„Kannski af því leikmenn opna ekki munninn á sér og tala um það að þetta sé ekki í lagi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. janúar 2023 07:01 Sigfús Sigurðsson vann silfur á ÓL í Peking 2008 með íslenska landsliðinu í handbolta. Vísir/Getty Images Sigfús Sigurðsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta, telur að leikmenn íslenska landsliðsins eigi að láta í sér heyra ef þeir eru ósáttir með hvernig varnarleikur liðsins er settur upp. Líkt og svo oft áður í HM Handkastinu var hringt í silfurdrenginn Sigfús Sigurðsson. Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi hlaðvarpsins, spurði Fúsa eins og hann er nær alltaf kallaður hvað hann hefði séð í leiknum við Grænhöfðaeyjar sem hinn hefðbundni aðdáandi hefði mögulega ekki séð. Að því loknu var hann spurður út í leikinn gegn Svíum á föstudag. „Ég var mjög ánægður með að hann rúllaði liðinu mjög vel í báðum leikjunum (gegn Suður-Kóreu og í dag). Kannski það eina neikvæða í leiknum í dag [gær] var að mér fannst þeir fá að koma of nálægt vörninni og skjóta óáreittir. Viðbúið að það gerist þegar andstæðingurinn er ekki sterkari en þetta. Það er samt ekki nægilega gott.“ „Það jákvæða fannst mér hvað Óðinn Þór [Ríkharðsson] kemur rosalega sterkur inn. Það sem ég tók betur eftir í dag heldur en í fyrradag var að þegar Arnar Freyr [Arnarsson] kom inn af bekknum í dag var hann að standa vörnina betur en hann hefur verið að gera. Þar sem mér fannst vörnin ekki nægilega góð þá var markavarslan minni en hún hefur verið.“ Hefur Sigfús áhyggjur af vörn liðsins gegn stórskyttum Svíþjóðar? „Já, við sáum það gegn Ungverjum að þegar við fengum lið sem gat spilað vel inn á línu, opnað fyrir hornin og menn sem gátu skotið fyrir utan þá var vörnin að lenda í gríðarlegum vandræðum.“ „Finnst eins og það vanti þetta plan B, brjóta leikinn aðeins upp þegar vörnin er ekki að ganga. Ég er nú að horfa á leik Svíþjóðar og Ungverjalands núna, miðað við hvernig Svíarnir spila og geta skotið þá held ég að við gætum lent í gríðarlegum vandræðum með þá. Þú ert ekki að fara vinna Svíana þegar þeir skora á þig 30 mörk.“ „Það er eins og það vanti einhver samskipti varðandi hver á að fara niður með línunni og hver á að fara út. Svo finnst mér hreinlega vanta kjöt á suma leikmenn þarna til að geta mætt almennilega og brotið. Þá er náttúrulega spurningin, ef þú ert með leikmenn sem eru aðeins minni og léttari, hvort það eigi ekki að breyta um vörn og fara í 5-1 eða 3-2-1 vörn.“ „Það er kannski af því leikmenn opna ekki munninn á sér og tala um það að þetta sé ekki í lagi,“ sagði Sigfús er Arnar Daði sagði undanfarin mót ekki benda til þess að Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari væri líklegur til að breyta um vörn á miðju móti. Hlusta má á þáttinn í heild sinni hér að neðan en hringt er í Fúsa þegar sléttar 46.00 mínútur eru liðnar. Hann fer einnig yfir hvernig leikmenn liðsins aðstoðuðu við að breyta varnarleiknum á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Handbolti HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Handkastið Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Sjá meira
Líkt og svo oft áður í HM Handkastinu var hringt í silfurdrenginn Sigfús Sigurðsson. Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi hlaðvarpsins, spurði Fúsa eins og hann er nær alltaf kallaður hvað hann hefði séð í leiknum við Grænhöfðaeyjar sem hinn hefðbundni aðdáandi hefði mögulega ekki séð. Að því loknu var hann spurður út í leikinn gegn Svíum á föstudag. „Ég var mjög ánægður með að hann rúllaði liðinu mjög vel í báðum leikjunum (gegn Suður-Kóreu og í dag). Kannski það eina neikvæða í leiknum í dag [gær] var að mér fannst þeir fá að koma of nálægt vörninni og skjóta óáreittir. Viðbúið að það gerist þegar andstæðingurinn er ekki sterkari en þetta. Það er samt ekki nægilega gott.“ „Það jákvæða fannst mér hvað Óðinn Þór [Ríkharðsson] kemur rosalega sterkur inn. Það sem ég tók betur eftir í dag heldur en í fyrradag var að þegar Arnar Freyr [Arnarsson] kom inn af bekknum í dag var hann að standa vörnina betur en hann hefur verið að gera. Þar sem mér fannst vörnin ekki nægilega góð þá var markavarslan minni en hún hefur verið.“ Hefur Sigfús áhyggjur af vörn liðsins gegn stórskyttum Svíþjóðar? „Já, við sáum það gegn Ungverjum að þegar við fengum lið sem gat spilað vel inn á línu, opnað fyrir hornin og menn sem gátu skotið fyrir utan þá var vörnin að lenda í gríðarlegum vandræðum.“ „Finnst eins og það vanti þetta plan B, brjóta leikinn aðeins upp þegar vörnin er ekki að ganga. Ég er nú að horfa á leik Svíþjóðar og Ungverjalands núna, miðað við hvernig Svíarnir spila og geta skotið þá held ég að við gætum lent í gríðarlegum vandræðum með þá. Þú ert ekki að fara vinna Svíana þegar þeir skora á þig 30 mörk.“ „Það er eins og það vanti einhver samskipti varðandi hver á að fara niður með línunni og hver á að fara út. Svo finnst mér hreinlega vanta kjöt á suma leikmenn þarna til að geta mætt almennilega og brotið. Þá er náttúrulega spurningin, ef þú ert með leikmenn sem eru aðeins minni og léttari, hvort það eigi ekki að breyta um vörn og fara í 5-1 eða 3-2-1 vörn.“ „Það er kannski af því leikmenn opna ekki munninn á sér og tala um það að þetta sé ekki í lagi,“ sagði Sigfús er Arnar Daði sagði undanfarin mót ekki benda til þess að Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari væri líklegur til að breyta um vörn á miðju móti. Hlusta má á þáttinn í heild sinni hér að neðan en hringt er í Fúsa þegar sléttar 46.00 mínútur eru liðnar. Hann fer einnig yfir hvernig leikmenn liðsins aðstoðuðu við að breyta varnarleiknum á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008.
Handbolti HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Handkastið Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti