Spurði Jón hvort hann hyggðist láta skjóta sig með rafbyssu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. janúar 2023 11:38 Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra vísir/vilhelm Það verður að koma í ljós hvort Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hyggist prófa það að láta skjóta sig með rafbyssu. Þetta kom fram í svari hans við spurningu Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur, þingmanns Pírata og nefndarmanns í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis á opnum fundi nefndarinnar í gær. Þar sat Jón fyrir svörum um heimildir lögreglu til bera rafbyssur. Óskuðu nefndarmenn eftir nánari svörum við ýmsum spurningum sem vaknað hafa eftir að ný reglugerð dómsmálaráðherra um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna tók gildi. Helsta breytingin frá fyrri reglugerð er heimild til handa lögreglunni til að nota svokölluð rafvarnarvopn, rafbyssur í daglegu máli. Arndís var fyrsti nefndarmaðurinn til að bera upp spurningu. Krafði hún Jón um ýmis svör við spurningum á borð við hvað hann teldi kalla á rafbyssuvæðingu lögreglunnar og við hvaða aðstæður hann sæi fyrir sér að slíkum vopnum yrði beitt. Lokaspurning Arndísar til ráðherra hefur þó vakið hvað mesta athygli. „Að lokum langar mig til að spyrja, í þessari fyrstu umferð, hvort að ráðherra hyggist prófa að láta skjóta sig með slíku vopni áður en þau verða tekin til notkunar?“ spurði Arndís. Eftir að hafa farið yfir fyrri spurningar Arndísar, svaraði hann því að lokum hvort hann hyggðist láta prófa að skjóta sig með rafbyssu. „Hvort að ég hyggist aftur prófa það að láta skjóta mig með rafvarnarvopni. Það verður bara að koma í ljós,“ sagði Jón. Horfa má á spurningar Arndísar og svör Jóns í spilaranum hér fyrir neðan. Arndís hefur orðið frá 1:20 í spilaranum. Jón svarar frá 3:05 til 8:20. Svar Jóns við þeirri spurningu sem þessi frétt fjallar um má sjá frá mínútu 8:07. Ákvörðunin um að leyfa lögreglu að bera rafbyssur er umdeild. Umboðsmaður Alþingis hefur til að mynda óskað eftir skýringum frá Jóni, á því hvers vegna reglugerðarbreytingar sem snúa að því að veita lögreglumönnum rafbyssur hafi ekki verið teknar til umræðu innan ríkisstjórnar. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, þar sem meðal annars var rætt við, yfirmann menntamála lögreglu um þá þjálfun sem framundan er. Sagðist Ólafur telja að notkunin á rafvopnum muni hefjast í lok árs eða byrjun næsta. Það verði menntaðir lögreglumenn sem munu nota þau. Alþingi Rafbyssur Píratar Lögreglan Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mikil þjálfun framundan í notkun rafbyssa Reglugerð varðandi heimild lögreglu til að notast við rafbyssur hefur tekið gildi. Næsta skref er að kaupa vopnin og svo þarf að þjálfa lögreglumenn til að nota þau. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Ólaf Örn Bragason, yfirmann menntamála lögreglu um þá þjálfun sem framundan er. 24. janúar 2023 21:09 „Þá er hægur leikur að leyfa annan vopnaburð“ Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir skýringum frá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra, á því hvers vegna reglugerðarbreytingar sem snúa að því að veita lögreglumönnum rafbyssur hafi ekki verið teknar til umræðu innan ríkisstjórnar. Þingmaður Samfylkingar segir að ef hægt sé að leyfa rafbyssur án samráðs við ríkisstjórn sé hægur leikur að leyfa annan vopnaburð. 24. janúar 2023 17:40 Lögreglan hefur nú heimild til að nota rafbyssur Ný reglugerð dómsmálaráðherra um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna var birt í Stjórnartíðindum í dag og tekur þegar gildi. Helst breytingin frá fyrri reglugerð er heimild til handa lögreglunni til að nota svokölluð rafvarnarvopn, rafbyssur í daglegu máli. 23. janúar 2023 19:09 Bannað að beita vopnunum gegn fólki í slæmu ástandi og þunguðum konum Notkun rafvarnarvopna verður alltaf að vera nauðsynleg, réttlætanleg og taka mið af meðalhófsreglu. Ekki má beita þeim gegn einstaklingum í „áberandi slæmu líkamlegu ástandi eða konum sem eru augljóslega þungaðar“. 19. janúar 2023 13:07 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Þar sat Jón fyrir svörum um heimildir lögreglu til bera rafbyssur. Óskuðu nefndarmenn eftir nánari svörum við ýmsum spurningum sem vaknað hafa eftir að ný reglugerð dómsmálaráðherra um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna tók gildi. Helsta breytingin frá fyrri reglugerð er heimild til handa lögreglunni til að nota svokölluð rafvarnarvopn, rafbyssur í daglegu máli. Arndís var fyrsti nefndarmaðurinn til að bera upp spurningu. Krafði hún Jón um ýmis svör við spurningum á borð við hvað hann teldi kalla á rafbyssuvæðingu lögreglunnar og við hvaða aðstæður hann sæi fyrir sér að slíkum vopnum yrði beitt. Lokaspurning Arndísar til ráðherra hefur þó vakið hvað mesta athygli. „Að lokum langar mig til að spyrja, í þessari fyrstu umferð, hvort að ráðherra hyggist prófa að láta skjóta sig með slíku vopni áður en þau verða tekin til notkunar?“ spurði Arndís. Eftir að hafa farið yfir fyrri spurningar Arndísar, svaraði hann því að lokum hvort hann hyggðist láta prófa að skjóta sig með rafbyssu. „Hvort að ég hyggist aftur prófa það að láta skjóta mig með rafvarnarvopni. Það verður bara að koma í ljós,“ sagði Jón. Horfa má á spurningar Arndísar og svör Jóns í spilaranum hér fyrir neðan. Arndís hefur orðið frá 1:20 í spilaranum. Jón svarar frá 3:05 til 8:20. Svar Jóns við þeirri spurningu sem þessi frétt fjallar um má sjá frá mínútu 8:07. Ákvörðunin um að leyfa lögreglu að bera rafbyssur er umdeild. Umboðsmaður Alþingis hefur til að mynda óskað eftir skýringum frá Jóni, á því hvers vegna reglugerðarbreytingar sem snúa að því að veita lögreglumönnum rafbyssur hafi ekki verið teknar til umræðu innan ríkisstjórnar. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, þar sem meðal annars var rætt við, yfirmann menntamála lögreglu um þá þjálfun sem framundan er. Sagðist Ólafur telja að notkunin á rafvopnum muni hefjast í lok árs eða byrjun næsta. Það verði menntaðir lögreglumenn sem munu nota þau.
Alþingi Rafbyssur Píratar Lögreglan Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mikil þjálfun framundan í notkun rafbyssa Reglugerð varðandi heimild lögreglu til að notast við rafbyssur hefur tekið gildi. Næsta skref er að kaupa vopnin og svo þarf að þjálfa lögreglumenn til að nota þau. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Ólaf Örn Bragason, yfirmann menntamála lögreglu um þá þjálfun sem framundan er. 24. janúar 2023 21:09 „Þá er hægur leikur að leyfa annan vopnaburð“ Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir skýringum frá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra, á því hvers vegna reglugerðarbreytingar sem snúa að því að veita lögreglumönnum rafbyssur hafi ekki verið teknar til umræðu innan ríkisstjórnar. Þingmaður Samfylkingar segir að ef hægt sé að leyfa rafbyssur án samráðs við ríkisstjórn sé hægur leikur að leyfa annan vopnaburð. 24. janúar 2023 17:40 Lögreglan hefur nú heimild til að nota rafbyssur Ný reglugerð dómsmálaráðherra um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna var birt í Stjórnartíðindum í dag og tekur þegar gildi. Helst breytingin frá fyrri reglugerð er heimild til handa lögreglunni til að nota svokölluð rafvarnarvopn, rafbyssur í daglegu máli. 23. janúar 2023 19:09 Bannað að beita vopnunum gegn fólki í slæmu ástandi og þunguðum konum Notkun rafvarnarvopna verður alltaf að vera nauðsynleg, réttlætanleg og taka mið af meðalhófsreglu. Ekki má beita þeim gegn einstaklingum í „áberandi slæmu líkamlegu ástandi eða konum sem eru augljóslega þungaðar“. 19. janúar 2023 13:07 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Mikil þjálfun framundan í notkun rafbyssa Reglugerð varðandi heimild lögreglu til að notast við rafbyssur hefur tekið gildi. Næsta skref er að kaupa vopnin og svo þarf að þjálfa lögreglumenn til að nota þau. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Ólaf Örn Bragason, yfirmann menntamála lögreglu um þá þjálfun sem framundan er. 24. janúar 2023 21:09
„Þá er hægur leikur að leyfa annan vopnaburð“ Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir skýringum frá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra, á því hvers vegna reglugerðarbreytingar sem snúa að því að veita lögreglumönnum rafbyssur hafi ekki verið teknar til umræðu innan ríkisstjórnar. Þingmaður Samfylkingar segir að ef hægt sé að leyfa rafbyssur án samráðs við ríkisstjórn sé hægur leikur að leyfa annan vopnaburð. 24. janúar 2023 17:40
Lögreglan hefur nú heimild til að nota rafbyssur Ný reglugerð dómsmálaráðherra um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna var birt í Stjórnartíðindum í dag og tekur þegar gildi. Helst breytingin frá fyrri reglugerð er heimild til handa lögreglunni til að nota svokölluð rafvarnarvopn, rafbyssur í daglegu máli. 23. janúar 2023 19:09
Bannað að beita vopnunum gegn fólki í slæmu ástandi og þunguðum konum Notkun rafvarnarvopna verður alltaf að vera nauðsynleg, réttlætanleg og taka mið af meðalhófsreglu. Ekki má beita þeim gegn einstaklingum í „áberandi slæmu líkamlegu ástandi eða konum sem eru augljóslega þungaðar“. 19. janúar 2023 13:07