Ábending til stjórnar Starfsgreinasambandsins: Leysið hnútinn. Víkið óttanum frá SA Birgir Dýrfjörð skrifar 20. janúar 2023 17:02 Það er öllum ljóst, sem fylgst hafa með nýgerðum kjarasamningum að talsmenn Samtaka Atvinnulífsins (SA) fullyrða að ekki sé hægt að semja við Eflingu um önnur kjör en þau, sem SA hefur nú þegar samið um við Starfsgreinasambandið. (SGS) Ef þeir gera skárri samning við Eflingu, þá gæti SGS gert kröfu um , að taka upp samningana, sem Samtök Atvinnulífsins hafa nýlega lokið við. SA hafi heitið SGS trúnaði við þá kröfu. Af þeim ástæðum sé ekki hægt að semja við láglaunafólkið í Eflingu. Það muni leiða til kröfu um upptöku á nýgerðum samningum. Ratar hann ekki heim? Spurt er. Munu kjör fólks í SGS rýrna, ef láglaunafólki í Eflingu tekst að kría út staðaruppbót? Mun kaupmáttur þess rýrna takist Eflingu að knýja fram lög, sem hamla gegn siðlausri húsaleigu? Vilhjálmur Birgisson hefur marg lýst því yfir og lofað að, hann muni ekki skipta sér af samningum Eflingar við Samtök Atvinnulífsins. Af hverju kemur hann þá á ögurstundu, og stígur fram fyrir skjöldu, og undir högg til varnar SA? Af hverju hæðist hann að rökstuddum kröfum Eflingar um þörf á staðaruppbót? Af hverju hæðist hann, að Eflingu, og spyr hvort hún vilji láta greiða laun eftir póstnúmerum? Er stjórn SGS hrædd við, að Efling nái betri samningi en hún sjálf við SA? Af hverju leggst gæðasálin, Vilhjálmur Birgisson í þetta fleti? Ratar hann ekki heim? Eftirmáli: Samtök atvinnulífsins fullyrða að ekki sé hægt að mæta kröfum Eflingar um staðaruppbót. Því að, þá komi önnur félög með kröfu um upptöku á nýgerðum samningum. Komi sú krafa frá stjórn SGS, þá sé SA bundið trúnaði, um það, að verða við henni. Stjórn SGS getur því auðveldað lausn deilunnar. Hún þarf aðeins, að senda yfirlýsingu til SA um það, að Starfsgreinasambandið muni ekki krefjast nýrra samninga þó samið verði við Eflingu. Með slíka yfirlýsingu í höndum geta Samtök Atvinnulífsins verið óhrædd, að ræða og gera samninga við Eflingu, án þess að rjúfa trúnað og óttast, að aðrir samningar fari úr böndunum. Spurningin er. Vill stjórn SGS hjálpa lægst launuðu stéttinni, að bæta kjör sín? já eða nei. Höfundur er rafvirki og virkur félagi í Samfylkingunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Birgir Dýrfjörð Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er öllum ljóst, sem fylgst hafa með nýgerðum kjarasamningum að talsmenn Samtaka Atvinnulífsins (SA) fullyrða að ekki sé hægt að semja við Eflingu um önnur kjör en þau, sem SA hefur nú þegar samið um við Starfsgreinasambandið. (SGS) Ef þeir gera skárri samning við Eflingu, þá gæti SGS gert kröfu um , að taka upp samningana, sem Samtök Atvinnulífsins hafa nýlega lokið við. SA hafi heitið SGS trúnaði við þá kröfu. Af þeim ástæðum sé ekki hægt að semja við láglaunafólkið í Eflingu. Það muni leiða til kröfu um upptöku á nýgerðum samningum. Ratar hann ekki heim? Spurt er. Munu kjör fólks í SGS rýrna, ef láglaunafólki í Eflingu tekst að kría út staðaruppbót? Mun kaupmáttur þess rýrna takist Eflingu að knýja fram lög, sem hamla gegn siðlausri húsaleigu? Vilhjálmur Birgisson hefur marg lýst því yfir og lofað að, hann muni ekki skipta sér af samningum Eflingar við Samtök Atvinnulífsins. Af hverju kemur hann þá á ögurstundu, og stígur fram fyrir skjöldu, og undir högg til varnar SA? Af hverju hæðist hann að rökstuddum kröfum Eflingar um þörf á staðaruppbót? Af hverju hæðist hann, að Eflingu, og spyr hvort hún vilji láta greiða laun eftir póstnúmerum? Er stjórn SGS hrædd við, að Efling nái betri samningi en hún sjálf við SA? Af hverju leggst gæðasálin, Vilhjálmur Birgisson í þetta fleti? Ratar hann ekki heim? Eftirmáli: Samtök atvinnulífsins fullyrða að ekki sé hægt að mæta kröfum Eflingar um staðaruppbót. Því að, þá komi önnur félög með kröfu um upptöku á nýgerðum samningum. Komi sú krafa frá stjórn SGS, þá sé SA bundið trúnaði, um það, að verða við henni. Stjórn SGS getur því auðveldað lausn deilunnar. Hún þarf aðeins, að senda yfirlýsingu til SA um það, að Starfsgreinasambandið muni ekki krefjast nýrra samninga þó samið verði við Eflingu. Með slíka yfirlýsingu í höndum geta Samtök Atvinnulífsins verið óhrædd, að ræða og gera samninga við Eflingu, án þess að rjúfa trúnað og óttast, að aðrir samningar fari úr böndunum. Spurningin er. Vill stjórn SGS hjálpa lægst launuðu stéttinni, að bæta kjör sín? já eða nei. Höfundur er rafvirki og virkur félagi í Samfylkingunni.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar