Háskólamenntun í hættu Alexandra Ýr van Erven skrifar 17. janúar 2023 13:30 Aðsókn ungs fólks í háskólanám er mun minni á Íslandi en í löndum sem við berum okkur saman við. Í nýútgefinni skýrslu um virði menntunar kemur fram að 38% ungs fólks á aldrinum 25-34 ára hafa aflað sér háskólamenntunar á Íslandi, samanborið við 51% í Noregi og 49% í Svíþjóð. Samanburðurinn kallar á stórsókn í menntamálum og verða stjórnvöld að taka á málefnum háskólanna af festu. Ástæður fyrir lágri aðsókn ungmenna á Íslandi að háskólanámi á sér eflaust fleiri en eina rót en ein sú stærsta er tvímælalaust Menntasjóður námsmanna. Menntasjóður námsmanna er verkfæri ætlað til þess að tryggja stúdentum tækifæri til náms óháð efnahag og félagslegri stöðu. Hlutverk sjóðsins er í raun einfalt þ.e. að veita nemum fjárhagslega aðstoð til að standa straum af skólagjöldum og almennum framfærslukostnaði en allir sem hafa tekið námslán síðustu ár vita þó að kerfið þarfnast verulegra úrbóta til þess að geta þjónað hlutverki sínu sem skyldi. Ef við lítum á tölurnar sjáum við að fjöldi lántaka hjá menntasjóðnum hefur hríðfallið síðastliðinn áratug þ.e. að covid árunum undanskildum. Skólaárið 2009-2010 tóku 12.393 nemar námslán en tíu árum síðar voru þeir orðnir 4.979. Það er ekki hægt að sjá þessar tölur og draga aðra ályktun en þá að eitthvað er að klikka. Stúdentar hafa bent á vankanta í mörg ár, framfærslulánin duga ekki fyrir útgjöldum hvers mánaðar og tæpur helmingur stúdenta eru með íþyngjandi húsnæðiskostnað. Ljóst er að lág framfærsla skerðir aðgengi að menntun og er ein helsta ástæða þess að íslenskir stúdentar vinna mikið með námi. Samkvæmt Eurostudent VII vinna 71% háskólanema á Íslandi með námi og er hlutfallið með því hæsta af þeim þjóðum sem taka þátt í könnuninni. Í sömu könnun kemur fram að 72% þeirra nema sem vinna með námi fullyrða að án vinnunnar gætu þau ekki verið í námi. Niðurstöður könnunarinnar eru áfellisdómur yfir námslánakerfinu og dregur fram þann vanda sem ófullnægjandi framfærsla skapar. Þar að auki býr fyrirkomulag frítekjumarksins til vítahring þar sem stúdentar neyðast til að vinna til geta framfleytt sér en við það skerðist námslánið svo þeir þurfa að vinna enn meira. Þannig er kerfið samtímis að ýta undir atvinnuþátttöku og refsa fyrir hana. Þá er ónefnt álagið sem fylgir því að vinna með námi en álagið leiðir í mörgum tilfellum til þess að stúdentar eru lengur með námið og í einhverjum tilfellum flosna upp úr því. Það að námsmenn taki ekki námslán bitnar beinlínis á námsframvindu og aðgengi að menntun og það er raunveruleikinn. Þetta hafa stúdentar mælt fyrir daufum eyrum í mörg ár. En nú er ljóst að gallar námslánakerfisins bitna ekki einungis á háskólanemum heldur á menntunarstigi þjóðarinnar og það er kominn tími til að stjórnvöld hlusti. Íslenska menntakerfið á betra skilið en fjársvelta háskóla og stúdenta sem hafa varla tíma í lærdóm því þau þurfa að vinna svo mikið Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Ýr van Erven Hagsmunir stúdenta Námslán Skóla - og menntamál Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Aðsókn ungs fólks í háskólanám er mun minni á Íslandi en í löndum sem við berum okkur saman við. Í nýútgefinni skýrslu um virði menntunar kemur fram að 38% ungs fólks á aldrinum 25-34 ára hafa aflað sér háskólamenntunar á Íslandi, samanborið við 51% í Noregi og 49% í Svíþjóð. Samanburðurinn kallar á stórsókn í menntamálum og verða stjórnvöld að taka á málefnum háskólanna af festu. Ástæður fyrir lágri aðsókn ungmenna á Íslandi að háskólanámi á sér eflaust fleiri en eina rót en ein sú stærsta er tvímælalaust Menntasjóður námsmanna. Menntasjóður námsmanna er verkfæri ætlað til þess að tryggja stúdentum tækifæri til náms óháð efnahag og félagslegri stöðu. Hlutverk sjóðsins er í raun einfalt þ.e. að veita nemum fjárhagslega aðstoð til að standa straum af skólagjöldum og almennum framfærslukostnaði en allir sem hafa tekið námslán síðustu ár vita þó að kerfið þarfnast verulegra úrbóta til þess að geta þjónað hlutverki sínu sem skyldi. Ef við lítum á tölurnar sjáum við að fjöldi lántaka hjá menntasjóðnum hefur hríðfallið síðastliðinn áratug þ.e. að covid árunum undanskildum. Skólaárið 2009-2010 tóku 12.393 nemar námslán en tíu árum síðar voru þeir orðnir 4.979. Það er ekki hægt að sjá þessar tölur og draga aðra ályktun en þá að eitthvað er að klikka. Stúdentar hafa bent á vankanta í mörg ár, framfærslulánin duga ekki fyrir útgjöldum hvers mánaðar og tæpur helmingur stúdenta eru með íþyngjandi húsnæðiskostnað. Ljóst er að lág framfærsla skerðir aðgengi að menntun og er ein helsta ástæða þess að íslenskir stúdentar vinna mikið með námi. Samkvæmt Eurostudent VII vinna 71% háskólanema á Íslandi með námi og er hlutfallið með því hæsta af þeim þjóðum sem taka þátt í könnuninni. Í sömu könnun kemur fram að 72% þeirra nema sem vinna með námi fullyrða að án vinnunnar gætu þau ekki verið í námi. Niðurstöður könnunarinnar eru áfellisdómur yfir námslánakerfinu og dregur fram þann vanda sem ófullnægjandi framfærsla skapar. Þar að auki býr fyrirkomulag frítekjumarksins til vítahring þar sem stúdentar neyðast til að vinna til geta framfleytt sér en við það skerðist námslánið svo þeir þurfa að vinna enn meira. Þannig er kerfið samtímis að ýta undir atvinnuþátttöku og refsa fyrir hana. Þá er ónefnt álagið sem fylgir því að vinna með námi en álagið leiðir í mörgum tilfellum til þess að stúdentar eru lengur með námið og í einhverjum tilfellum flosna upp úr því. Það að námsmenn taki ekki námslán bitnar beinlínis á námsframvindu og aðgengi að menntun og það er raunveruleikinn. Þetta hafa stúdentar mælt fyrir daufum eyrum í mörg ár. En nú er ljóst að gallar námslánakerfisins bitna ekki einungis á háskólanemum heldur á menntunarstigi þjóðarinnar og það er kominn tími til að stjórnvöld hlusti. Íslenska menntakerfið á betra skilið en fjársvelta háskóla og stúdenta sem hafa varla tíma í lærdóm því þau þurfa að vinna svo mikið Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun