Fékk sæti í tveimur þingnefndum þrátt fyrir lygar Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2023 10:38 George Santos hefur verið staðinn að umfangsmiklum lygum um feril sinn og mörgum spurningum er ósvarað um fjármál hans. EPA/WILL OLIVER Bandaríski þingmaðurinn George Santos fékk sæti í tveimur nefndum fulltrúadeildarinnar í gær. Það er þrátt fyrir að margir Repúblikanar kalli eftir afsögn hans vegna umfangsmikilla lyga fyrir kosningarnar og að kallað sé eftir því að hann verði rannsakaður vegna lyganna og fjármála hans. Santos mun sitja í vísinda-, geim-, og tækninefnd fulltrúadeildarinnar og nefnd um smá og meðalstór fyrirtæki. Í frétt New York Times segir að Santos hafi sóst eftir sæti í mikilvægari nefndum en þessum tveimur, utanríkismála- og fjármálanefnd fulltrúadeildarinnar. Þær tvær nefndir sem hann fékk svo sæti í þykja ekki eins mikilvægar en það að hann hafi verið skipaður í þær þykir til marks um að leiðtogar Repúblikanaflokksins, sem stjórna fulltrúadeildinni með naumum meirihluta, ætli ekki að taka mál þingmannsins hörðum tökum. Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar, hefur ekki viljað gagnrýna Santos og hefur ekki tekið undir áköll meðlima flokksins úr kjördæmi þingmannsins um að hann eigi að segja af sér. Þess í stað hefur McCarthy lagt til að siðferðisnefnd fulltrúadeildarinnar rannsaki Santos. Sjá einnig: Krefjast afsagnar lygarans á þingi Minnst tveir þingmenn Demókrataflokksins hafa einnig kallað eftir slíkri rannsókn en í frétt NYT segir að sú nefnd hafi lengi verið gagnrýnd fyrir mikinn hægagang. Eins og áður segir hefur Santos reynst marglyginn um sögu sína, afrek og fjölskyldu. Þá hafa hlutlaus eftirlitssamtök lagt fram kvörtun gegn honum til Alríkis-kjörstjórnar Bandaríkjanna (FEC) en samtökin segja að hann hafi líklega brotið kosningalög. Sjá einnig: Lygarinn á þingi sakaður um að brjóta kosningalög Þá eru saksóknarar einnig með Santos til rannsóknar. McCarthy sagði fyrr í vikunni að hann hefði alltaf haft spurningar um feril Santos og sömuleiðis að hann hefði rætt við þingmanninn um það að einn af aðstoðarmönnum hans hefði þóst vera starfsmannastjóri McCarthy við fjáröflun. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Santos mun sitja í vísinda-, geim-, og tækninefnd fulltrúadeildarinnar og nefnd um smá og meðalstór fyrirtæki. Í frétt New York Times segir að Santos hafi sóst eftir sæti í mikilvægari nefndum en þessum tveimur, utanríkismála- og fjármálanefnd fulltrúadeildarinnar. Þær tvær nefndir sem hann fékk svo sæti í þykja ekki eins mikilvægar en það að hann hafi verið skipaður í þær þykir til marks um að leiðtogar Repúblikanaflokksins, sem stjórna fulltrúadeildinni með naumum meirihluta, ætli ekki að taka mál þingmannsins hörðum tökum. Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar, hefur ekki viljað gagnrýna Santos og hefur ekki tekið undir áköll meðlima flokksins úr kjördæmi þingmannsins um að hann eigi að segja af sér. Þess í stað hefur McCarthy lagt til að siðferðisnefnd fulltrúadeildarinnar rannsaki Santos. Sjá einnig: Krefjast afsagnar lygarans á þingi Minnst tveir þingmenn Demókrataflokksins hafa einnig kallað eftir slíkri rannsókn en í frétt NYT segir að sú nefnd hafi lengi verið gagnrýnd fyrir mikinn hægagang. Eins og áður segir hefur Santos reynst marglyginn um sögu sína, afrek og fjölskyldu. Þá hafa hlutlaus eftirlitssamtök lagt fram kvörtun gegn honum til Alríkis-kjörstjórnar Bandaríkjanna (FEC) en samtökin segja að hann hafi líklega brotið kosningalög. Sjá einnig: Lygarinn á þingi sakaður um að brjóta kosningalög Þá eru saksóknarar einnig með Santos til rannsóknar. McCarthy sagði fyrr í vikunni að hann hefði alltaf haft spurningar um feril Santos og sömuleiðis að hann hefði rætt við þingmanninn um það að einn af aðstoðarmönnum hans hefði þóst vera starfsmannastjóri McCarthy við fjáröflun.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira