„Ég er með ævintýri til að segja frá“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. janúar 2023 17:36 Björgunarsveitir létu þau sem sátu föst síga niður. Vísir/Andrew Davies Fjölmennt lið björgunarsveita var kallað út á skíðasvæðið í Hlíðarfjall við Akureyri í dag þegar önnur stólalyftan þar bilaði, með þeim afleiðingum að 21 skíðakappi sat fastur í á þriðja tíma í lyftunni. Ástralskur ferðamaður sem sat fastur var ánægður með viðbragð björgunaraðila. Það brast skyndilega á með miklu hvassviðri í Hlíðarfjalli um dag sem hafði þær afleiðingar að Fjarkinn, önnur stólalyfta svæðisins, réði ekki við vindinn. „Við bara köllum út viðbragðsaðila og förum að vinna í það að fara í neyðarkeyrslu með lyftuna og sjá hvernig það gengur. Vírinn fer út af lyftunni og þá er ákveðið að tæma lyftu,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í samtali við Vísi. Björgunarsveitarmenn í Hlíðarfjalli síðdegis í dag.Vísir/Tryggvi Páll Þá voru björgunarsveitir kallaðar út samkvæmt viðbragsáætlun. 21 skíðakappi sat fastur í stólunum. Þar á meðal var ástralski ferðamaðurinn Andrew Davies, sem er á ferð um Ísland með syni sínum. Þeim varð ekki meint af því að sitja fastir. „Allan tímann sem við erum þarna erum við þétt við hvort annað, reyna að halda hita á okkur. Við erum heppin í dag því að hitastigið var ekki svo lítið, jafn vel þótt vindurinn hafi verið mikill. Það var vindkæling en það var ekki svo slæmt, þannig að okkur leið ekkert svo illa,“ segir Andrew í samtali við fréttastofu. Andrew Davies og sonur hans, fastir í Fjarkanum.Vísir/ Andrew Davies Hann reiknar með að hafa verið fastur í á þriðja tíma, en hafði þó ekki miklar áhyggjur. „Við sáum að það var nóg af fólki á leið upp og niður á snjósleðum svo að við sáum að það var eitthvað að gerast, þannig að okkur leið ekki eins og við værum ein. Ég ætla ekki að segja að við höfum ekki litið niður og hugsað hvort ég gæti dottið niður, myndi ég lifa það af? Ég hugsaði í versta falli myndi ég fótbrotna en verri hlutir en það geta gerst,“ sagði hann. Fjölmennt lið björgunarsveita var kallað útVísir/Andrew Davies Björgunaraðgerðir gengu vel en strandaglóparnir voru látnir síga niður. Engum varð meint af. „Það var enginn sem hlaut skaða af, enginn sem þurfti áfallahjálp. Það var einn sem að var orðinn kaldur en ég held að allir hafi braggast vel,“ segir Brynjar Helgi. Sjálfur segist Andrew vera kominn með góða sögu til að segja þegar hann kemur heim „Ég er með ævintýri til að segja frá. Ég er með nokkrar myndir til að sýna fjölskyldunni minni þegar ég kem heim.“ Veður Skíðasvæði Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Lögreglumál Akureyri Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira
Það brast skyndilega á með miklu hvassviðri í Hlíðarfjalli um dag sem hafði þær afleiðingar að Fjarkinn, önnur stólalyfta svæðisins, réði ekki við vindinn. „Við bara köllum út viðbragðsaðila og förum að vinna í það að fara í neyðarkeyrslu með lyftuna og sjá hvernig það gengur. Vírinn fer út af lyftunni og þá er ákveðið að tæma lyftu,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í samtali við Vísi. Björgunarsveitarmenn í Hlíðarfjalli síðdegis í dag.Vísir/Tryggvi Páll Þá voru björgunarsveitir kallaðar út samkvæmt viðbragsáætlun. 21 skíðakappi sat fastur í stólunum. Þar á meðal var ástralski ferðamaðurinn Andrew Davies, sem er á ferð um Ísland með syni sínum. Þeim varð ekki meint af því að sitja fastir. „Allan tímann sem við erum þarna erum við þétt við hvort annað, reyna að halda hita á okkur. Við erum heppin í dag því að hitastigið var ekki svo lítið, jafn vel þótt vindurinn hafi verið mikill. Það var vindkæling en það var ekki svo slæmt, þannig að okkur leið ekkert svo illa,“ segir Andrew í samtali við fréttastofu. Andrew Davies og sonur hans, fastir í Fjarkanum.Vísir/ Andrew Davies Hann reiknar með að hafa verið fastur í á þriðja tíma, en hafði þó ekki miklar áhyggjur. „Við sáum að það var nóg af fólki á leið upp og niður á snjósleðum svo að við sáum að það var eitthvað að gerast, þannig að okkur leið ekki eins og við værum ein. Ég ætla ekki að segja að við höfum ekki litið niður og hugsað hvort ég gæti dottið niður, myndi ég lifa það af? Ég hugsaði í versta falli myndi ég fótbrotna en verri hlutir en það geta gerst,“ sagði hann. Fjölmennt lið björgunarsveita var kallað útVísir/Andrew Davies Björgunaraðgerðir gengu vel en strandaglóparnir voru látnir síga niður. Engum varð meint af. „Það var enginn sem hlaut skaða af, enginn sem þurfti áfallahjálp. Það var einn sem að var orðinn kaldur en ég held að allir hafi braggast vel,“ segir Brynjar Helgi. Sjálfur segist Andrew vera kominn með góða sögu til að segja þegar hann kemur heim „Ég er með ævintýri til að segja frá. Ég er með nokkrar myndir til að sýna fjölskyldunni minni þegar ég kem heim.“
Veður Skíðasvæði Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Lögreglumál Akureyri Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira