Ólafur fékk vont högg á lærið í leiknum og það var enn að plaga hann í dag. Hann fékk vafning á lærið og var í meðferð hjá sjúkraþjálfurum.
Hann haltraði síðan inn í rútu en markaðsstjórinn og fjölmiðlafulltrúinn, Kjartan Vídó, studdi hann sterklega þá leið.
Elvar Örn Jónsson var heldur ekki með á æfingu í dag en hann hefur verið að glíma við veikindi og haldið sig fjarri hópnum. Hann kom því með lest til Gautaborgar á meðan hinir fóru í rútu.

