Kolbeinn skrifaði undir samning við Lyngby sem gildir fram á sumarið 2025. Hann hefur verið hjá Dortmund frá árinu 2019 og leikið með varaliði félagsins í þýsku 3. deildinni en þessi 23 ára gamli fyrrverandi leikmaður Fylkis hefur áður einnig verið á mála hjá Brentford og Groningen.
Hjá Lyngby mun Kolbeinn spila undir stjórn þjálfarans Freys Alexanderssonar sem kom liðinu í fyrra upp úr 1. deild og í úrvalsdeildina. Í liðinu eru tveir íslenskir leikmenn en það eru sóknarmennirnir Sævar Atli Magnússon og Alfreð Finnbogason.
KOLBEINN FINNSSON TIL LYNGBY Vi henter den 23-årige islænding Kolbeinn Finnsson i tyske Dortmund på en aftale frem til sommeren 2025! Læs mere her: https://t.co/rBHz4YchSG #sldk #SammenforLyngby #LyngbyBK pic.twitter.com/QsGUaDOroH
— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) January 25, 2023
Lyngby er á botni dönsku úrvalsdeildarinnar en liðið vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í síðasta leik fyrir vetrarfríið sem hófst um miðjan desember. Næsti leikur liðsins er við topplið Nordsjælland 19. febrúar þegar keppni í deildinni hefst að nýju. Lyngby er sex stigum á eftir næsta liði, AaB.