Hafa nú verið í vélinni í um tólf klukkustundir Árni Sæberg skrifar 22. janúar 2023 12:19 Flugvélinni var lent í slæmu veðri. Myndin er úr safni, líkt og áhugamenn um flug sjá. Vísir/Vilhelm Farþegar í flugi Icelandair frá New York í nótt hafa nú varið um tólf klukkustundum um borð í flugvélinni, þar af sex á flugbraut í Keflavík. Einn farþeganna segir stemninguna í vélinni merkilega góða miðað við aðstæður. Aftakaveður og glerhálka er á Keflavíkurflugvelli, sem hefur orðið til þess að ekki hefur verið unnt að tæma flugvélar sem lentu þar í morgun. Helga Hlín Hákonardóttir er einn farþega í flugi Icelandair sem fór frá New York í nótt. Vélin lenti um sexleytið í morgun eftir um sex klukkustunda flug. Það gerir um hálfan sólarhring um borð í flugvélinni. Hún segir í samtali við Vísi að í þann mund sem vélinni var lent hafi gert mikið kóf og því séu farþegar ánægðir með að hafa náð að lenda yfir höfuð. Síðan hafi það gerst að önnur flugvél hafi þverað flugbrautina eftir að hafa fokið til í hálkunni. Það hafi gert það að verkum að vélin tafðist á leið sinni að flugstöðinni. Rúntuðu um í hálftíma Þá hafi flugvélinni verið ekið um flugvöllinn í um hálftíma þar til ljóst var að ekki yrði unnt að koma henni að flugstöðinni. Síðan þá hefur vélin setið kyrr. Helga Hlín segir að farþegar séu samstilltir í þeirri skoðun að um óviðráðanlegar aðstæður sé að ræða og áhöfn vélarinnar standi sig með mikilli prýði. Hins vegar segir hún það ákveðið ergelsi að flugvöllurinn hafi ekki verið sandaður í tæka tíð þegar lá fyrir að hált og hvasst yrði á vellinum. Farþegar rólegir Helga Hlín segir að farþegar séu ótrúlega rólegir miðað við biðina löngu og flugliðar sömuleiðis. Hún segir nokkur börn vera um borð og að farþegar vinni saman að því að hafa ofan af fyrir þeim. Varla hafi heyrst í þeim allar klukkustundirnar sex. Hún segir þó að biðin sé að verða erfið þeim farþegum sem glíma við líkamlega kvilla og eiga erfitt með kyrrsetuna. Þarf að komast norður í brúðkaup á morgun Helga Hlín segir engar upplýsingar liggja fyrir um það hvenær verður unnt að rýma flugvélina en að farþegar hafi verið ánægðir með að lesa að björgunarsveitir væru komnar í málið. Þá segir hún einnig óvissu vera uppi um það hvað tekur við þegar úr vélinni er komið. Hvort Reykjanesbrautin haldist opin og þar fram eftir götum. Sjálf þarf hún að komast norður til Akureyrar sem allra fyrst enda stendur til að dóttir hennar gifti sig þar á morgun. Fréttir af flugi Veður Keflavíkurflugvöllur Icelandair Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Sjá meira
Aftakaveður og glerhálka er á Keflavíkurflugvelli, sem hefur orðið til þess að ekki hefur verið unnt að tæma flugvélar sem lentu þar í morgun. Helga Hlín Hákonardóttir er einn farþega í flugi Icelandair sem fór frá New York í nótt. Vélin lenti um sexleytið í morgun eftir um sex klukkustunda flug. Það gerir um hálfan sólarhring um borð í flugvélinni. Hún segir í samtali við Vísi að í þann mund sem vélinni var lent hafi gert mikið kóf og því séu farþegar ánægðir með að hafa náð að lenda yfir höfuð. Síðan hafi það gerst að önnur flugvél hafi þverað flugbrautina eftir að hafa fokið til í hálkunni. Það hafi gert það að verkum að vélin tafðist á leið sinni að flugstöðinni. Rúntuðu um í hálftíma Þá hafi flugvélinni verið ekið um flugvöllinn í um hálftíma þar til ljóst var að ekki yrði unnt að koma henni að flugstöðinni. Síðan þá hefur vélin setið kyrr. Helga Hlín segir að farþegar séu samstilltir í þeirri skoðun að um óviðráðanlegar aðstæður sé að ræða og áhöfn vélarinnar standi sig með mikilli prýði. Hins vegar segir hún það ákveðið ergelsi að flugvöllurinn hafi ekki verið sandaður í tæka tíð þegar lá fyrir að hált og hvasst yrði á vellinum. Farþegar rólegir Helga Hlín segir að farþegar séu ótrúlega rólegir miðað við biðina löngu og flugliðar sömuleiðis. Hún segir nokkur börn vera um borð og að farþegar vinni saman að því að hafa ofan af fyrir þeim. Varla hafi heyrst í þeim allar klukkustundirnar sex. Hún segir þó að biðin sé að verða erfið þeim farþegum sem glíma við líkamlega kvilla og eiga erfitt með kyrrsetuna. Þarf að komast norður í brúðkaup á morgun Helga Hlín segir engar upplýsingar liggja fyrir um það hvenær verður unnt að rýma flugvélina en að farþegar hafi verið ánægðir með að lesa að björgunarsveitir væru komnar í málið. Þá segir hún einnig óvissu vera uppi um það hvað tekur við þegar úr vélinni er komið. Hvort Reykjanesbrautin haldist opin og þar fram eftir götum. Sjálf þarf hún að komast norður til Akureyrar sem allra fyrst enda stendur til að dóttir hennar gifti sig þar á morgun.
Fréttir af flugi Veður Keflavíkurflugvöllur Icelandair Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Sjá meira