Þetta er það sem þarf að ganga upp svo Ísland komist í átta liða úrslit Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. janúar 2023 12:28 Það þarf ansi margt að ganga upp svo Ísland komist í átta liða úrslit heimameistaramótsins í handbolta. Vísir/Vilhelm Eftir tap íslenska karlalandsliðsins gegn Svíum síðastliðinn föstudag er draumur liðsins um sæti í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins nánast úr sögunni. Þó er enn vonarglæta og hér fyrir neðan verður farið yfir það sem þarf að ganga upp svo liðið komist áfram. Þrír seinustu leikir millirðils okkar Íslendinga fara fram í dag og ef íslenska liðið á að komast áfram þurfum við að treysta á hagstæð úrslit í öllum þremur leikjunum. Þrátt fyrir að aðeins ein umferð sé eftir eru enn fjórar þjóðir sem berjast um eitt sæti í átta liða úrslitum. Svíar hafa nú þegar tryggt sér sigur í milliriðlinum, en Ísland, Ungverjaland, Portúgal og Brasilía halda enn í vonina. Núna klukkan 14:30 mæta Ungverjar til leiks gegn Grænhöfðaeyjum og í þeim leik þurfum við Íslendingar að treysta á það að stigalaust lið Grænhöfðaeyja taki í það minnsta eitt stig af Ungverjum. Klukkan 17:00 mætir íslenska liðið svo til leiks gegn Brasilíu í leik sem verður annað hvort gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið, eða hálf tilgangslaus fyrir bæði lið. Eins og gefur að skilja vonumst við Íslendingar að sjálfsögðu eftir íslenskum sigri í þeim leik. Þrátt fyrir það að Ungverjar verði mögulega búnir að gera út um vonir okkar Íslendinga gæti þriðja sæti millirðilsins gefið þátttökurétt í undankeppni Ólympíuleikanna og því verður alltaf að einhverju að keppa hjá strákunum okkar. Ef svo ólíklega vill til að Grænhöfðaeyjar geri okkur greiða og taki stig af Ungverjum, og íslenska liðið klári svo sitt verkefni gegn Brasilíu, má búast við því að Íslendingar sitji límdir við skjáinn klukkan 19:30 þegar Svíþjóð og Portúgal mætast. Líklega munum við fyrirgefa Svíum, og þá aðalega markverðinum Andreas Palicka, ef Svíar taka í það minnsta stig af Portúgal því það myndi þýða að íslenska liðið væri á leið í átta liða úrslit sem liðið í öðru sæti milliriðils II. Þá er örlítill möguleiki á því að jafntefli dugi Íslandi inn átta liða úrslitin, en þá þurfa bæði Ungverjar og Portúgalar að tapa sínum leikjum. Eins og lesendur sjá er ansi margt sem þarf að ganga upp til að Ísland sé á leið í átta liða úrslit og um leið og einn hlekkurinn í keðjunni bregst slitnar keðjan í heild. Vinni Ungverjar fyrsta leik dagsins er draumurinn úr sögunni. Það sem þarf að gerast svo Ísland komist í átta liða úrslit - Grænhöfðaeyjar þurfa að taka að minnsta kosti eitt stig af Ungverjum í fyrsta leik dagsins. - Ísland þarf að vinna Brasilíu. - Svíar þurfa að taka að minnsta kosti eitt stig af Portúgal í seinasta leik dagsins. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Miklu meira af bakertíum á tækjunum í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Þrír seinustu leikir millirðils okkar Íslendinga fara fram í dag og ef íslenska liðið á að komast áfram þurfum við að treysta á hagstæð úrslit í öllum þremur leikjunum. Þrátt fyrir að aðeins ein umferð sé eftir eru enn fjórar þjóðir sem berjast um eitt sæti í átta liða úrslitum. Svíar hafa nú þegar tryggt sér sigur í milliriðlinum, en Ísland, Ungverjaland, Portúgal og Brasilía halda enn í vonina. Núna klukkan 14:30 mæta Ungverjar til leiks gegn Grænhöfðaeyjum og í þeim leik þurfum við Íslendingar að treysta á það að stigalaust lið Grænhöfðaeyja taki í það minnsta eitt stig af Ungverjum. Klukkan 17:00 mætir íslenska liðið svo til leiks gegn Brasilíu í leik sem verður annað hvort gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið, eða hálf tilgangslaus fyrir bæði lið. Eins og gefur að skilja vonumst við Íslendingar að sjálfsögðu eftir íslenskum sigri í þeim leik. Þrátt fyrir það að Ungverjar verði mögulega búnir að gera út um vonir okkar Íslendinga gæti þriðja sæti millirðilsins gefið þátttökurétt í undankeppni Ólympíuleikanna og því verður alltaf að einhverju að keppa hjá strákunum okkar. Ef svo ólíklega vill til að Grænhöfðaeyjar geri okkur greiða og taki stig af Ungverjum, og íslenska liðið klári svo sitt verkefni gegn Brasilíu, má búast við því að Íslendingar sitji límdir við skjáinn klukkan 19:30 þegar Svíþjóð og Portúgal mætast. Líklega munum við fyrirgefa Svíum, og þá aðalega markverðinum Andreas Palicka, ef Svíar taka í það minnsta stig af Portúgal því það myndi þýða að íslenska liðið væri á leið í átta liða úrslit sem liðið í öðru sæti milliriðils II. Þá er örlítill möguleiki á því að jafntefli dugi Íslandi inn átta liða úrslitin, en þá þurfa bæði Ungverjar og Portúgalar að tapa sínum leikjum. Eins og lesendur sjá er ansi margt sem þarf að ganga upp til að Ísland sé á leið í átta liða úrslit og um leið og einn hlekkurinn í keðjunni bregst slitnar keðjan í heild. Vinni Ungverjar fyrsta leik dagsins er draumurinn úr sögunni. Það sem þarf að gerast svo Ísland komist í átta liða úrslit - Grænhöfðaeyjar þurfa að taka að minnsta kosti eitt stig af Ungverjum í fyrsta leik dagsins. - Ísland þarf að vinna Brasilíu. - Svíar þurfa að taka að minnsta kosti eitt stig af Portúgal í seinasta leik dagsins.
Það sem þarf að gerast svo Ísland komist í átta liða úrslit - Grænhöfðaeyjar þurfa að taka að minnsta kosti eitt stig af Ungverjum í fyrsta leik dagsins. - Ísland þarf að vinna Brasilíu. - Svíar þurfa að taka að minnsta kosti eitt stig af Portúgal í seinasta leik dagsins.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Miklu meira af bakertíum á tækjunum í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira