Handbolti

Rekinn af velli fyrir að bíta andstæðing

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Dómari leiksins sýnir Paul Skorupa rauða spjaldið.
Dómari leiksins sýnir Paul Skorupa rauða spjaldið. Vísir/AFP

Bandaríski handboltamaðurinn Paul Skorupa er á leið í bann eftir að hafa bitið Husain Al-Sayyad í leik Bandaríkjanna og Barein í dag.

Al-Sayyd er einn mesti markaskorari bareinska liðsins og hann gerði sér lítið fyrir og skoraði ellefu mörk er Barein vann fimm marka sigur gegn Bandaríkjunum í dag, 32-27.

Eitthvað hefur það farið í taugarnar á Skorupa að einn og sami maðurinn hafi skorað svona reglulega fram hjá sér og öðrum varnarmönnum bandaríska liðsins og tók þá á það ráð að bíta leikmanninn í handlegginn eftir um fjörtíu mínútna leik.

Eins og gefur að skilja var Al-Sayyd sárþjáður eftir þetta óvanalega atvik. Dómarar leiksins ákváðu því að skoða atvikið í VAR-skjánum og sýndu Skorupa í kjölfarið rautt spjald og að lokum blátt.

Atvikið fer því á skýrslu og verður tekið fyrir af aganefnd og mun að öllum líkindum leiða til þess að Skorupa er á leið í bann.

Hér má sjá Paul Skorupa bíta í handlegginn á Al-Sayyd.Skjáskot



Fleiri fréttir

Sjá meira


×