„Það segir sig sjálft að Guðmundur er ekki á réttri leið með þetta lið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2023 08:02 Guðmundur Guðmundsson er með samning sem þjálfari íslenska liðsins fram yfir Ólympíuleikana í París 2024 en litlar sem engar líkur er að hann komi íslenska liðinu þangað. Vísir/Vilhelm Theódór Ingi Pálmason var gestur í nýjasta Handkastinu þar sem umræðuefnið var uppgjör á heimsmeistaramótinu í handbolta sem endaði hjá íslenska landsliðinu í gær. Theódór Ingi hefur sterkar skoðanir á þjálfaramálum íslenska liðsins sem stóðst ekki þær væntingar sem gerðar voru til liðsins fyrir þetta mót. „Fyrir fram hefur leiðin í átta liða úrslitin sennilega aldrei verið auðveldari en hún var núna. Það hefði verið nóg fyrir okkur að vinna Portúgal og Ungverjaland og þá hefðum við verið komnir í átta liða úrslitin. Í venjulegu móti hefðum við þurft að vinna töluvert sterkari andstæðinga til að komast þangað,“ sagði Theódór Ingi Pálmason sem var spurður um það hvort Guðmundur Guðmundsson væri á réttri leið með landsliðið. „Svarið er nei, hann er ekki á réttri leið með þetta lið. Ég hef tjáð mig um það áður að ég er með blautan draum um að Dagur Sigurðsson taki við þessu. Hann er með samning fram yfir Ólympíuleika 2024 sem er bara það sama og hjá Guðmundi Guðmundssyni,“ sagði Theódór Ingi. „Ég veit ekki hvort Dagur Sigurðsson vilji taka þetta en segjum sem svo að hann væri til í að taka þetta. Þá getur Guðmundur klárað sinn samning ef við getum treyst því að við fáum Dag þarna,“ sagði Theódór. „Ef að Dagur Sigurðsson gefur það út sterklega að hann hafi ekki áhuga á þessu starfi, vilji bara vera í Japan, framlengja við þá eða taka eitthvað annað starf erlendis þá eigum við bara að fara í það á fullu núna að reyna að finna einhvern framtíðarkost,“ sagði Theódór. „Það segir sig sjálft að Guðmundur er ekki á réttri leið með þetta lið. Ef þetta snýst um einhverjar krónur og aura. Við fengum frábæra kynslóð í fótboltanum fyrir tíu árum. Þá sóttum við Lars Lagerback. Þá hafði alveg verið umræða áður um að taka erlendan þjálfara,“ sagði Theódór. „Dagur Sigurðsson er þjálfari í heimsklassa þannig að þetta er eins og budget lega séð að taka erlendan þjálfara. Það hljóta að finnast einhverjar lausnir á því en fyrir mitt leyti þá væri ég til að sjá nýtt blóð þarna,“ sagði Theódór. Það má finna allt viðtalið við hann og allan þáttinn hér fyrir neðan. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira
Theódór Ingi hefur sterkar skoðanir á þjálfaramálum íslenska liðsins sem stóðst ekki þær væntingar sem gerðar voru til liðsins fyrir þetta mót. „Fyrir fram hefur leiðin í átta liða úrslitin sennilega aldrei verið auðveldari en hún var núna. Það hefði verið nóg fyrir okkur að vinna Portúgal og Ungverjaland og þá hefðum við verið komnir í átta liða úrslitin. Í venjulegu móti hefðum við þurft að vinna töluvert sterkari andstæðinga til að komast þangað,“ sagði Theódór Ingi Pálmason sem var spurður um það hvort Guðmundur Guðmundsson væri á réttri leið með landsliðið. „Svarið er nei, hann er ekki á réttri leið með þetta lið. Ég hef tjáð mig um það áður að ég er með blautan draum um að Dagur Sigurðsson taki við þessu. Hann er með samning fram yfir Ólympíuleika 2024 sem er bara það sama og hjá Guðmundi Guðmundssyni,“ sagði Theódór Ingi. „Ég veit ekki hvort Dagur Sigurðsson vilji taka þetta en segjum sem svo að hann væri til í að taka þetta. Þá getur Guðmundur klárað sinn samning ef við getum treyst því að við fáum Dag þarna,“ sagði Theódór. „Ef að Dagur Sigurðsson gefur það út sterklega að hann hafi ekki áhuga á þessu starfi, vilji bara vera í Japan, framlengja við þá eða taka eitthvað annað starf erlendis þá eigum við bara að fara í það á fullu núna að reyna að finna einhvern framtíðarkost,“ sagði Theódór. „Það segir sig sjálft að Guðmundur er ekki á réttri leið með þetta lið. Ef þetta snýst um einhverjar krónur og aura. Við fengum frábæra kynslóð í fótboltanum fyrir tíu árum. Þá sóttum við Lars Lagerback. Þá hafði alveg verið umræða áður um að taka erlendan þjálfara,“ sagði Theódór. „Dagur Sigurðsson er þjálfari í heimsklassa þannig að þetta er eins og budget lega séð að taka erlendan þjálfara. Það hljóta að finnast einhverjar lausnir á því en fyrir mitt leyti þá væri ég til að sjá nýtt blóð þarna,“ sagði Theódór. Það má finna allt viðtalið við hann og allan þáttinn hér fyrir neðan.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira