Köfnunardíoxíðsmengun tvöfalt meiri fyrstu tvær vikurnar en má á heilu ári Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. janúar 2023 23:11 Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur í loftgæðum segir bílana spila stærstan þátt í þessari mengun. Vísir/Sigurjón Styrkur köfnunardíoxíðs hefur farið tvöfalt oftar yfir klukkustundarmörk á fyrstu tveimur vikum janúar en hann á að gera á heilu ári. Sérfræðingur hjá umhverfisstofnun segir að búast megi áfram við mikilli mengun næstu daga. Frá upphafi árs hefur loftmengun í borginni sprengt alla skala. Styrkur köfnunardíoxíðs, sem stafar frá útblæstri bíla, hefur fjörutíu sinnum farið yfir klukkustundarheilsuverndarmörk frá ársbyrjun. Samkvæmt reglugerð umhverfisráðuneytisins má slíkt aðeins gerast átján sinnum á heilu ári. „Í raun kannski gerist ekkert stórt strax en ef land eða sveitarfélag fer yfir þessi mörk þarf að gera áætlun um hvernig við ætlum að minnka þetta,“ segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. „Umferðin hérna er að valda þessari mengun fyrst og fremst og dísilbílarnir spila þar mjög stór hlutverk. Meirihlutinn af þessu kemur frá dísilbílum.“ Loftgæðin eru sérstaklega slæm við stórar umferðargötur.Vísir/Sigurjón Í dag mældist mengunin mest við Grensásveg en þar mælist mengunin iðulega mest, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu. Sama var uppi á teningnum í dag en er það bara vegna umferðarþungans við Grensásveg sem mengunin mælist svona mikil? „Já, þessi mælistöð hérna við Grensásveg er viljandi sett niður hér þar sem er mikil umferð og þar af leiðandi mikil mengun, til að fá upplýsingar um mikið mengaðan stað í borginni,“ segir Þorsteinn. Mælar á öðrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu eins og við Vesturbæjarlaug, Úlfarsárdal, Laugarnes og Dalsmára, mæli yfirleitt ekki svo mikla mengun. Köfnunardíoxíð mældist sérstaklega mikið í dag.Vísir/Sigurjón „Það munar um hverja tíu metra sem þú ferð frá götu og þegar þú ert kominn í svona 200 metra fjarlægð eru áhrifin frá þeirri götu eiginlega alveg horfin og bara orðin einhver bakgrunnsmengun,“ segir Þorsteinn. Mikið frost og stilla á að vera næstu daga og má því búast áfram við mikilli mengun. „Þegar vindurinn er undir 2 m/s nær mengunin að safnast upp. Um leið og þú ert kominn upp í 3-4 m/s fer vindurinn að sjá um að hreinsa þetta burtu. Og það er það sem reddar okkur yfirleitt: Vindurinn, rokið.“ Veður Loftgæði Umferð Reykjavík Tengdar fréttir Fer ekki eftir tillögu starfshóps um að skipa starfshóp Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefur ákveðið að fara ekki að tillögu starfshóps um hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum mengunar, um að skipa starfshóp um fjármögnun björgunarsveita. Afstaða til tillagna fyrrnefnda starfshópsins verður tekin eftir samtal við björgunarsveitir. 16. janúar 2023 15:16 Óþolandi ástand vegna loftmengunar Stjórn Landverndar telur að íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafi ítrekað upplifað óþolandi ástand vegna loftmengunar. Mengunin sé algjörlega óviðunandi og kallað er eftir aðgerðum. 11. janúar 2023 13:25 Þurfi drastískar aðgerðir til að mengunardauðsföll fari niður fyrir fimm fyrir 2029 Þingmaður Pírata hefur kallað eftir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis vegna mikillar loftmengunar á fyrstu dögum ársins. Hann segir um að ræða lýðheilsumál sem stjórnvöld hafi ekki brugðist við af nógu mikilli hörku. 7. janúar 2023 13:01 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Frá upphafi árs hefur loftmengun í borginni sprengt alla skala. Styrkur köfnunardíoxíðs, sem stafar frá útblæstri bíla, hefur fjörutíu sinnum farið yfir klukkustundarheilsuverndarmörk frá ársbyrjun. Samkvæmt reglugerð umhverfisráðuneytisins má slíkt aðeins gerast átján sinnum á heilu ári. „Í raun kannski gerist ekkert stórt strax en ef land eða sveitarfélag fer yfir þessi mörk þarf að gera áætlun um hvernig við ætlum að minnka þetta,“ segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. „Umferðin hérna er að valda þessari mengun fyrst og fremst og dísilbílarnir spila þar mjög stór hlutverk. Meirihlutinn af þessu kemur frá dísilbílum.“ Loftgæðin eru sérstaklega slæm við stórar umferðargötur.Vísir/Sigurjón Í dag mældist mengunin mest við Grensásveg en þar mælist mengunin iðulega mest, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu. Sama var uppi á teningnum í dag en er það bara vegna umferðarþungans við Grensásveg sem mengunin mælist svona mikil? „Já, þessi mælistöð hérna við Grensásveg er viljandi sett niður hér þar sem er mikil umferð og þar af leiðandi mikil mengun, til að fá upplýsingar um mikið mengaðan stað í borginni,“ segir Þorsteinn. Mælar á öðrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu eins og við Vesturbæjarlaug, Úlfarsárdal, Laugarnes og Dalsmára, mæli yfirleitt ekki svo mikla mengun. Köfnunardíoxíð mældist sérstaklega mikið í dag.Vísir/Sigurjón „Það munar um hverja tíu metra sem þú ferð frá götu og þegar þú ert kominn í svona 200 metra fjarlægð eru áhrifin frá þeirri götu eiginlega alveg horfin og bara orðin einhver bakgrunnsmengun,“ segir Þorsteinn. Mikið frost og stilla á að vera næstu daga og má því búast áfram við mikilli mengun. „Þegar vindurinn er undir 2 m/s nær mengunin að safnast upp. Um leið og þú ert kominn upp í 3-4 m/s fer vindurinn að sjá um að hreinsa þetta burtu. Og það er það sem reddar okkur yfirleitt: Vindurinn, rokið.“
Veður Loftgæði Umferð Reykjavík Tengdar fréttir Fer ekki eftir tillögu starfshóps um að skipa starfshóp Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefur ákveðið að fara ekki að tillögu starfshóps um hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum mengunar, um að skipa starfshóp um fjármögnun björgunarsveita. Afstaða til tillagna fyrrnefnda starfshópsins verður tekin eftir samtal við björgunarsveitir. 16. janúar 2023 15:16 Óþolandi ástand vegna loftmengunar Stjórn Landverndar telur að íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafi ítrekað upplifað óþolandi ástand vegna loftmengunar. Mengunin sé algjörlega óviðunandi og kallað er eftir aðgerðum. 11. janúar 2023 13:25 Þurfi drastískar aðgerðir til að mengunardauðsföll fari niður fyrir fimm fyrir 2029 Þingmaður Pírata hefur kallað eftir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis vegna mikillar loftmengunar á fyrstu dögum ársins. Hann segir um að ræða lýðheilsumál sem stjórnvöld hafi ekki brugðist við af nógu mikilli hörku. 7. janúar 2023 13:01 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Fer ekki eftir tillögu starfshóps um að skipa starfshóp Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefur ákveðið að fara ekki að tillögu starfshóps um hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum mengunar, um að skipa starfshóp um fjármögnun björgunarsveita. Afstaða til tillagna fyrrnefnda starfshópsins verður tekin eftir samtal við björgunarsveitir. 16. janúar 2023 15:16
Óþolandi ástand vegna loftmengunar Stjórn Landverndar telur að íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafi ítrekað upplifað óþolandi ástand vegna loftmengunar. Mengunin sé algjörlega óviðunandi og kallað er eftir aðgerðum. 11. janúar 2023 13:25
Þurfi drastískar aðgerðir til að mengunardauðsföll fari niður fyrir fimm fyrir 2029 Þingmaður Pírata hefur kallað eftir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis vegna mikillar loftmengunar á fyrstu dögum ársins. Hann segir um að ræða lýðheilsumál sem stjórnvöld hafi ekki brugðist við af nógu mikilli hörku. 7. janúar 2023 13:01