Telur mengunina líklegustu skýringuna á daglegum blóðnösum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2023 20:01 Rannveig segir eiginlega alla á heimilinu finna fyrir slappleika og líkamlegum einkennum sem þau telja stafa af bílamengun. Fjölskyldan er búsett við Sæbraut, eina mestu umferðaræð Reykjavíkur. Vísir/Arnar Líklegt er talið að met hafi verið slegið í mengun af völdum útblásturs bíla á þessari öld. Reykvíkingar segja mengunina farna að hafa áhrif á heilsuna og kalla eftir tafarlausum aðgerðum. Mikil köfnunarefnisdíoxíðsmengun hefur mælst í borginni á fyrstu fimmtán dögum þessa árs. Í meira en fjörutíu klukkustundir frá ársbyrjun hefur mengunin farið yfir 200 stig en það má samkvæmt reglugerð umhverfisráðuneytisins aðeins gerast átján sinnum á ári. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun í loftgæðum, telur líklegt að þar með sé búið að slá mengunarmet á þessari öld. Hann segir í samtali við fréttastofu að í það minnsta sé um að ræða metmengun í allavega áratug en það á eftir að sannreyna hversu langt er síðan köfnunarefnisdíoxíðsmengun var svona mikil. Og íbúar eru byrjaðir að finna fyrir heilsufarseinkennum vegna mengunarinnar. „Ég byrja persónulega alla daga á blóðnasir. Og er yfir allan daginn með smá blóðnasir,“ segir Rannveig Ernudóttir, formaður íbúaráðs Laugardals. Það eru ekki einu einkennin. Kverkaskítur, höfuðverkir og slappleiki eru þar á meðal og segist hún hafa kannað alla aðra mögulega orsakavalda. „Er þetta mygla, er þetta lélegt ónæmiskerfi? Ég er búin að útiloka í rauninni allt,“ segir Rannveig. Og það eina sem stendur eftir er búseta við umferðaræðina Sæbraut. Rannveig er ekki ein um að finna fyrir einkennum á heimilinu en börnin hennar hafa fundið fyrir miklum slappleika á þessum miklu mengunardögum. „Þá er maður kominn í þann vítahring að ef þau eru slöpp er maður ekki að senda þau gangandi í skólann. En þá tek ég líka þátt í þessum vítahring,“ segir Rannveig. „Við getum ekki opnað glugga. Það er bara ekki hægt því þá fáum við alla mengunina inn til okkar. Þetta er orðið mjög hvimleitt og mjög aðkallandi að það sé farið í aðgerðir og eitthvað gert í þessum málum.“ Stjórnvöld þurfi að setjast niður, móta skýra stefnu og fylgja henni eftir. „Eigum við að láta reyna á það að bílar sem enda á oddatölu keyra ekki í dag? Hvað ef þeir gera það ekki, hvað er þá gert? Þarna þarf að skýra hlutina.“ Reykjavík Loftgæði Umhverfismál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Köfnunardíoxíðsmengun tvöfalt meiri fyrstu tvær vikurnar en má á heilu ári Styrkur köfnunardíoxíðs hefur farið tvöfalt oftar yfir klukkustundarmörk á fyrstu tveimur vikum janúar en hann á að gera á heilu ári. Sérfræðingur hjá umhverfisstofnun segir að búast megi áfram við mikilli mengun næstu daga. 16. janúar 2023 23:11 Fer ekki eftir tillögu starfshóps um að skipa starfshóp Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefur ákveðið að fara ekki að tillögu starfshóps um hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum mengunar, um að skipa starfshóp um fjármögnun björgunarsveita. Afstaða til tillagna fyrrnefnda starfshópsins verður tekin eftir samtal við björgunarsveitir. 16. janúar 2023 15:16 Óþolandi ástand vegna loftmengunar Stjórn Landverndar telur að íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafi ítrekað upplifað óþolandi ástand vegna loftmengunar. Mengunin sé algjörlega óviðunandi og kallað er eftir aðgerðum. 11. janúar 2023 13:25 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Sjá meira
Mikil köfnunarefnisdíoxíðsmengun hefur mælst í borginni á fyrstu fimmtán dögum þessa árs. Í meira en fjörutíu klukkustundir frá ársbyrjun hefur mengunin farið yfir 200 stig en það má samkvæmt reglugerð umhverfisráðuneytisins aðeins gerast átján sinnum á ári. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun í loftgæðum, telur líklegt að þar með sé búið að slá mengunarmet á þessari öld. Hann segir í samtali við fréttastofu að í það minnsta sé um að ræða metmengun í allavega áratug en það á eftir að sannreyna hversu langt er síðan köfnunarefnisdíoxíðsmengun var svona mikil. Og íbúar eru byrjaðir að finna fyrir heilsufarseinkennum vegna mengunarinnar. „Ég byrja persónulega alla daga á blóðnasir. Og er yfir allan daginn með smá blóðnasir,“ segir Rannveig Ernudóttir, formaður íbúaráðs Laugardals. Það eru ekki einu einkennin. Kverkaskítur, höfuðverkir og slappleiki eru þar á meðal og segist hún hafa kannað alla aðra mögulega orsakavalda. „Er þetta mygla, er þetta lélegt ónæmiskerfi? Ég er búin að útiloka í rauninni allt,“ segir Rannveig. Og það eina sem stendur eftir er búseta við umferðaræðina Sæbraut. Rannveig er ekki ein um að finna fyrir einkennum á heimilinu en börnin hennar hafa fundið fyrir miklum slappleika á þessum miklu mengunardögum. „Þá er maður kominn í þann vítahring að ef þau eru slöpp er maður ekki að senda þau gangandi í skólann. En þá tek ég líka þátt í þessum vítahring,“ segir Rannveig. „Við getum ekki opnað glugga. Það er bara ekki hægt því þá fáum við alla mengunina inn til okkar. Þetta er orðið mjög hvimleitt og mjög aðkallandi að það sé farið í aðgerðir og eitthvað gert í þessum málum.“ Stjórnvöld þurfi að setjast niður, móta skýra stefnu og fylgja henni eftir. „Eigum við að láta reyna á það að bílar sem enda á oddatölu keyra ekki í dag? Hvað ef þeir gera það ekki, hvað er þá gert? Þarna þarf að skýra hlutina.“
Reykjavík Loftgæði Umhverfismál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Köfnunardíoxíðsmengun tvöfalt meiri fyrstu tvær vikurnar en má á heilu ári Styrkur köfnunardíoxíðs hefur farið tvöfalt oftar yfir klukkustundarmörk á fyrstu tveimur vikum janúar en hann á að gera á heilu ári. Sérfræðingur hjá umhverfisstofnun segir að búast megi áfram við mikilli mengun næstu daga. 16. janúar 2023 23:11 Fer ekki eftir tillögu starfshóps um að skipa starfshóp Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefur ákveðið að fara ekki að tillögu starfshóps um hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum mengunar, um að skipa starfshóp um fjármögnun björgunarsveita. Afstaða til tillagna fyrrnefnda starfshópsins verður tekin eftir samtal við björgunarsveitir. 16. janúar 2023 15:16 Óþolandi ástand vegna loftmengunar Stjórn Landverndar telur að íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafi ítrekað upplifað óþolandi ástand vegna loftmengunar. Mengunin sé algjörlega óviðunandi og kallað er eftir aðgerðum. 11. janúar 2023 13:25 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Sjá meira
Köfnunardíoxíðsmengun tvöfalt meiri fyrstu tvær vikurnar en má á heilu ári Styrkur köfnunardíoxíðs hefur farið tvöfalt oftar yfir klukkustundarmörk á fyrstu tveimur vikum janúar en hann á að gera á heilu ári. Sérfræðingur hjá umhverfisstofnun segir að búast megi áfram við mikilli mengun næstu daga. 16. janúar 2023 23:11
Fer ekki eftir tillögu starfshóps um að skipa starfshóp Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefur ákveðið að fara ekki að tillögu starfshóps um hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum mengunar, um að skipa starfshóp um fjármögnun björgunarsveita. Afstaða til tillagna fyrrnefnda starfshópsins verður tekin eftir samtal við björgunarsveitir. 16. janúar 2023 15:16
Óþolandi ástand vegna loftmengunar Stjórn Landverndar telur að íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafi ítrekað upplifað óþolandi ástand vegna loftmengunar. Mengunin sé algjörlega óviðunandi og kallað er eftir aðgerðum. 11. janúar 2023 13:25