Fólk á flótta svelt til hlýðni Björn Leví Gunnarsson skrifar 20. janúar 2023 15:30 Ein af tillögum dómsmálaráðherra í útlendingafrumvarpinu er að svipta umsækjendur réttindum 30 dögum eftir að ákvörðun verður „endanleg á stjórnsýslustigi”. Á mannamáli þýðir þetta að eftir að kærunefnd útlendingamála hefur skilað sinni niðurstöðu um umsóknina gilda réttindi umsækjandans aðeins í 30 daga í viðbót. Þetta á ekki bara við um fæði og húsaskjól, heldur einnig heilbrigðisþjónustu. Á þessu ákvæði er undantekning: “Þó er ekki heimilt að fella niður réttindi barna, foreldra eða umsjónarmanna þeirra og annarra heimilismanna sem teljast til ættingja barna, barnshafandi kvenna, alvarlega veikra einstaklinga og fatlaðra einstaklinga með langvarandi stuðningsþarfir”. Enn eitt flækjustigið En hvað með barn sem er einsamalt á ferð og verður 18 ára á meðan málsmeðferð stendur? Hvað með einstaklinga sem bíða brottflutnings af hálfu stjórnvalda sem dregst fram yfir þessa 30 daga? Svo margt er óskýrt og illa unnið. Svona hroðvirkni býr til undantekningartilfelli, tilfelli sem falla milli stafs og hurðar, og bæta við meiri vinnu í kringum umsóknirnar. Útlendingafrumvarpið býr bara til enn annað flækjustigið sem þarf að skoða og rökstyðja og býr til enn meiri vinnu fyrir stjórnsýsluna í málsmeðferð og kæruferli. Samt segja Sjálfstæðismenn að þetta frumvarp eigi að bæta skilvirkni kerfisins. Það er augljóslega vitleysa. Kannski er bara verið að huga að kostnaði í svona fullyrðingum, en það gengur ekki einu sinni upp heldur – því það eru ekki svo margir sem falla undir þessar undantekningar. Að minnsta kosti ekki það margir að það borgi upp stjórnsýslukostnaðinn og möguleikann á því að rangar ákvarðanir séu teknar vegna þessara undantekninga – og jafnvel með tilheyrandi réttarhöldum og skaðabótum í kjölfarið. Ekki spurning um peninga Þegar allt kemur til alls snýst þetta fyrst og fremst um að gera stjórnvöldum kleift að henda fólki úr landi, ekki að spara peninga. Fólk vill stundum láta eins og það sé svo rosalega aðlaðandi að koma til Íslands að hingað flykkist tækifærissinnar sem þykist vera flóttafólk – en við vitum fullvel að sú er ekki raunin. Lang, lang flestir umsækjendur sækja um alþjóðlega vernd í góðri trú um að þau hafi rétt á því. Enda vitum við að fjöldi svokallaðra “tilhæfulausra” umsókna er hverfandi lítill: “Frá upphafi árs 2020 til ársloka 2022 [hafa] alls 32 umsóknir um alþjóðlega vernd verið metnar tilhæfulausar. Þar af voru níu árið 2020, fjórtán árið 2021 og níu í fyrra.” Af þúsundum umsókna eru örfáar tilhæfulausar. Og engan ætti að undra að tilhæfulausar umsóknir séu fáar sem engar, enda er hlutskipti umsækjenda um alþjóðlega vernd ekki sérstaklega öfundsvert. Fólk sem hefur þurft að yfirgefa átthaga sína vegna ofsókna eða ofbeldis kemur hingað til lands og er mætt með tortryggni. Umsækjendur fá nokkra þúsundkalla á mánuði í vasapening frá ríkinu og herbergiskytru sem þau deila með öðru fólki. Það er ekki eftirsóknarvert líf að koma hingað til lands til þess eins að velkjast um í kerfinu. Umsækjendur um vernd sveltir til hlýðni En einmitt á þessum vitleysisforsendum á að gera kerfið ennþá flóknara og óskilvirkara, með þeim afleiðingum að enn fleiri umsækjendur lenda á götunni með tilheyrandi aukalegum kostnaði fyrir kerfið, álagi á heilbrigðisstofnanir og aðra opinbera þjónustu. Fólk sem kemst ekki af landi brott sjálft fer auðvitað ekkert og verður því einfaldlega á götunni - nema kannski að það verði fórnarlamb mansals. Í rauninni er ríkisstjórnin hér að leggja til að lögum samkvæmt verði stjórnvöldum kleift að svelta umsækjendur um alþjóðlega vernd til hlýðni – siðleysi bundið í lög. Hérna er verið að selja mannréttindi fyrir algjöran spottprís: áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. Ég vona að Katrín Jakobsdóttir og þingflokkur Vinstri grænna eigi góðar birgðir af svefnlyfjum. Ef ég væri í þeirra stöðu þyrfti ég á þeim að halda ef ég ætlaði að sofa á næturnar með þetta á samviskunni. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ein af tillögum dómsmálaráðherra í útlendingafrumvarpinu er að svipta umsækjendur réttindum 30 dögum eftir að ákvörðun verður „endanleg á stjórnsýslustigi”. Á mannamáli þýðir þetta að eftir að kærunefnd útlendingamála hefur skilað sinni niðurstöðu um umsóknina gilda réttindi umsækjandans aðeins í 30 daga í viðbót. Þetta á ekki bara við um fæði og húsaskjól, heldur einnig heilbrigðisþjónustu. Á þessu ákvæði er undantekning: “Þó er ekki heimilt að fella niður réttindi barna, foreldra eða umsjónarmanna þeirra og annarra heimilismanna sem teljast til ættingja barna, barnshafandi kvenna, alvarlega veikra einstaklinga og fatlaðra einstaklinga með langvarandi stuðningsþarfir”. Enn eitt flækjustigið En hvað með barn sem er einsamalt á ferð og verður 18 ára á meðan málsmeðferð stendur? Hvað með einstaklinga sem bíða brottflutnings af hálfu stjórnvalda sem dregst fram yfir þessa 30 daga? Svo margt er óskýrt og illa unnið. Svona hroðvirkni býr til undantekningartilfelli, tilfelli sem falla milli stafs og hurðar, og bæta við meiri vinnu í kringum umsóknirnar. Útlendingafrumvarpið býr bara til enn annað flækjustigið sem þarf að skoða og rökstyðja og býr til enn meiri vinnu fyrir stjórnsýsluna í málsmeðferð og kæruferli. Samt segja Sjálfstæðismenn að þetta frumvarp eigi að bæta skilvirkni kerfisins. Það er augljóslega vitleysa. Kannski er bara verið að huga að kostnaði í svona fullyrðingum, en það gengur ekki einu sinni upp heldur – því það eru ekki svo margir sem falla undir þessar undantekningar. Að minnsta kosti ekki það margir að það borgi upp stjórnsýslukostnaðinn og möguleikann á því að rangar ákvarðanir séu teknar vegna þessara undantekninga – og jafnvel með tilheyrandi réttarhöldum og skaðabótum í kjölfarið. Ekki spurning um peninga Þegar allt kemur til alls snýst þetta fyrst og fremst um að gera stjórnvöldum kleift að henda fólki úr landi, ekki að spara peninga. Fólk vill stundum láta eins og það sé svo rosalega aðlaðandi að koma til Íslands að hingað flykkist tækifærissinnar sem þykist vera flóttafólk – en við vitum fullvel að sú er ekki raunin. Lang, lang flestir umsækjendur sækja um alþjóðlega vernd í góðri trú um að þau hafi rétt á því. Enda vitum við að fjöldi svokallaðra “tilhæfulausra” umsókna er hverfandi lítill: “Frá upphafi árs 2020 til ársloka 2022 [hafa] alls 32 umsóknir um alþjóðlega vernd verið metnar tilhæfulausar. Þar af voru níu árið 2020, fjórtán árið 2021 og níu í fyrra.” Af þúsundum umsókna eru örfáar tilhæfulausar. Og engan ætti að undra að tilhæfulausar umsóknir séu fáar sem engar, enda er hlutskipti umsækjenda um alþjóðlega vernd ekki sérstaklega öfundsvert. Fólk sem hefur þurft að yfirgefa átthaga sína vegna ofsókna eða ofbeldis kemur hingað til lands og er mætt með tortryggni. Umsækjendur fá nokkra þúsundkalla á mánuði í vasapening frá ríkinu og herbergiskytru sem þau deila með öðru fólki. Það er ekki eftirsóknarvert líf að koma hingað til lands til þess eins að velkjast um í kerfinu. Umsækjendur um vernd sveltir til hlýðni En einmitt á þessum vitleysisforsendum á að gera kerfið ennþá flóknara og óskilvirkara, með þeim afleiðingum að enn fleiri umsækjendur lenda á götunni með tilheyrandi aukalegum kostnaði fyrir kerfið, álagi á heilbrigðisstofnanir og aðra opinbera þjónustu. Fólk sem kemst ekki af landi brott sjálft fer auðvitað ekkert og verður því einfaldlega á götunni - nema kannski að það verði fórnarlamb mansals. Í rauninni er ríkisstjórnin hér að leggja til að lögum samkvæmt verði stjórnvöldum kleift að svelta umsækjendur um alþjóðlega vernd til hlýðni – siðleysi bundið í lög. Hérna er verið að selja mannréttindi fyrir algjöran spottprís: áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. Ég vona að Katrín Jakobsdóttir og þingflokkur Vinstri grænna eigi góðar birgðir af svefnlyfjum. Ef ég væri í þeirra stöðu þyrfti ég á þeim að halda ef ég ætlaði að sofa á næturnar með þetta á samviskunni. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar