Hálkuvarnirnar fuku af í óveðrinu, landgangur mögulega ónýtur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. janúar 2023 20:01 Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir að félagið muni fara yfir með flugfélaginu Icelandair hvað olli því að flugvél félagsins losnaði af festingum og lenti á landgangi við Leifsstöð í gær. Vísir Mikið tjón varð þegar flugvél Icelandair rakst á landgang á Keflavíkurflugvelli í gær, landgangurinn er mögulega ónýtur og vængur vélarinnar skemmdur. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að atvikið verði rannsakað. Veðurofsinn hafi verið slíkur að hálkuvarnir hafi fokið af vellinum í gær. Flugvél Icelandair losnaði af festingu í ofsaveðrinu sem var á Keflavíkurflugvelli í gær og rakst á landgang sem er í umsjón Isavia. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir að óvenjulegar aðstæður hafi skapast á vellinum í gær. „Við og Icelandair þurfum að fara yfir hvað olli því nákvæmlega að þetta gerðist. Landgangurinn er töluvert skemmdur og verið að kanna hvort hann sé mögulega ónýtur. Það þarf að skoða hvernig þetta vildi til en vissulega voru aðstæður á vellinum þannig að það var mikil ísing og hálka og rok,“ segir Guðjón. Þá hafi hálkuvarnir hreinlega fokið af. „Í einhverjum tilvikum var vindurinn það mikill að efni sem við settum niður á brautir og stæður fauk út í veður og vind,“ segir Guðjón. Framkvæmdastjóri hjá Icelandair sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að svona atvik hafi komið upp áður. Vængur flugvélarinnar sem rakst í landganginn sé líka skemmdur. Isavia fundaði með rekstraraðilum vegna slæmrar veðurspár Guðjón segir að Isavia hafi fundað með rekstraraðilum strax á laugardagskvöld en þá hafði Veðurstofan gefið út viðvaranir fyrir svæðið. Samkvæmt upplýsingum þaðan var gefin út flaggspá á laugardagskvöldinu fyrir Isavía þar sem spáð var vindhraða yfir fimmtíu hnútum á vellinum frá klukkan sex á sunnudagsmorgninum og fram eftir degi. „Við upplýsum flugfélögin nákvæmlega um hver staðan er út frá því veðri sem er yfirvofandi hverju sinni ef útlit er fyrir að það hafi áhrif á starfsemina. Á endanum er það ákvörðun flugfélaganna hvernig þau haga sinni áætlun,“ segir Guðjón. Icelandair ákvað að halda áætlun og lenti átta flugvélum sem voru að koma frá Bandaríkjunum á vellinum snemma í gærmorgun. Farþegar tveggja þeirra komust inn í Leifsstöð en átta hundruð farþegar sex véla sátu fastir mest í næstum tólf tíma vegna veðursins. Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair sagði í fréttum Bylgjunnar í hádeginu að ekki hafi verið hægt að sjá aðstæðurnar fyrir. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem flugsamgöngur raskast út af veðri en Reykjanesbraut lokaðist í desember. Starfshópur innviðaráðherra um úrbætur skilaði af sér í dag en meðal þess sem kemur fram er að Vegagerðinni er nú heimilt að fjarlægja ökutæki sem hindra snjómokstur og skilgreina á varaleiðir komi til lokunar á Reykjanesbraut. Keflavíkurflugvöllur Icelandair Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Flugvél Icelandair losnaði af festingu í ofsaveðrinu sem var á Keflavíkurflugvelli í gær og rakst á landgang sem er í umsjón Isavia. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir að óvenjulegar aðstæður hafi skapast á vellinum í gær. „Við og Icelandair þurfum að fara yfir hvað olli því nákvæmlega að þetta gerðist. Landgangurinn er töluvert skemmdur og verið að kanna hvort hann sé mögulega ónýtur. Það þarf að skoða hvernig þetta vildi til en vissulega voru aðstæður á vellinum þannig að það var mikil ísing og hálka og rok,“ segir Guðjón. Þá hafi hálkuvarnir hreinlega fokið af. „Í einhverjum tilvikum var vindurinn það mikill að efni sem við settum niður á brautir og stæður fauk út í veður og vind,“ segir Guðjón. Framkvæmdastjóri hjá Icelandair sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að svona atvik hafi komið upp áður. Vængur flugvélarinnar sem rakst í landganginn sé líka skemmdur. Isavia fundaði með rekstraraðilum vegna slæmrar veðurspár Guðjón segir að Isavia hafi fundað með rekstraraðilum strax á laugardagskvöld en þá hafði Veðurstofan gefið út viðvaranir fyrir svæðið. Samkvæmt upplýsingum þaðan var gefin út flaggspá á laugardagskvöldinu fyrir Isavía þar sem spáð var vindhraða yfir fimmtíu hnútum á vellinum frá klukkan sex á sunnudagsmorgninum og fram eftir degi. „Við upplýsum flugfélögin nákvæmlega um hver staðan er út frá því veðri sem er yfirvofandi hverju sinni ef útlit er fyrir að það hafi áhrif á starfsemina. Á endanum er það ákvörðun flugfélaganna hvernig þau haga sinni áætlun,“ segir Guðjón. Icelandair ákvað að halda áætlun og lenti átta flugvélum sem voru að koma frá Bandaríkjunum á vellinum snemma í gærmorgun. Farþegar tveggja þeirra komust inn í Leifsstöð en átta hundruð farþegar sex véla sátu fastir mest í næstum tólf tíma vegna veðursins. Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair sagði í fréttum Bylgjunnar í hádeginu að ekki hafi verið hægt að sjá aðstæðurnar fyrir. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem flugsamgöngur raskast út af veðri en Reykjanesbraut lokaðist í desember. Starfshópur innviðaráðherra um úrbætur skilaði af sér í dag en meðal þess sem kemur fram er að Vegagerðinni er nú heimilt að fjarlægja ökutæki sem hindra snjómokstur og skilgreina á varaleiðir komi til lokunar á Reykjanesbraut.
Keflavíkurflugvöllur Icelandair Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira