Denver-liðið var án síns besta leikmanns, Nikola Jokic, sem er að glíma við meiðsli. Það kom þó ekki niður á sóknarleik liðsins og Denver leiddi með níu stigum að loknum fyrsta leikhluta, 37-28. Meira jafnræði var með liðunum í öðrum leikhluta og munurinn var átta stig þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleikshléið, staðan 61-53, Denver í vil.
Heimamenn í Denver fundu þó taktinn á ný í síðari hálfleik og sigldu jafnt og þétt lengra frá Indiana-liðinu. Heimamenn unnu að lokum nokkuð öruggan 23 stiga sigur, 134-11, og liðið hefur nú unnið níu leiki í röð.
Jamal Murray's first-career triple-double helps the @nuggets win their 9th in a row!
— NBA (@NBA) January 21, 2023
Aaron Gordon: 28 PTS (11-15 FGM)
Michael Porter Jr.: 19 PTS, 8 REB
Bruce Brown: 17 PTS
For more, download the NBA app:
📲 https://t.co/WFdLNEjQ9Y pic.twitter.com/v4GozyLNT2
Aaron Gordon fór fyrir sóknarleik heimamanna og skoraði 28 stig, ásamt því að taka fimm fráköst og gefa sex stoðsendingar. Í liði Indiana var Bennedict Mathurin atkvæðamestur með 19 stig.
Denver trónir á toppi Vesturdeildarinnar með 33 sigra og 13 töp, en Indiana situr hins vegar í níunda sæti Austurdeildarinnar með 23 sigra og 24 töp.
Úrslit næturinnar
Orlando Magic 123-110 New Orleans Pelicans
Atlanta Hawks 139–124 New York Knicks
Cleveland Cavaliers 114–120 Golden State Warriors
Dallas Mavericks 115–90 Miami Heat
San Antonio Spurs 126–131 LA Clippers
Denver Nuggets 134–111 Indiana Pacers
Utah Jazz 106–117 Brooklyn Nets
LA Lakers 122–121 Memphis Grizzlies
Sacramento Kings 118–113 Oklahoma City Thunder