„Hvaða blað er kötturinn að lesa?“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. janúar 2023 22:44 Kötturinn frægi úr myndbandi Bjarkar, sem fer hreinlega með stórleik. skjáskot „Ég fékk bara hugdettu, hvaða blað er kötturinn að lesa?“ segir Grétar Þór Sigurðsson spurður út í kveikjuna að stórskemmtilegu tísti þar sem hann svarar því sem margir hafa eflaust velt fyrir sér: hvað skyldi kötturinn í tónlistarmyndbandi Bjarkar fyrir lagið Triumph of a Heart vera að lesa? „Kisi hefur verið að glugga í Fréttablaðið frá 23. ágúst 2004 með morgunbollanum,“ skrifar Grétar Þór á Twitter. Hafið þið einhvern tímann velt því fyrir ykkur hvaða blað kötturinn í Triumph of a Heart er að lesa? ('I should buy a boat' kötturinn)Kisi hefur verið að glugga í Fréttablaðið frá 23. ágúst 2004 með morgunbollanum. pic.twitter.com/dXAHEbn5XO— Grétar Þór (@gretarsigurds) January 24, 2023 Grétar hafði þá komist að því hvaða dagblað kötturinn í myndbandi Bjarkar er að lesa eftir smá rannsóknarvinnu. „Ég hafði ekkert að gera þarna og gat alveg eins komist að því hvaða dagblað þetta sé í raun og veru. Lagið kom út árið 2004 og myndbandið 2005. Það var tekið upp á Íslandi þannig þetta hlaut að vera Fréttablaðið eða Morgunblaðið. Á Wikipedia-grein fyrir myndbandið komst ég svo að því hverjir tökudagar voru og þá minnkaði tímaramminn töluvert.“ Kötturinn fer í raun með stórleik í myndbandinu og lifir góðu lífi á internetinu þar sem fólk skrifar skemmtilegan texta við skjáskot af kisa að lesa dagblaðið, „Ég ætti að kaupa mér bát,“ hefur hann eflaust verið að hugsa. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=0z-rhM-dcO8">watch on YouTube</a> „Þetta er stórkostlegt myndband,“ segir Grétar, sem sjálfur starfar sem blaðamaður, í samtali við Vísi. „Ég hvet fólk sem hefur áhuga á íslenskri samtímalistasögu að horfa á myndbandið því þarna bregður fyrir öllu helsta listafólki okkar tíma á skemmtistaðnum Sirkus.“ Þó blaðamannaferillinn sé tiltölulega nýhafinn hjá Grétari eru kollegar hans farnir að leggja til að hann verði tilnefndur til blaðamannaverðlauna fyrir fyrrgreinda rannsóknarvinnu. Við tíst Grétars minnir Aðalsteinn Kjartansson, samstarfsfélagi Grétars á fréttamiðlinum Heimildinni, á að frestur til tilnefninga renni út 3. febrúar: https://t.co/86iUFfLDIg— Aðalsteinn (@adalsteinnk) January 24, 2023 Tónlist Kettir Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Fleiri fréttir Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Sjá meira
„Kisi hefur verið að glugga í Fréttablaðið frá 23. ágúst 2004 með morgunbollanum,“ skrifar Grétar Þór á Twitter. Hafið þið einhvern tímann velt því fyrir ykkur hvaða blað kötturinn í Triumph of a Heart er að lesa? ('I should buy a boat' kötturinn)Kisi hefur verið að glugga í Fréttablaðið frá 23. ágúst 2004 með morgunbollanum. pic.twitter.com/dXAHEbn5XO— Grétar Þór (@gretarsigurds) January 24, 2023 Grétar hafði þá komist að því hvaða dagblað kötturinn í myndbandi Bjarkar er að lesa eftir smá rannsóknarvinnu. „Ég hafði ekkert að gera þarna og gat alveg eins komist að því hvaða dagblað þetta sé í raun og veru. Lagið kom út árið 2004 og myndbandið 2005. Það var tekið upp á Íslandi þannig þetta hlaut að vera Fréttablaðið eða Morgunblaðið. Á Wikipedia-grein fyrir myndbandið komst ég svo að því hverjir tökudagar voru og þá minnkaði tímaramminn töluvert.“ Kötturinn fer í raun með stórleik í myndbandinu og lifir góðu lífi á internetinu þar sem fólk skrifar skemmtilegan texta við skjáskot af kisa að lesa dagblaðið, „Ég ætti að kaupa mér bát,“ hefur hann eflaust verið að hugsa. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=0z-rhM-dcO8">watch on YouTube</a> „Þetta er stórkostlegt myndband,“ segir Grétar, sem sjálfur starfar sem blaðamaður, í samtali við Vísi. „Ég hvet fólk sem hefur áhuga á íslenskri samtímalistasögu að horfa á myndbandið því þarna bregður fyrir öllu helsta listafólki okkar tíma á skemmtistaðnum Sirkus.“ Þó blaðamannaferillinn sé tiltölulega nýhafinn hjá Grétari eru kollegar hans farnir að leggja til að hann verði tilnefndur til blaðamannaverðlauna fyrir fyrrgreinda rannsóknarvinnu. Við tíst Grétars minnir Aðalsteinn Kjartansson, samstarfsfélagi Grétars á fréttamiðlinum Heimildinni, á að frestur til tilnefninga renni út 3. febrúar: https://t.co/86iUFfLDIg— Aðalsteinn (@adalsteinnk) January 24, 2023
Tónlist Kettir Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Fleiri fréttir Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Sjá meira