Hámarkinu náð með tilliti til flóttamanna: „Við ætlum að setja punktinn þarna“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. janúar 2023 11:32 Kjartan Már Kjartansson, bæjarsstjóri Reykjanesbæjar. Vísir/Egill Reykjanesbær mun ekki taka á móti fleiri flóttamönnum en samið hefur verið um. Bæjarstjóri segir hámarkinu náð og kallar eftir því að fleiri sveitarfélög axli ábyrgð. Stór hluti flóttamanna sem Reykjanesbær hafi samið um að taka á móti séu nú þegar komnir og ætti húsnæði ekki að vera vandamál. Sveitarfélagið sé tilbúið til að miðla sinni reynslu. Sex sveitarfélög hafa nú samið við ríkið um samræmda móttöku flóttamanna en Hafnarfjörður bættist í hópinn í gær og hefur samið um móttöku 450 flóttamanna. Reykjavík tekur á móti 1500, Akureyri 350, Árborg 100, og Hornafjörður átta. Í síðustu viku samdi Reykjanesbær þá um móttöku 350 flóttamanna. „Við erum í raun með þennan hóp, eða þennan fjölda, svo gott sem í sveitarfélaginu nú þegar og erum svo bara að aðstoða hann. Þetta er fólk sem er komið með alþjóðlega vernd og er komin í gegnum matið hjá Útlendingastofnun og komið í hendur Vinnumálastofnunar,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Munu ekki taka við fleirum þó vel hafi gengið Húsnæðisvandi hefur flækt málin víða en sami vandi virðist ekki vera jafn mikill í Reykjanesbæ. Fólk geti verið í átta vikur í húsnæði á vegum Vinnumálastofnunar og segir Kjartan þau geta aðstoðað með húsnæði eftir þann tíma. „Ef að það gengur ekki þá höfum við úrræði þar sem þau geta verið í tólf vikur í viðbót, samtals 20 vikur eða fimm mánuði, og við treystum okkur alveg til þess að finna og hjálpa fólki að finna húsnæði á þeim tíma,“ segir Kjartan. Þrátt fyrir að vel hafi gengið þá muni þau ekki taka á móti fleirum en samið hefur verið um. „Nei, við ætlum ekki að gera það. Við ætlum að setja punktinn þarna og bara kalla eftir því að fleiri sveitarfélög komi að þessu verkefni og þessari samfélagslegu ábyrgð sem að við og þau sveitarfélög sem hafa þegar skrifað undir eru að axla. Það eru fullt af sveitarfélögum um landið sem að mér finnst að ættu að koma í þetta með okkur,“ segir Kjartan. Reykjanesbær búi yfir umfangsmikilli reynslu, enda sinnt þessum málum frá árinu 2004, sem þau séu tilbúin til að miðla. Það muni nýtast vel í ljósi þess að áfram er spáð stöðugum straumi flóttamanna til landsins í ár. „Við getum kennt fleiri sveitarfélögum á Íslandi en svo erum við líka sem land og þjóð að læra af öðrum þjóðum,“ segir Kjartan. En eins og staðan er núna þá er kannski hámarkinu náð í Reykjanesbæ með flóttamenn? „Já.“ Reykjanesbær Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Húsnæðismál Tengdar fréttir Níu af ríflega fjögur þúsund umsóknum metnar tilhæfulausar Einungis níu af um fjögur þúsund og fimm hundruð umsóknum um alþjóðlega vernd á síðasta ári voru metnar tilhæfulausar. Þingmaður Samfylkingar telur að staðhæfingar um stjórnlaust ástand í útlendingamálum eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. 17. janúar 2023 12:03 Segir að samráð hefði mátt vera meira en flóttamennirnir verði áfram í Grindavík Flóttafólk, sem Vinnumálastofnun hefur komið fyrir á hótelinu Festi í Grindavík, verður þar áfram. Bæjarstjórn Grindavíkur gagnrýndi stofnunina fyrir að koma fólkinu þar fyrir í gær og deildi á um hvort stofnunin hafi haft heimild til að koma fólkinu þar fyrir. Forstjóri Vinnumálastofnunar fundaði með Bæjarráði í morgun og segir hann hafa verið farsælan. 13. janúar 2023 14:07 Íbúar á Laugarvatni uggandi að setja eigi hælisleitendur í heilsuspillandi húsnæði Vinnumálastofnun hyggst hýsa tugi hælisleitenda á heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, þrátt fyrir að heilbrigðiseftirlitið hafi varað við að húsnæðið geti verið heilsuspillandi og brunavarnir ekki í lagi. Sveitarstjóri segir það stóran bita fyrir lítið sveitarfélag að taka á móti tugum manna á einu bretti. 13. janúar 2023 12:00 Reykjanesbær tekur á móti 350 flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Reykjanesbæ. Samningurinn var undirritaður í Ráðhúsi Reykjanesbæjar í gær og kveður á um að Reykjanesbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 350 flóttamönnum. 10. janúar 2023 16:03 Met slegið í komu flóttafólks í desember Flóttafólkið sem nú streymir til landsins sem aldrei fyrr kemur einkum frá frá Venesúela og Úkraínu. 28. desember 2022 14:27 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Sex sveitarfélög hafa nú samið við ríkið um samræmda móttöku flóttamanna en Hafnarfjörður bættist í hópinn í gær og hefur samið um móttöku 450 flóttamanna. Reykjavík tekur á móti 1500, Akureyri 350, Árborg 100, og Hornafjörður átta. Í síðustu viku samdi Reykjanesbær þá um móttöku 350 flóttamanna. „Við erum í raun með þennan hóp, eða þennan fjölda, svo gott sem í sveitarfélaginu nú þegar og erum svo bara að aðstoða hann. Þetta er fólk sem er komið með alþjóðlega vernd og er komin í gegnum matið hjá Útlendingastofnun og komið í hendur Vinnumálastofnunar,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Munu ekki taka við fleirum þó vel hafi gengið Húsnæðisvandi hefur flækt málin víða en sami vandi virðist ekki vera jafn mikill í Reykjanesbæ. Fólk geti verið í átta vikur í húsnæði á vegum Vinnumálastofnunar og segir Kjartan þau geta aðstoðað með húsnæði eftir þann tíma. „Ef að það gengur ekki þá höfum við úrræði þar sem þau geta verið í tólf vikur í viðbót, samtals 20 vikur eða fimm mánuði, og við treystum okkur alveg til þess að finna og hjálpa fólki að finna húsnæði á þeim tíma,“ segir Kjartan. Þrátt fyrir að vel hafi gengið þá muni þau ekki taka á móti fleirum en samið hefur verið um. „Nei, við ætlum ekki að gera það. Við ætlum að setja punktinn þarna og bara kalla eftir því að fleiri sveitarfélög komi að þessu verkefni og þessari samfélagslegu ábyrgð sem að við og þau sveitarfélög sem hafa þegar skrifað undir eru að axla. Það eru fullt af sveitarfélögum um landið sem að mér finnst að ættu að koma í þetta með okkur,“ segir Kjartan. Reykjanesbær búi yfir umfangsmikilli reynslu, enda sinnt þessum málum frá árinu 2004, sem þau séu tilbúin til að miðla. Það muni nýtast vel í ljósi þess að áfram er spáð stöðugum straumi flóttamanna til landsins í ár. „Við getum kennt fleiri sveitarfélögum á Íslandi en svo erum við líka sem land og þjóð að læra af öðrum þjóðum,“ segir Kjartan. En eins og staðan er núna þá er kannski hámarkinu náð í Reykjanesbæ með flóttamenn? „Já.“
Reykjanesbær Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Húsnæðismál Tengdar fréttir Níu af ríflega fjögur þúsund umsóknum metnar tilhæfulausar Einungis níu af um fjögur þúsund og fimm hundruð umsóknum um alþjóðlega vernd á síðasta ári voru metnar tilhæfulausar. Þingmaður Samfylkingar telur að staðhæfingar um stjórnlaust ástand í útlendingamálum eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. 17. janúar 2023 12:03 Segir að samráð hefði mátt vera meira en flóttamennirnir verði áfram í Grindavík Flóttafólk, sem Vinnumálastofnun hefur komið fyrir á hótelinu Festi í Grindavík, verður þar áfram. Bæjarstjórn Grindavíkur gagnrýndi stofnunina fyrir að koma fólkinu þar fyrir í gær og deildi á um hvort stofnunin hafi haft heimild til að koma fólkinu þar fyrir. Forstjóri Vinnumálastofnunar fundaði með Bæjarráði í morgun og segir hann hafa verið farsælan. 13. janúar 2023 14:07 Íbúar á Laugarvatni uggandi að setja eigi hælisleitendur í heilsuspillandi húsnæði Vinnumálastofnun hyggst hýsa tugi hælisleitenda á heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, þrátt fyrir að heilbrigðiseftirlitið hafi varað við að húsnæðið geti verið heilsuspillandi og brunavarnir ekki í lagi. Sveitarstjóri segir það stóran bita fyrir lítið sveitarfélag að taka á móti tugum manna á einu bretti. 13. janúar 2023 12:00 Reykjanesbær tekur á móti 350 flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Reykjanesbæ. Samningurinn var undirritaður í Ráðhúsi Reykjanesbæjar í gær og kveður á um að Reykjanesbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 350 flóttamönnum. 10. janúar 2023 16:03 Met slegið í komu flóttafólks í desember Flóttafólkið sem nú streymir til landsins sem aldrei fyrr kemur einkum frá frá Venesúela og Úkraínu. 28. desember 2022 14:27 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Níu af ríflega fjögur þúsund umsóknum metnar tilhæfulausar Einungis níu af um fjögur þúsund og fimm hundruð umsóknum um alþjóðlega vernd á síðasta ári voru metnar tilhæfulausar. Þingmaður Samfylkingar telur að staðhæfingar um stjórnlaust ástand í útlendingamálum eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. 17. janúar 2023 12:03
Segir að samráð hefði mátt vera meira en flóttamennirnir verði áfram í Grindavík Flóttafólk, sem Vinnumálastofnun hefur komið fyrir á hótelinu Festi í Grindavík, verður þar áfram. Bæjarstjórn Grindavíkur gagnrýndi stofnunina fyrir að koma fólkinu þar fyrir í gær og deildi á um hvort stofnunin hafi haft heimild til að koma fólkinu þar fyrir. Forstjóri Vinnumálastofnunar fundaði með Bæjarráði í morgun og segir hann hafa verið farsælan. 13. janúar 2023 14:07
Íbúar á Laugarvatni uggandi að setja eigi hælisleitendur í heilsuspillandi húsnæði Vinnumálastofnun hyggst hýsa tugi hælisleitenda á heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, þrátt fyrir að heilbrigðiseftirlitið hafi varað við að húsnæðið geti verið heilsuspillandi og brunavarnir ekki í lagi. Sveitarstjóri segir það stóran bita fyrir lítið sveitarfélag að taka á móti tugum manna á einu bretti. 13. janúar 2023 12:00
Reykjanesbær tekur á móti 350 flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Reykjanesbæ. Samningurinn var undirritaður í Ráðhúsi Reykjanesbæjar í gær og kveður á um að Reykjanesbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 350 flóttamönnum. 10. janúar 2023 16:03
Met slegið í komu flóttafólks í desember Flóttafólkið sem nú streymir til landsins sem aldrei fyrr kemur einkum frá frá Venesúela og Úkraínu. 28. desember 2022 14:27