Þjóðarhöllin mun kosta ryksugubarka í opinbera sjóði Tómas Ellert Tómasson skrifar 21. janúar 2023 13:01 Þrír vinir rituðu um margt upplýsandi grein á visir.is í gær, föstudag, í nafni samtaka arkitektastofa, félags ráðgjafarverkfræðinga og félags verktaka sem bar heitið „Hvað kostar Þjóðarhöllin?“. Upplýsandi var hún ekki fyrir fræðslugildið, hún var upplýsandi vegna nálgunarinnar og orðalagsins: „Framkvæmdin er umfangsmikil í samanburði við önnur mannvirki sem byggð hafa verið á Íslandi. Ekki síst af þeirri ástæðu er ljóst að mannvirkið verður í umræðunni á næstunni. Ein grunnforsenda þess að unnt sé að skiptast á skoðunum um kostnað framkvæmdarinnar, og annarra framkvæmda ef því er að skipta, er að allir þátttakendur þeirrar umræðu séu að tala út frá sömu forsendum. Á þetta hefur oft skort og er það miður.“ Ég er sammála því að nokkru leyti. En þetta er ekki skrifað af verkfræðingi með einbeitta og skýra sýn á verkefnið, það er alveg Týr-skýrt. Verkfræðingar er yfirhöfuð ekkert mikið að hafa opinbera skoðun á verkefnum sem þeim eru fengin til úrlausnar. Verkfræðingurinn einfaldlega leysir verkefnið sem hann best getur gert, í það og það sinnið. Þetta er skrifað af starfsmanni ráðuneytis og lesið yfir af ráðherra. Og síðar: „Góð kostnaðaráætlun er grundvöllur réttrar ákvarðanatöku en slík áætlun verður aldrei betri en þær upplýsingar sem hún byggir á“ Hárrétt, þetta er barnalega vel þekkt klisja úr verkfæðiheiminum og víðar, „The black box problem“ og er rituð af manneskju sem var að sjá fullyrðinguna í fyrsta sinn, uppveðraðist og fékk að láta hana standa því henni þótti hún svo merkileg. Og vegna þess að uppveðraða manneskjan ræður. Og að lokum segir svo í grein vinanna þriggja: „Það er fagnaðarefni að sjá afurð mikillar vinnu fulltrúa framangreindra félaga beitt í svo stórri byggingu sem Þjóðarhöllin er. Þó skoðanir kunni að vera skiptar á byggingunni er eitt víst að sú umræða verður byggð á mun sterkari grunni en áður hefur verið í ljósi þeirrar aðferðarfræði sem beitt er við gerð kostnaðaráætlunar Þjóðarhallarinnar. Við verðum nær því að ræða hvað Þjóðarhöllin mun mögulega kosta.“ Nei, það er ekki allskostar rétt. Ef það er markmiðið að byggja tvíburahöll Trondheim Spektrum erum við á leið í ofurdýrt plástra verkefni. Verkefnið í Þrándheimi kostaði um 6 milljarða íslenskra króna (317 m.nkr). Við ætlum sem sagt samkvæmt vinunum þremur að láta samskonar plástraverkefni kosta okkur tvö til þrefalt hærri fjárhæðir eða 12,75 milljarða til 18,75 milljarðar króna (700-1.000 þkr/m2), allt að eina milljón króna á fermeterinn. Skuggahverfisverð sem fáir útvaldir geta greitt, með víxlum. Til upplýsingar að þá var byggt 6.500m2 fjölnota íþróttahús á Selfossi fyrir 215 þkr/m2, sem tekið var í notkun fyrir skömmu. Annað orðalag í greininni er ekki á orðfæri verkfræðinga sem starfa á almennum markaði, nema þá kannski helst verkfræðinga sem eru í „liði“ með ákveðnum stjórnmálaflokkum eða til að njóta góðs af þeim, svokallaðir viðhlægjendur. Hár spáður byggingarkostnaður = Há þóknun sérfræðinga Sérfræðiráðgjöf (verkfræðiráðgjöf/hönnun/eftirlit) í mannvirkjagerð getur numið allt að 10-20% af framkvæmdakostnaðinum og mun hærra ef ekki er virkt eftirlit með framkvæmdinni af hálfu verkkaupa, sem allir sjá að er verulega vont ef verkkaupinn á að starfa í almannaþágu. Hvað varðar Þjóðarhöllina að þá sýnist mér samkvæmt þeim gögnum sem að ég hef séð að ráðgjafar verkefnisins séu að tala verkefnið upp í tvö- til þrefalt meiri kostnað en hægt væri að byggja fyrir, líklega til þess eins að fá hærri þóknun greidda fyrir verkefnið. Þóknun ráðgjafa til handa sérfræðingum fyrir hið opinbera er há. Það er ekki óalgengt að rukkaðar séu 30.000 þkr./klst með virðisaukaskatti fyrir hverja unna klukkustund verkfræðinga frá „stóru“ verkfræðistofunum. Það þekkist einnig að ráðgjafar geri hlutdeildarsamninga í verkefnum að undangengnu útboði. Ekkert útboð hefur þó farið fram vegna Þjóðarhallarinnar2. Í tilfelli Þjóðarhallarinnar gæti ráðgjafasamningurinn hljóðað upp á 1,5 til 3,0 milljarða króna. Það má gera nokkrar glærusýningar fyrir þá upphæð. Því miður stefnir allt í það að óbreyttu að Þjóðarhöllin muni kosta að settir verða ryksugubarkar í opinbera sjóði af þeim hinu sömu aðilum og hvöttu til niðurrifs Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins (RB) á sínum tíma. Til þess eins að koma sjálfum sér á framfæri á útseldum eftirhrunsbankauppgjörstöxtum án upplýsingaskyldu. Hvað er svo að gerast í rannsóknum byggingariðnaðarins í dag? Ekkert, ekki neitt. Það sama er að gerast með Þjóðarhöllina okkar. Ekkert, ekki neitt…nema fjáraustur til viðhlægjenda. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg Nokkrir áhugaverðir hlekkir: 500 milljónir króna í verkfræðiþjónustu í Árborg https://www.vb.is/frettir/afkoma-verkis-threfaldast/ https://www.vb.is/frettir/349-milljona-hagnadur-eflu/ https://www.vb.is/frettir/baeting-i-afkomu-mannvits-milli-ara/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Ný þjóðarhöll Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Skoðun Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er mikil Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þrír vinir rituðu um margt upplýsandi grein á visir.is í gær, föstudag, í nafni samtaka arkitektastofa, félags ráðgjafarverkfræðinga og félags verktaka sem bar heitið „Hvað kostar Þjóðarhöllin?“. Upplýsandi var hún ekki fyrir fræðslugildið, hún var upplýsandi vegna nálgunarinnar og orðalagsins: „Framkvæmdin er umfangsmikil í samanburði við önnur mannvirki sem byggð hafa verið á Íslandi. Ekki síst af þeirri ástæðu er ljóst að mannvirkið verður í umræðunni á næstunni. Ein grunnforsenda þess að unnt sé að skiptast á skoðunum um kostnað framkvæmdarinnar, og annarra framkvæmda ef því er að skipta, er að allir þátttakendur þeirrar umræðu séu að tala út frá sömu forsendum. Á þetta hefur oft skort og er það miður.“ Ég er sammála því að nokkru leyti. En þetta er ekki skrifað af verkfræðingi með einbeitta og skýra sýn á verkefnið, það er alveg Týr-skýrt. Verkfræðingar er yfirhöfuð ekkert mikið að hafa opinbera skoðun á verkefnum sem þeim eru fengin til úrlausnar. Verkfræðingurinn einfaldlega leysir verkefnið sem hann best getur gert, í það og það sinnið. Þetta er skrifað af starfsmanni ráðuneytis og lesið yfir af ráðherra. Og síðar: „Góð kostnaðaráætlun er grundvöllur réttrar ákvarðanatöku en slík áætlun verður aldrei betri en þær upplýsingar sem hún byggir á“ Hárrétt, þetta er barnalega vel þekkt klisja úr verkfæðiheiminum og víðar, „The black box problem“ og er rituð af manneskju sem var að sjá fullyrðinguna í fyrsta sinn, uppveðraðist og fékk að láta hana standa því henni þótti hún svo merkileg. Og vegna þess að uppveðraða manneskjan ræður. Og að lokum segir svo í grein vinanna þriggja: „Það er fagnaðarefni að sjá afurð mikillar vinnu fulltrúa framangreindra félaga beitt í svo stórri byggingu sem Þjóðarhöllin er. Þó skoðanir kunni að vera skiptar á byggingunni er eitt víst að sú umræða verður byggð á mun sterkari grunni en áður hefur verið í ljósi þeirrar aðferðarfræði sem beitt er við gerð kostnaðaráætlunar Þjóðarhallarinnar. Við verðum nær því að ræða hvað Þjóðarhöllin mun mögulega kosta.“ Nei, það er ekki allskostar rétt. Ef það er markmiðið að byggja tvíburahöll Trondheim Spektrum erum við á leið í ofurdýrt plástra verkefni. Verkefnið í Þrándheimi kostaði um 6 milljarða íslenskra króna (317 m.nkr). Við ætlum sem sagt samkvæmt vinunum þremur að láta samskonar plástraverkefni kosta okkur tvö til þrefalt hærri fjárhæðir eða 12,75 milljarða til 18,75 milljarðar króna (700-1.000 þkr/m2), allt að eina milljón króna á fermeterinn. Skuggahverfisverð sem fáir útvaldir geta greitt, með víxlum. Til upplýsingar að þá var byggt 6.500m2 fjölnota íþróttahús á Selfossi fyrir 215 þkr/m2, sem tekið var í notkun fyrir skömmu. Annað orðalag í greininni er ekki á orðfæri verkfræðinga sem starfa á almennum markaði, nema þá kannski helst verkfræðinga sem eru í „liði“ með ákveðnum stjórnmálaflokkum eða til að njóta góðs af þeim, svokallaðir viðhlægjendur. Hár spáður byggingarkostnaður = Há þóknun sérfræðinga Sérfræðiráðgjöf (verkfræðiráðgjöf/hönnun/eftirlit) í mannvirkjagerð getur numið allt að 10-20% af framkvæmdakostnaðinum og mun hærra ef ekki er virkt eftirlit með framkvæmdinni af hálfu verkkaupa, sem allir sjá að er verulega vont ef verkkaupinn á að starfa í almannaþágu. Hvað varðar Þjóðarhöllina að þá sýnist mér samkvæmt þeim gögnum sem að ég hef séð að ráðgjafar verkefnisins séu að tala verkefnið upp í tvö- til þrefalt meiri kostnað en hægt væri að byggja fyrir, líklega til þess eins að fá hærri þóknun greidda fyrir verkefnið. Þóknun ráðgjafa til handa sérfræðingum fyrir hið opinbera er há. Það er ekki óalgengt að rukkaðar séu 30.000 þkr./klst með virðisaukaskatti fyrir hverja unna klukkustund verkfræðinga frá „stóru“ verkfræðistofunum. Það þekkist einnig að ráðgjafar geri hlutdeildarsamninga í verkefnum að undangengnu útboði. Ekkert útboð hefur þó farið fram vegna Þjóðarhallarinnar2. Í tilfelli Þjóðarhallarinnar gæti ráðgjafasamningurinn hljóðað upp á 1,5 til 3,0 milljarða króna. Það má gera nokkrar glærusýningar fyrir þá upphæð. Því miður stefnir allt í það að óbreyttu að Þjóðarhöllin muni kosta að settir verða ryksugubarkar í opinbera sjóði af þeim hinu sömu aðilum og hvöttu til niðurrifs Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins (RB) á sínum tíma. Til þess eins að koma sjálfum sér á framfæri á útseldum eftirhrunsbankauppgjörstöxtum án upplýsingaskyldu. Hvað er svo að gerast í rannsóknum byggingariðnaðarins í dag? Ekkert, ekki neitt. Það sama er að gerast með Þjóðarhöllina okkar. Ekkert, ekki neitt…nema fjáraustur til viðhlægjenda. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg Nokkrir áhugaverðir hlekkir: 500 milljónir króna í verkfræðiþjónustu í Árborg https://www.vb.is/frettir/afkoma-verkis-threfaldast/ https://www.vb.is/frettir/349-milljona-hagnadur-eflu/ https://www.vb.is/frettir/baeting-i-afkomu-mannvits-milli-ara/
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun