Sjálfbært land en ósjálfbær þjóð Lára Portal skrifar 19. janúar 2023 15:00 Kerfisbreytinga krafist Fréttir af takmörkuðum árangri sjálfbærniumbóta á alþjóðavísu líkt og á umhverfisþinginu, COP27, hafa verið áberandi undanfarin misseri. Þrátt fyrir fjölda áætlana í takt við breyttan heim, markmiðasetningu og stór loforð ríkir enn mikið aðgerðaleysi meðal stjórnvalda heims til að sporna við loftslagsvánni og þeim margvíslegu breytingum í umhverfinu sem fylgja hlýnun jarðar. Milliríkjanefnd SÞ um loftslagsbreytingar (Intergovernmental Panel on Climate Change, IPCC) hefur sett fram sviðsmyndir af hnattrænu meðalhitastigi út frá losun gróðurhúsalofttegunda. Skrifstofa rammasamkomulags um loftslagsbreytingar (UN Framework Convention on Climate Change, UNFCCC) birti í tengslum við COP27 upplýsingar um landsframlög aðildarþjóða samningsins og hvaða losun hlýnunar megi vænta miðað við það. Miðað við óbreyttar aðstæður í heildarlosun mun hækkun hitastigs nema 2.1-2.9°C fyrir lok aldarinnar sem mun hafa alvarlegar afleiðingar á bæði lífríki og hagkerfi jarðar [1]. Þegar öllu er á botninn hvolft er okkur umhugað um framtíðarkynslóðir og skiptir því sköpum að vinna að nauðsynlegum kerfisbreytingum þar sem loftslagsvandinn hverfur ekki án aðgerða. Kröfur í garð fyrirtækja færast sífellt í aukana og verða strangari. Þó svo að stjórnvöld setji fram markmið og áætlanir dugar það ekki til eitt og sér. Breytingar hjá einstaklingum verða einnig að koma til. Kolefnisspor Íslands og Íslendinga Sem aðili að rammasamningi loftslagsbreytinga Sameinuðu þjóðanna hefur Ísland skuldbundið sig gagnvart alþjóðlegu og evrópsku regluverki. Til að uppfylla skuldbindingar Parísarsáttmálans um að halda hækkun hitastigs jarðarinnar innan 2°C miðað við meðalhita fyrir iðnbyltingu og takmarka hlýnun við 1,5°C hafa íslensk stjórnvöld hækkað markmiðin sín um samdrátt í heildarlosun ríkisins úr 40% í 55% fyrir árin 2021-2030 miðað við árið 1990. Allt bendir þó til þess að Íslendingar munu ekki standast alþjóðlegar skuldbindingar Parísarsáttmálans fyrir árið 2030. Þrátt fyrir markmið um 55% samdrátt í losun undir beinni ábyrgð (sú losun sem verður vegna daglegra athafna og venja þjóðarinnar) fyrir árið 2030, er það ljóst samkvæmt framreikningum úr skýrslu Umhverfisstofnunar, að sá samdráttur muni samsvara einungis 28% [2]. Þetta þykja hvorki góðar né hvetjandi fréttir. Þó svo að Ísland sé að mörgu leyti talið leiðandi í umhverfismálum m.a. vegna endurnýjanlegrar orku eigum við talsvert inni til að vera talin sjálfbær þjóð. Það er vegna þess að við erum gjarnan talin standa okkur vel út frá sjónarhorni kolefnislosunar á framleiðslu innan eigin landamæra. Þegar betur er rýnt í losun vegna framleiðslu hefur alþjóðavæðing sýnt fram á tengingu allra alþjóðlegra virðiskeðja og er kolefnisspor engin undantekning þeirrar keðjuverkunar. Losun vegna neyslu Íslendinga, bæði innan og utan eigin landamæra, skilar sér inn í andrúmsloft sem dreifist til allra landa á heimsvísu. Framleiðsla vs. neysla Hægt er að horfa á kolefnisspor annars vegar út frá framleiðslu og hins vegar út frá neyslu. Aðferðafræðin sem er beitt í loftslagsbókhaldi Íslands fyrir bæði Kyoto-bókunina, Parísarsáttmálann og viðskipta með losunarheimildir miðast aðallega við framleiðslu. Losun sem er mæld er því aðeins sú sem á sér stað innan landamæra og lögsögu Íslands [3]. Parísarsamkomulagið byggir á því að aðildarríki dragi úr losun sem er framleidd í hverju landi fyrir sig án þess að horfa til þeirrar losunar sem verður til vegna neyslunnar sem á sér stað í hverju landi. Þannig geta lönd einfaldlega útvistað losun sinni til annarra ríkja með því að færa mengandi starfsemi út fyrir landsteinana og ýtt skömminni annað. Það er því áhugavert að skoða losun frá hinum ásnum, þ.e. frá neyslu. Við á Íslandi erum varla sjálfbær þegar kemur að eigin neyslu þar sem við erum ábyrg fyrir losun vegna eigin neyslu sem á sér stað í losunarbókhaldi annarra ríkja. Þrátt fyrir okkar grænu orku er neyslumiðað kolefnisfótspor (e. CBCF) Íslendinga ekki lægra en hjá Evrópuþjóðum eins og má sjá á mynd 1 [4]. Samkvæmt fræðigrein Clarke, Heinonen og Ottelin frá 2017 er CBCF losun Íslendinga alla jafna 55% hærri en hjá öðrum Evrópuþjóðum, þar af 71% vegna innfluttra vara. Samkvæmt OECD er losun Íslands vegna framleiðslu fyrir neyslu í kringum 60% en það þýðir að við gerum einungis grein fyrir 40% af losun vegna neyslu í eigin bókhaldi [5]. Mynd 1. Samantekt af innlendu (appelsínugult) neyslumiðuðu kolefnisspori og losun vegna heimilishalds (blátt) sýnir að neyslumiðað kolefnisspor á Íslandi er hátt samanborið við aðrar þjóðir. Clarke, J., Heinonen, J., & Ottelin, J. (2017). Emissions in a decarbonised economy? Global lessons from a carbon footprint analysis of Iceland. Journal of Cleaner Production, 166, 1175-1186. Efnahagsleg skilyrði, neysla og kolefnisspor Efnahagsleg skilyrði spila vissulega inn í kolefnisspor vegna neyslu Íslendinga. Fyrir hrun sýndi kolefnisspor Íslendinga aukna neyslu en eftir hrun og á tímum heimsfaraldurs sýndi lægra kolefnisspor samdrátt í neyslu. Meðalneysla hvers einstaklings á Íslandi hefur samt sem áður aukist gríðarlega seinustu áratugi. Orka nýtt við framleiðslu á innfluttum varningi sem myndar neysludrifið kolefnisfótspor vegur þungt í heildarlosun þjóðarinnar þar sem uppruni á mengun er gjarnan vegna bruna jarðefnaeldsneytis í framleiðslulöndum sem flokkast undir þróunarlönd. Þó svo að Ísland myndi ná sínum markmiðum Parísarsamkomulagsins þá er það einungis toppurinn á ísjakanum. Vandinn liggur í því að hamafarahlýnun er alþjóðleg keðjuverkun. Þó við höldum áfram að útvista 60% af losun vegna neyslu okkar til annarra landa munu afleiðingarnar vegna þeirrar heildarlosunar að lokum hafa áhrif á okkur. Lítum inn á við Þessari grein er ekki ætlað að beina fingrum að einstaklingum heldur að vekja fólk til umhugsunar um eigin neysluvenjur og líta inn á við í stað þess að varpa ábyrgðinni annað. Jafnvel að virkja hugsunarhátt um að færa fórnir til að stuðla að sjálfbærari framtíð. Til að styðjast við alþjóðleg markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og einfaldlega til að geta búið að þessari plánetu til framtíðar þarf að velta við hverjum steini. Á Janúarráðstefnu Festu þann 26. janúar n.k. með yfirskriftinni „Lítum inn á við“ verða þrjár umræðustofur sem einblína á það sem er að gerast á sviði laga og reglna, sjálfbærniupplýsingagjafar og sjálfbærrar nýsköpunar og hringrásar. Á ráðstefnunni verða sérfræðingar á fyrrnefndum sviðum en áhersla er lögð á þverfaglegt samtal milli ólíkra aðila. Sérfræðingarnir munu greina betur frá hvernig sé hægt að líta inn á við og fóta sig í síbreytilegum veruleika. Fyrir áhugasama má nálgast upplýsingar um ráðstefnuna á samfelagsabyrgd.is. Höfundur er sérfræðingur í sjálfbærniteymi KPMG. Heimildir: [1] Skrifstofa rammasamkomulags um loftslagsbreytingar. (2022). 2022 NDC Synthesis Report. 2022 NDC Synthesis Report | UNFCCC [2] Umhverfisstofnun. (2022). Stefnur og aðgerðir og framreiknuð losun Íslands. SummaryPamsProjections2022v1.pdf (ust.is) [3] Hafþór Ægir Sigurjónsson og Reynir Smári Atlason. (2017, 21. nóvember). Umhverfisáhrif Íslands og Íslendinga. Kjarninn. Umhverfisáhrif Íslands og Íslendinga (kjarninn.is) [4] Clarke, J., Heinonen, J., & Ottelin, J. (2017). Emissions in a decarbonised economy? Global lessons from a carbon footprint analysis of Iceland. Journal of Cleaner Production, 166, 1175-1186. Emissions in a decarbonised economy? Global lessons from a carbon footprint analysis of Iceland - ScienceDirect [5] OECD (2021), OECD Inter-Country Input-Output Database, http://oe.cd/ico Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Kerfisbreytinga krafist Fréttir af takmörkuðum árangri sjálfbærniumbóta á alþjóðavísu líkt og á umhverfisþinginu, COP27, hafa verið áberandi undanfarin misseri. Þrátt fyrir fjölda áætlana í takt við breyttan heim, markmiðasetningu og stór loforð ríkir enn mikið aðgerðaleysi meðal stjórnvalda heims til að sporna við loftslagsvánni og þeim margvíslegu breytingum í umhverfinu sem fylgja hlýnun jarðar. Milliríkjanefnd SÞ um loftslagsbreytingar (Intergovernmental Panel on Climate Change, IPCC) hefur sett fram sviðsmyndir af hnattrænu meðalhitastigi út frá losun gróðurhúsalofttegunda. Skrifstofa rammasamkomulags um loftslagsbreytingar (UN Framework Convention on Climate Change, UNFCCC) birti í tengslum við COP27 upplýsingar um landsframlög aðildarþjóða samningsins og hvaða losun hlýnunar megi vænta miðað við það. Miðað við óbreyttar aðstæður í heildarlosun mun hækkun hitastigs nema 2.1-2.9°C fyrir lok aldarinnar sem mun hafa alvarlegar afleiðingar á bæði lífríki og hagkerfi jarðar [1]. Þegar öllu er á botninn hvolft er okkur umhugað um framtíðarkynslóðir og skiptir því sköpum að vinna að nauðsynlegum kerfisbreytingum þar sem loftslagsvandinn hverfur ekki án aðgerða. Kröfur í garð fyrirtækja færast sífellt í aukana og verða strangari. Þó svo að stjórnvöld setji fram markmið og áætlanir dugar það ekki til eitt og sér. Breytingar hjá einstaklingum verða einnig að koma til. Kolefnisspor Íslands og Íslendinga Sem aðili að rammasamningi loftslagsbreytinga Sameinuðu þjóðanna hefur Ísland skuldbundið sig gagnvart alþjóðlegu og evrópsku regluverki. Til að uppfylla skuldbindingar Parísarsáttmálans um að halda hækkun hitastigs jarðarinnar innan 2°C miðað við meðalhita fyrir iðnbyltingu og takmarka hlýnun við 1,5°C hafa íslensk stjórnvöld hækkað markmiðin sín um samdrátt í heildarlosun ríkisins úr 40% í 55% fyrir árin 2021-2030 miðað við árið 1990. Allt bendir þó til þess að Íslendingar munu ekki standast alþjóðlegar skuldbindingar Parísarsáttmálans fyrir árið 2030. Þrátt fyrir markmið um 55% samdrátt í losun undir beinni ábyrgð (sú losun sem verður vegna daglegra athafna og venja þjóðarinnar) fyrir árið 2030, er það ljóst samkvæmt framreikningum úr skýrslu Umhverfisstofnunar, að sá samdráttur muni samsvara einungis 28% [2]. Þetta þykja hvorki góðar né hvetjandi fréttir. Þó svo að Ísland sé að mörgu leyti talið leiðandi í umhverfismálum m.a. vegna endurnýjanlegrar orku eigum við talsvert inni til að vera talin sjálfbær þjóð. Það er vegna þess að við erum gjarnan talin standa okkur vel út frá sjónarhorni kolefnislosunar á framleiðslu innan eigin landamæra. Þegar betur er rýnt í losun vegna framleiðslu hefur alþjóðavæðing sýnt fram á tengingu allra alþjóðlegra virðiskeðja og er kolefnisspor engin undantekning þeirrar keðjuverkunar. Losun vegna neyslu Íslendinga, bæði innan og utan eigin landamæra, skilar sér inn í andrúmsloft sem dreifist til allra landa á heimsvísu. Framleiðsla vs. neysla Hægt er að horfa á kolefnisspor annars vegar út frá framleiðslu og hins vegar út frá neyslu. Aðferðafræðin sem er beitt í loftslagsbókhaldi Íslands fyrir bæði Kyoto-bókunina, Parísarsáttmálann og viðskipta með losunarheimildir miðast aðallega við framleiðslu. Losun sem er mæld er því aðeins sú sem á sér stað innan landamæra og lögsögu Íslands [3]. Parísarsamkomulagið byggir á því að aðildarríki dragi úr losun sem er framleidd í hverju landi fyrir sig án þess að horfa til þeirrar losunar sem verður til vegna neyslunnar sem á sér stað í hverju landi. Þannig geta lönd einfaldlega útvistað losun sinni til annarra ríkja með því að færa mengandi starfsemi út fyrir landsteinana og ýtt skömminni annað. Það er því áhugavert að skoða losun frá hinum ásnum, þ.e. frá neyslu. Við á Íslandi erum varla sjálfbær þegar kemur að eigin neyslu þar sem við erum ábyrg fyrir losun vegna eigin neyslu sem á sér stað í losunarbókhaldi annarra ríkja. Þrátt fyrir okkar grænu orku er neyslumiðað kolefnisfótspor (e. CBCF) Íslendinga ekki lægra en hjá Evrópuþjóðum eins og má sjá á mynd 1 [4]. Samkvæmt fræðigrein Clarke, Heinonen og Ottelin frá 2017 er CBCF losun Íslendinga alla jafna 55% hærri en hjá öðrum Evrópuþjóðum, þar af 71% vegna innfluttra vara. Samkvæmt OECD er losun Íslands vegna framleiðslu fyrir neyslu í kringum 60% en það þýðir að við gerum einungis grein fyrir 40% af losun vegna neyslu í eigin bókhaldi [5]. Mynd 1. Samantekt af innlendu (appelsínugult) neyslumiðuðu kolefnisspori og losun vegna heimilishalds (blátt) sýnir að neyslumiðað kolefnisspor á Íslandi er hátt samanborið við aðrar þjóðir. Clarke, J., Heinonen, J., & Ottelin, J. (2017). Emissions in a decarbonised economy? Global lessons from a carbon footprint analysis of Iceland. Journal of Cleaner Production, 166, 1175-1186. Efnahagsleg skilyrði, neysla og kolefnisspor Efnahagsleg skilyrði spila vissulega inn í kolefnisspor vegna neyslu Íslendinga. Fyrir hrun sýndi kolefnisspor Íslendinga aukna neyslu en eftir hrun og á tímum heimsfaraldurs sýndi lægra kolefnisspor samdrátt í neyslu. Meðalneysla hvers einstaklings á Íslandi hefur samt sem áður aukist gríðarlega seinustu áratugi. Orka nýtt við framleiðslu á innfluttum varningi sem myndar neysludrifið kolefnisfótspor vegur þungt í heildarlosun þjóðarinnar þar sem uppruni á mengun er gjarnan vegna bruna jarðefnaeldsneytis í framleiðslulöndum sem flokkast undir þróunarlönd. Þó svo að Ísland myndi ná sínum markmiðum Parísarsamkomulagsins þá er það einungis toppurinn á ísjakanum. Vandinn liggur í því að hamafarahlýnun er alþjóðleg keðjuverkun. Þó við höldum áfram að útvista 60% af losun vegna neyslu okkar til annarra landa munu afleiðingarnar vegna þeirrar heildarlosunar að lokum hafa áhrif á okkur. Lítum inn á við Þessari grein er ekki ætlað að beina fingrum að einstaklingum heldur að vekja fólk til umhugsunar um eigin neysluvenjur og líta inn á við í stað þess að varpa ábyrgðinni annað. Jafnvel að virkja hugsunarhátt um að færa fórnir til að stuðla að sjálfbærari framtíð. Til að styðjast við alþjóðleg markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og einfaldlega til að geta búið að þessari plánetu til framtíðar þarf að velta við hverjum steini. Á Janúarráðstefnu Festu þann 26. janúar n.k. með yfirskriftinni „Lítum inn á við“ verða þrjár umræðustofur sem einblína á það sem er að gerast á sviði laga og reglna, sjálfbærniupplýsingagjafar og sjálfbærrar nýsköpunar og hringrásar. Á ráðstefnunni verða sérfræðingar á fyrrnefndum sviðum en áhersla er lögð á þverfaglegt samtal milli ólíkra aðila. Sérfræðingarnir munu greina betur frá hvernig sé hægt að líta inn á við og fóta sig í síbreytilegum veruleika. Fyrir áhugasama má nálgast upplýsingar um ráðstefnuna á samfelagsabyrgd.is. Höfundur er sérfræðingur í sjálfbærniteymi KPMG. Heimildir: [1] Skrifstofa rammasamkomulags um loftslagsbreytingar. (2022). 2022 NDC Synthesis Report. 2022 NDC Synthesis Report | UNFCCC [2] Umhverfisstofnun. (2022). Stefnur og aðgerðir og framreiknuð losun Íslands. SummaryPamsProjections2022v1.pdf (ust.is) [3] Hafþór Ægir Sigurjónsson og Reynir Smári Atlason. (2017, 21. nóvember). Umhverfisáhrif Íslands og Íslendinga. Kjarninn. Umhverfisáhrif Íslands og Íslendinga (kjarninn.is) [4] Clarke, J., Heinonen, J., & Ottelin, J. (2017). Emissions in a decarbonised economy? Global lessons from a carbon footprint analysis of Iceland. Journal of Cleaner Production, 166, 1175-1186. Emissions in a decarbonised economy? Global lessons from a carbon footprint analysis of Iceland - ScienceDirect [5] OECD (2021), OECD Inter-Country Input-Output Database, http://oe.cd/ico
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar