Ofvirkur og liðsfélagar hans gerðu sér lítið fyrir og unnu sigur gegn toppliði Atlantic Esports er liðin áttust við í gær.
Sigur Ármanns þýðir að toppbaráttan er nú galopin þegar við höldum í seinni Ofurlaugardag tímabilsins þar sem heil umferð verður leikin á morgun.
Í stöðunni 12-9, Atlantic í vil, tók ofvirkur málin í sínar hendur og kláraði lotuna með því að taka út þrjá meðlimi toppliðsins á innan við fimm sekúndum. Þessi frábæru tilþrif má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.