Stöðvaður við akstur og reyndist með gróft barnaníðsefni í símanum Atli Ísleifsson skrifar 18. janúar 2023 13:19 Ákæran er mjög ítarleg og má þar sjá að í fórum mannsins fundust þúsundir mynda og myndskeiða, meðal annars myndir af nauðgunum á „mjög ungum börnum“. Vísir/Vilhelm Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hefur ákært karlmann, sem handtekinn var vegna umferðarlagabrots á Akureyri í júní 2019, fyrir að hafa haft mikið magn barnaníðsefnis í sinni vörslu í tveimur símum og spjaldtölvu. Maðurinn hafði sömuleiðis dreift efni til ótilgreindra einstaklinga. Ákæra í málinu er mjög ítarleg og má þar sjá að í fórum mannsins hafi fundist þúsundir mynda og myndskeiða, meðal annars myndir af nauðgunum á „mjög ungum börnum“ líkt og þar segir. Fyrirtaka í málinu var á öðrum degi ársins. Fram kemur í ákærunni að barnaníðsefni hafi fundist í síma mannsins sem hann hafi verið með á sér þegar hann var handtekinn vegna umferðarlagabrotsins á Akureyri í júní 2019. Dvalarstaður mannsins á þessum tíma hafi verið sumarhús á Akureyri. Á heimili hans, annars staðar á landinu, fundust svo annar sími og spjaldtölva þar sem einnig var að finna barnaníðsefni. Maðurinn hafði þá skoðað og hlaðið niður efninu nokkru áður en hann var handtekinn, auk þess að hafa dreift klámfengnum teikningum af börnum til ótilgreindra aðila. Þúsundir mynda og hreyfimynda Í símum og spjaldtölvu mannsins fannst mikið magn mynda, hreyfimynda og teiknaðra mynda sem sýndu meðal annars ung stúlkubörn – allt frá ungabörnum og að börnum á táningsaldri – í kynferðislegum athöfnum með karlmönnum. Hafi þau meðal annars verið láta veita mönnum munnmök, mennirnir sett fingur í leggöng þeirra eða þeir brotið á þeim á annan hátt. Sömuleiðis hafi fundist myndir af börnunum í klámfengnum stellingum eða með kynlífstæki. Maðurinn var handtekinn vegna umferðarlagabrots á Akureyri í júní 2019 og í kjölfarið fannst mikið magn barnaníðsefnis í fórum mannsins. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Á Telegram-reikningi mannsins fundust 1.574 stuttar hreyfimyndir sem sýndu meðal annars ungum börnum nauðgað og 18.810 myndir af kynferðislegum toga og sýndi fjöldi þeirra mjög ung börn í kynferðislegum athöfnum með fullorðnum. Flutti til útlanda RÚV hefur eftir Eyþóri Þorbergssyni, aðstoðarsaksóknara hjá embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að rannsókn hafi tekið nokkurn tíma sökum umfangs efnisins. Þá hafi maðurinn flutt til útlanda og unnið á sjó á meðan á rannsókninni stóð. Honum var birt ákæra í málinu í mars síðastliðinn. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar og jafnframt að símarnir tveir og spjaldtölvan verði gerð upptæk. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Akureyri Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Ákæra í málinu er mjög ítarleg og má þar sjá að í fórum mannsins hafi fundist þúsundir mynda og myndskeiða, meðal annars myndir af nauðgunum á „mjög ungum börnum“ líkt og þar segir. Fyrirtaka í málinu var á öðrum degi ársins. Fram kemur í ákærunni að barnaníðsefni hafi fundist í síma mannsins sem hann hafi verið með á sér þegar hann var handtekinn vegna umferðarlagabrotsins á Akureyri í júní 2019. Dvalarstaður mannsins á þessum tíma hafi verið sumarhús á Akureyri. Á heimili hans, annars staðar á landinu, fundust svo annar sími og spjaldtölva þar sem einnig var að finna barnaníðsefni. Maðurinn hafði þá skoðað og hlaðið niður efninu nokkru áður en hann var handtekinn, auk þess að hafa dreift klámfengnum teikningum af börnum til ótilgreindra aðila. Þúsundir mynda og hreyfimynda Í símum og spjaldtölvu mannsins fannst mikið magn mynda, hreyfimynda og teiknaðra mynda sem sýndu meðal annars ung stúlkubörn – allt frá ungabörnum og að börnum á táningsaldri – í kynferðislegum athöfnum með karlmönnum. Hafi þau meðal annars verið láta veita mönnum munnmök, mennirnir sett fingur í leggöng þeirra eða þeir brotið á þeim á annan hátt. Sömuleiðis hafi fundist myndir af börnunum í klámfengnum stellingum eða með kynlífstæki. Maðurinn var handtekinn vegna umferðarlagabrots á Akureyri í júní 2019 og í kjölfarið fannst mikið magn barnaníðsefnis í fórum mannsins. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Á Telegram-reikningi mannsins fundust 1.574 stuttar hreyfimyndir sem sýndu meðal annars ungum börnum nauðgað og 18.810 myndir af kynferðislegum toga og sýndi fjöldi þeirra mjög ung börn í kynferðislegum athöfnum með fullorðnum. Flutti til útlanda RÚV hefur eftir Eyþóri Þorbergssyni, aðstoðarsaksóknara hjá embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að rannsókn hafi tekið nokkurn tíma sökum umfangs efnisins. Þá hafi maðurinn flutt til útlanda og unnið á sjó á meðan á rannsókninni stóð. Honum var birt ákæra í málinu í mars síðastliðinn. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar og jafnframt að símarnir tveir og spjaldtölvan verði gerð upptæk.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Akureyri Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira