Guðmundur Andri Tryggvason skoraði tvö mörk fyrir Valsmenn gegn Leikni í kvöld og Þorsteinn Emil Jónsson eitt. Valsmenn voru ekkert að tvínóna við hlutina og skoruðu öll þrjú mörkin á fyrsta hálftíma leiksins.
Þá sáu Albert Hafsteinsson og Guðmundur Magnússon um markaskorun Framara í fyrri hálfleik er liðið vann öruggan sigur gegn Fjölni. Albert bætti öðru marki sínu við snemma í síðari hálfleik áður en Lúkas Logi Heimisson minnkaði muninn fyrir gestina.
Aron Snær Ingason og Breki Baldursson bættu þó sínu markinu hvor við á seinustu mínútum leiksins og niðurstaðan því öruggur 5-1 sigur Framara.