Portúgalar fögnuðu of snemma og Brassarnir náðu að jafna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2023 16:11 Portúgalar héldu að þeir væru búnir að vinna leikinn á móti Brössum í dag. Vísir/Vilhelm Portúgal og Brasilía gerðu 28-28 jafntefli í fyrsta leiknum í milliriðli Íslands eftir mikla dramatík í lokin. Portúgalar héldu að þeir hefðu tryggt sér sigurinn í leikslok og fögnuðu meira að segja sigrinum en leikurinn var ekki búinn. Hinn ungi Francisco Costa kom Portúgal í 28-27 og eftir að leiktíminn rann út þá tóku Portúgalar meira að segja sigurhringinn inn á velli. Fljótlega kom þó í ljós að dómarar leiksins voru ekki búnir að flauta leikinn af. Dómararnir fóru síðan í skjáinn og komu til baka með með rautt spjald á Alexis Borges, leikmann Portúgala, og dæmdu víti. Frönsku systurnar Charlotte Bonaventura og Julie Bonaventura dæmdu leikinn. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður Íslands, var afar áhugasamur á bak við frönsku tvíburasysturnar þegar þær skoðuðu lokasekúndurnar á skjánum.RÚV Atvikið var ekki endursýnt í sjónvarpsútsendingunni frá leiknum. Svo virðist sem Borges hafi ekki verið þremur metrum frá þegar Brasilíumenn tóku lokaskot sitt úr aukakasti. Hann varði skotið en fékk á sig rautt spjald og víti fyrir brotið. Jean Pierre Dupoix skoraði jöfnunarmark Brasilíu úr vítinu en það var hans tíunda mark í leiknum. Antonio Areia var markahæstur hjá Portúgal með sjö mörk úr sjö skotum en fjögur af mörkum hans komu úr vítaköstum. Eftir leikinn eru báðar þjóðir með þrjú stig sem þýðir að íslenska landsliðið kemst upp fyrir þær með sigri á Grænhöfðaeyjum á eftir. Brasilíumenn eru sýnd veiði en ekki gefin og það sýndu þeir heldur betur í fyrsta leik sínum í milliriðli okkar Íslendinga sem kallast milliriðill tvö. Portúgalar voru með frumkvæðið framan af leik og einu marki yfir í hálfleik, 12-11. Brasilíska liðið skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkum seinni hálfleiks og komst tveimur mörkum yfir, 15-13. Portúgalar svöruðu með þremur mörkum í röð og komust aftur yfir en liðin skiptust síðan á því að ná forystunni í seinni hálfleiknum. Portúgalar komust reyndar aftur tveimur mörkum yfir en Brasilíumenn gáfust aldrei upp og náðu í stigið sem þeir fögnuðu vel í leikslok. Milliriðill eitt fór líka af stað í dag og þar áttu Slóvenar ekki í neinum vandræðum með Írana og unnu sautján marka sigur, 38-21, eftir að hafa verð 20-9 yfir í hálfleik. Slóvenar eru þar með komnir með fjögur stig en þeir tóku tvö stig með sér úr sínum riðli. HM 2023 í handbolta Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Sjá meira
Portúgalar héldu að þeir hefðu tryggt sér sigurinn í leikslok og fögnuðu meira að segja sigrinum en leikurinn var ekki búinn. Hinn ungi Francisco Costa kom Portúgal í 28-27 og eftir að leiktíminn rann út þá tóku Portúgalar meira að segja sigurhringinn inn á velli. Fljótlega kom þó í ljós að dómarar leiksins voru ekki búnir að flauta leikinn af. Dómararnir fóru síðan í skjáinn og komu til baka með með rautt spjald á Alexis Borges, leikmann Portúgala, og dæmdu víti. Frönsku systurnar Charlotte Bonaventura og Julie Bonaventura dæmdu leikinn. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður Íslands, var afar áhugasamur á bak við frönsku tvíburasysturnar þegar þær skoðuðu lokasekúndurnar á skjánum.RÚV Atvikið var ekki endursýnt í sjónvarpsútsendingunni frá leiknum. Svo virðist sem Borges hafi ekki verið þremur metrum frá þegar Brasilíumenn tóku lokaskot sitt úr aukakasti. Hann varði skotið en fékk á sig rautt spjald og víti fyrir brotið. Jean Pierre Dupoix skoraði jöfnunarmark Brasilíu úr vítinu en það var hans tíunda mark í leiknum. Antonio Areia var markahæstur hjá Portúgal með sjö mörk úr sjö skotum en fjögur af mörkum hans komu úr vítaköstum. Eftir leikinn eru báðar þjóðir með þrjú stig sem þýðir að íslenska landsliðið kemst upp fyrir þær með sigri á Grænhöfðaeyjum á eftir. Brasilíumenn eru sýnd veiði en ekki gefin og það sýndu þeir heldur betur í fyrsta leik sínum í milliriðli okkar Íslendinga sem kallast milliriðill tvö. Portúgalar voru með frumkvæðið framan af leik og einu marki yfir í hálfleik, 12-11. Brasilíska liðið skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkum seinni hálfleiks og komst tveimur mörkum yfir, 15-13. Portúgalar svöruðu með þremur mörkum í röð og komust aftur yfir en liðin skiptust síðan á því að ná forystunni í seinni hálfleiknum. Portúgalar komust reyndar aftur tveimur mörkum yfir en Brasilíumenn gáfust aldrei upp og náðu í stigið sem þeir fögnuðu vel í leikslok. Milliriðill eitt fór líka af stað í dag og þar áttu Slóvenar ekki í neinum vandræðum með Írana og unnu sautján marka sigur, 38-21, eftir að hafa verð 20-9 yfir í hálfleik. Slóvenar eru þar með komnir með fjögur stig en þeir tóku tvö stig með sér úr sínum riðli.
HM 2023 í handbolta Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Sjá meira