Skúli Tómas segir mat liggja fyrir um náttúrulegan dauðdaga sjúklinga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2023 11:16 Skúli Tómas tjáir sig í fyrsta sinn um málið á Facebook-síðu sinni í dag. Skúli Tómas Gunnlaugsson hjartalæknir sem sætir rannsókn vegna gruns um að hafa endurtekið sett sjúklinga sína í tilefnislausar lífslokameðferðir segir umfjöllun um málið hafa verið afar villandi og hreinilega ranga. Hann segir niðurstöðu dómkvaddra matsmanna á einn veg; allir sjúklingarnir hafi látist af náttúrulegum orsökum. Þetta segir Skúli Tómas í færslu á Facebook. Hann segist hingað til ekki hafa getað borið hönd fyrir höfuð sér vegna þagnarskyldu. „Lögum samkvæmt hef ég ekki getað borið hönd fyrir höfuð mér vegna þagnarskyldu. Umfjöllunin hefur því verið algjörlega einhliða, afar villandi og hreinlega röng.“ En nú þegar rannsókn sé á lokastigi geti hann þó upplýst um niðurstöðu dómkvaddra matsmanna. Sjúklingarnir hafi látist af náttúrulegum orsökum. Heilbrigðisstarfsfólk sé í mjög veikri stöðu „Ég fagna því mjög að rannsókn lögreglu sé að ljúka og að það hilli undir að niðurstöður verði opinberar. Nú fer málið, sem er miklu flóknara en haldið hefur verið fram opinberlega, lögum samkvæmt til héraðssaksóknara, til þess sem kallað er ákærumeðferðar, sem þýðir í raun að farið er yfir niðurstöður rannsóknarinnar og ákvörðun um framhaldið tekið,“ segir Skúli Tómas. „Þeir sem setið hafa undir ósanngjarnri, einhliða og villandi fjölmiðlaumfjöllun vita hversu erfið raun það er. Það á ekki síst við um heilbrigðisstarfsfólk, sem er í mjög veikri stöðu ef bornar eru á það sakir. Að geta ekki svarað fyrir rangindi og þurfa að sitja undir einhliða málflutningi er oft á tíðum óbærilegt og ég fullyrði að fátt ógnar starfsöryggi þeirra meira en þetta. Öryggi starfsmanna og sjúklinga fer nefnilega saman.“ Skúli Tómas, sem er einnig einn helsti listaverkasafnari landsins, segir tvo heilbrigðisstarfsmenn til viðbótar hafa sætt rannsókn í tengslum við málin. Barátta í kyrrþey „Við höfum þurft að heyja okkar baráttu í kyrrþey vegna þagnarskyldu og þurft að sitja undir ótrúlegustu ásökunum á opinberum vettvangi. Sannleikurinn hefur aldrei vafist fyrir öllum þeim sem komu að umönnun sjúklinganna frá upphafi og rannsókn lögreglu og dómkvaddra matsmanna staðfestir það sem ljóst hefur verið alla tíð.“ Hann vill nota tækifærið og þakka vinum mínum, vinnufélögum og öllum þeim sem hafa staðið við bakið á honum í þessari þrautagöngu. „Sumir þeirra hafa haft tækifæri og þekkingu til að kynna sér málið í þaula og áttað sig á staðreyndunum. Ég vil líka þakka fjölmörgum fyrrum samstarfsmönnum mínum á HSS sem hafa sýnt mér mikinn stuðning frá upphafi.“ Fram kom í gær að Skúli Tómas væri aftur kominn til starfa á Landspítalanum en hefði þó ekki umsjón með sjúklingum. Aðstandandi konu sem lést í umsjá læknisins sagði í Bítinu í morgun að slík ákvörðun væri vanvirðing við fjölskyldu konunnar. Rannsókn Lögreglunnar á Suðurnesjum á máli Skúla Tómasar er sem fyrr segir á lokametrunum. Að henni lokinni verður hún send í ákærumeðferð. Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Lögreglumál Læknamistök á HSS Tengdar fréttir „Það var logið upp í opið geðið á okkur“ Aðstandandi konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum segir að það sé vanvirðing við fjölskylduna, starfsfólk á Landspítalanum og þau sem leita sér aðstoðar á spítalanum að umræddur læknir, Skúli Tómas Gunnlaugsson, skuli enn á ný vera kominn til starfa á Landspítalanum. 19. janúar 2023 09:43 Skúli Tómas kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum Læknir sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum. Læknirinn starfar þó ekki með sjúklingum. 18. janúar 2023 18:05 Býst við að mál læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja verði fellt niður Lögmaður læknis, sem grunaður er ásamt öðrum lækni um stórfelld brot í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, telur að ný gögn í máli hans muni leiða til niðurfellingar þess. 26. júlí 2022 14:01 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Þetta segir Skúli Tómas í færslu á Facebook. Hann segist hingað til ekki hafa getað borið hönd fyrir höfuð sér vegna þagnarskyldu. „Lögum samkvæmt hef ég ekki getað borið hönd fyrir höfuð mér vegna þagnarskyldu. Umfjöllunin hefur því verið algjörlega einhliða, afar villandi og hreinlega röng.“ En nú þegar rannsókn sé á lokastigi geti hann þó upplýst um niðurstöðu dómkvaddra matsmanna. Sjúklingarnir hafi látist af náttúrulegum orsökum. Heilbrigðisstarfsfólk sé í mjög veikri stöðu „Ég fagna því mjög að rannsókn lögreglu sé að ljúka og að það hilli undir að niðurstöður verði opinberar. Nú fer málið, sem er miklu flóknara en haldið hefur verið fram opinberlega, lögum samkvæmt til héraðssaksóknara, til þess sem kallað er ákærumeðferðar, sem þýðir í raun að farið er yfir niðurstöður rannsóknarinnar og ákvörðun um framhaldið tekið,“ segir Skúli Tómas. „Þeir sem setið hafa undir ósanngjarnri, einhliða og villandi fjölmiðlaumfjöllun vita hversu erfið raun það er. Það á ekki síst við um heilbrigðisstarfsfólk, sem er í mjög veikri stöðu ef bornar eru á það sakir. Að geta ekki svarað fyrir rangindi og þurfa að sitja undir einhliða málflutningi er oft á tíðum óbærilegt og ég fullyrði að fátt ógnar starfsöryggi þeirra meira en þetta. Öryggi starfsmanna og sjúklinga fer nefnilega saman.“ Skúli Tómas, sem er einnig einn helsti listaverkasafnari landsins, segir tvo heilbrigðisstarfsmenn til viðbótar hafa sætt rannsókn í tengslum við málin. Barátta í kyrrþey „Við höfum þurft að heyja okkar baráttu í kyrrþey vegna þagnarskyldu og þurft að sitja undir ótrúlegustu ásökunum á opinberum vettvangi. Sannleikurinn hefur aldrei vafist fyrir öllum þeim sem komu að umönnun sjúklinganna frá upphafi og rannsókn lögreglu og dómkvaddra matsmanna staðfestir það sem ljóst hefur verið alla tíð.“ Hann vill nota tækifærið og þakka vinum mínum, vinnufélögum og öllum þeim sem hafa staðið við bakið á honum í þessari þrautagöngu. „Sumir þeirra hafa haft tækifæri og þekkingu til að kynna sér málið í þaula og áttað sig á staðreyndunum. Ég vil líka þakka fjölmörgum fyrrum samstarfsmönnum mínum á HSS sem hafa sýnt mér mikinn stuðning frá upphafi.“ Fram kom í gær að Skúli Tómas væri aftur kominn til starfa á Landspítalanum en hefði þó ekki umsjón með sjúklingum. Aðstandandi konu sem lést í umsjá læknisins sagði í Bítinu í morgun að slík ákvörðun væri vanvirðing við fjölskyldu konunnar. Rannsókn Lögreglunnar á Suðurnesjum á máli Skúla Tómasar er sem fyrr segir á lokametrunum. Að henni lokinni verður hún send í ákærumeðferð.
Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Lögreglumál Læknamistök á HSS Tengdar fréttir „Það var logið upp í opið geðið á okkur“ Aðstandandi konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum segir að það sé vanvirðing við fjölskylduna, starfsfólk á Landspítalanum og þau sem leita sér aðstoðar á spítalanum að umræddur læknir, Skúli Tómas Gunnlaugsson, skuli enn á ný vera kominn til starfa á Landspítalanum. 19. janúar 2023 09:43 Skúli Tómas kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum Læknir sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum. Læknirinn starfar þó ekki með sjúklingum. 18. janúar 2023 18:05 Býst við að mál læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja verði fellt niður Lögmaður læknis, sem grunaður er ásamt öðrum lækni um stórfelld brot í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, telur að ný gögn í máli hans muni leiða til niðurfellingar þess. 26. júlí 2022 14:01 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
„Það var logið upp í opið geðið á okkur“ Aðstandandi konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum segir að það sé vanvirðing við fjölskylduna, starfsfólk á Landspítalanum og þau sem leita sér aðstoðar á spítalanum að umræddur læknir, Skúli Tómas Gunnlaugsson, skuli enn á ný vera kominn til starfa á Landspítalanum. 19. janúar 2023 09:43
Skúli Tómas kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum Læknir sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum. Læknirinn starfar þó ekki með sjúklingum. 18. janúar 2023 18:05
Býst við að mál læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja verði fellt niður Lögmaður læknis, sem grunaður er ásamt öðrum lækni um stórfelld brot í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, telur að ný gögn í máli hans muni leiða til niðurfellingar þess. 26. júlí 2022 14:01