mikla reiði í Serbíu. Um er að ræða myndskeið framleidd af Wagner-málaliðahópnum, þar sem Serbar eru hvattir til að ganga til liðs við hópinn. 20. janúar 2023 07:19
Kokkur Pútíns segir hvert hús í Bakhmut vera virki Rússneski herinn á í basli með að brjóta varnir Úkraínumanna við Bakhmut á bak aftur þar sem „hvert hús er virki“, samkvæmt Yevgeny Prigozhin, eiganda Wagner Group málaliðahópsins. Hann og Wagner hafa leitt viðleitni Rússa við að ná tökum á bænum um mánaða skeið en víglínunum þar hefur verið lýst sem „hakkavél“. 3. janúar 2023 15:13