Miðvörðurinn Milan Škriniar nældi sér í tvö gul spjöld í fyrri hálfleik og því þurfti Inter að leika 50 mínútur manni færri. Það nýttu gestirnir sér og skoraði Tommaso Baldanzi eina mark leiksins á 66. mínútu þegar hann skilaði boltanum í netið með góðu skoti eftir sendingu frá Nedim Bajrami.
— Lega Serie A (@SerieA_EN) January 23, 2023
Inter had won each of their last nine #SerieA matches against @EmpoliFC. That streak is now over thanks to a BIG away win. #InterEmpoli pic.twitter.com/0pl00h32Et
Lokatölur 0-1 og Inter áfram í 3. sæti deildarinnar með 37 stig, líkt og Roma sem situr í 4. sætinu. Empoli er í 9. sæti með 25 stig, tveimur meira en Juventus sem er sæti neðar eftir að fimmtán stig voru dregin af liðinu á dögunum.