„Ég er ekkert að fara að stoppa hérna“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 16. janúar 2023 12:31 Það var keppandinn Birgir Örn sem var sendur heim úr Idol síðasta föstudag. Vísir/Hulda Margrét „Í enda dagsins er ég bara ótrúlega stoltur af mér og minni frammistöðu. Mér finnst eins og ég hafi gert mitt besta og ef það er ekki nóg þá er það bara þannig,“ segir Idol keppandinn Birgir Örn Magnússon sem sendur var heim síðasta föstudag. Fyrsta beina útsending Idol fór fram á föstudaginn í Idol höllinni. Átta keppendur stigu á svið en aðeins sjö keppendur komust áfram. Þema kvöldsins var „Þetta er ég“ og spreyttu keppendur sig á lögum sem þeir töldu endurspegla sinn tónlistarstíl. Birgir Örn, betur þekktur sem Biggi, flutti frumsamda lagið Found Each Other en hann hefur verið að semja sína eigin tónlist frá því að hann var unglingur. „Mig langaði að koma með eitthvað svona gritty, svolítið sexí, eitthvað svona sem yrði tekið eftir. Útaf því ég veit náttúrlega í enda dagsins að ég var kannski ekki sterkasti söngvarinn í keppninni þannig ég reyndi að draga upp einhver önnur spil,“ segir Biggi sem var gestur í Brennslunni í morgun. Frammistaða Bigga dugði þó ekki til. Það voru Biggi, Saga Matthildur og Þórhildur sem fengu fæst atkvæði í símakosningu þjóðarinnar og að lokum var það Biggi sem var sendur heim. Aðstandendur þáttanna höfðu ráðlagt Bigga frá því að taka frumsamið lag en hann fylgdi eigin sannfæringu og sér ekki eftir neinu. „Það er engin eftirsjá. Ég kom heim daginn eftir og horfði á þetta og klappaði sjálfum mér á bakið.“ „Svo þegar maður er búinn þá er maður sáttur af því að maður fylgdi hjartanu, fylgdi gut tilfinningunni alla leið og ég skildi allt eftir.“ Klippa: Birgir Örn - Found Each Other Þakklátur dómnefndinni fyrir að hafa staðið við bakið á sér Mikil umræða skapaðist þegar Biggi komst áfram í átta manna úrslitin en Einar Óli Ólafsson var sendur heim. Töldu margir að Biggi hefði komist áfram á kostnað Einars og voru áhorfendur ekki allir sammála þeirri ákvörðun dómnefndar. Biggi segist þakklátur dómnefndinni fyrir það að hafa veðjað á sig. Sjá einnig: Vonsvikinn en biður tryllta stuðningsmenn að hætta öllu skítkasti „Í enda dagsins þykir mér bara svolítið vænt um þau öll. Þau stóðu náttúrlega svolítið við bakið á mér í þetta gegnum allt. Það var rosalega mikið gert úr þessu dæmi með mig og Einar Óla. Þau bökkuðu mig svolítið upp og mér þótti rosalega vænt um það. Ég vona bara að þau séu stolt af mér.“ Eftir frammistöðu Bigga á föstudaginn sagði dómarinn Daníel Ágúst að Biggi ætti augljóslega heima á sviðinu og að lagið hans færi ábyggilega í spilun á FM957. Biggi er hvergi nær hættur og segir að fleiri lög séu væntanleg frá honum sem og tónlistarmyndband við lagið Found Each Other. „Ég er ekkert að fara að stoppa hérna. Það tekur eitthvað annað við og bara meira en nóg.“ Hér að neðan má heyra viðtalið við Bigga í heild sinni. Klippa: Brennslan - Idol keppandinn Birgir Örn Idol Brennslan FM957 Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Það eru mörg augu á mér og fólk veit ekkert hvar það hefur mig“ „Ég er á alveg gríðarlega góðum stað andlega akkúrat núna,“ segir Birgir Örn Magnússon, einn af Idol keppendunum átta sem munu spreyta sig í beinni útsendingu frá Idol höllinni annað kvöld. 12. janúar 2023 14:44 „Núna getið þið hætt að pirra ykkur á okkur“ Birgitta Haukdal, söngkona og Idol-dómari, átti von á viðbrögðum við nýjasta þættinum í Idol og þeirri ákvörðun sem dómarar tóku í þættinum. Flottir keppendur hafi verið sendir heim fyrir átta manna úrslitin. 9. janúar 2023 21:38 Vonsvikinn en biður tryllta stuðningsmenn að hætta öllu skítkasti Einar Óli Ólafsson, sem sendur var heim úr Idol-inu á föstudag við litla hrifningu fjölmargra landsmanna, biður stuðningsmenn sína um að láta af skítkasti. Birgir Örn Magnússon komst áfram á kostnað Einars Óla þrátt fyrir að Bríet, einn dómara Idolsins, segði hann aldrei hafa sungið jafnilla fyrir þau. 9. janúar 2023 14:35 Þessi var sendur heim úr Idolinu Fyrsti þátturinn í beinni útsendingu Idolsins fór fram í Idolhöllinni fyrr í kvöld. Þátturinn var æsispennandi en átta keppendur mættu til leiks. Aðeins sjö komust áfram og var því einn keppandi sendur heim eftir kvöldið. 13. janúar 2023 21:07 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Fyrsta beina útsending Idol fór fram á föstudaginn í Idol höllinni. Átta keppendur stigu á svið en aðeins sjö keppendur komust áfram. Þema kvöldsins var „Þetta er ég“ og spreyttu keppendur sig á lögum sem þeir töldu endurspegla sinn tónlistarstíl. Birgir Örn, betur þekktur sem Biggi, flutti frumsamda lagið Found Each Other en hann hefur verið að semja sína eigin tónlist frá því að hann var unglingur. „Mig langaði að koma með eitthvað svona gritty, svolítið sexí, eitthvað svona sem yrði tekið eftir. Útaf því ég veit náttúrlega í enda dagsins að ég var kannski ekki sterkasti söngvarinn í keppninni þannig ég reyndi að draga upp einhver önnur spil,“ segir Biggi sem var gestur í Brennslunni í morgun. Frammistaða Bigga dugði þó ekki til. Það voru Biggi, Saga Matthildur og Þórhildur sem fengu fæst atkvæði í símakosningu þjóðarinnar og að lokum var það Biggi sem var sendur heim. Aðstandendur þáttanna höfðu ráðlagt Bigga frá því að taka frumsamið lag en hann fylgdi eigin sannfæringu og sér ekki eftir neinu. „Það er engin eftirsjá. Ég kom heim daginn eftir og horfði á þetta og klappaði sjálfum mér á bakið.“ „Svo þegar maður er búinn þá er maður sáttur af því að maður fylgdi hjartanu, fylgdi gut tilfinningunni alla leið og ég skildi allt eftir.“ Klippa: Birgir Örn - Found Each Other Þakklátur dómnefndinni fyrir að hafa staðið við bakið á sér Mikil umræða skapaðist þegar Biggi komst áfram í átta manna úrslitin en Einar Óli Ólafsson var sendur heim. Töldu margir að Biggi hefði komist áfram á kostnað Einars og voru áhorfendur ekki allir sammála þeirri ákvörðun dómnefndar. Biggi segist þakklátur dómnefndinni fyrir það að hafa veðjað á sig. Sjá einnig: Vonsvikinn en biður tryllta stuðningsmenn að hætta öllu skítkasti „Í enda dagsins þykir mér bara svolítið vænt um þau öll. Þau stóðu náttúrlega svolítið við bakið á mér í þetta gegnum allt. Það var rosalega mikið gert úr þessu dæmi með mig og Einar Óla. Þau bökkuðu mig svolítið upp og mér þótti rosalega vænt um það. Ég vona bara að þau séu stolt af mér.“ Eftir frammistöðu Bigga á föstudaginn sagði dómarinn Daníel Ágúst að Biggi ætti augljóslega heima á sviðinu og að lagið hans færi ábyggilega í spilun á FM957. Biggi er hvergi nær hættur og segir að fleiri lög séu væntanleg frá honum sem og tónlistarmyndband við lagið Found Each Other. „Ég er ekkert að fara að stoppa hérna. Það tekur eitthvað annað við og bara meira en nóg.“ Hér að neðan má heyra viðtalið við Bigga í heild sinni. Klippa: Brennslan - Idol keppandinn Birgir Örn
Idol Brennslan FM957 Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Það eru mörg augu á mér og fólk veit ekkert hvar það hefur mig“ „Ég er á alveg gríðarlega góðum stað andlega akkúrat núna,“ segir Birgir Örn Magnússon, einn af Idol keppendunum átta sem munu spreyta sig í beinni útsendingu frá Idol höllinni annað kvöld. 12. janúar 2023 14:44 „Núna getið þið hætt að pirra ykkur á okkur“ Birgitta Haukdal, söngkona og Idol-dómari, átti von á viðbrögðum við nýjasta þættinum í Idol og þeirri ákvörðun sem dómarar tóku í þættinum. Flottir keppendur hafi verið sendir heim fyrir átta manna úrslitin. 9. janúar 2023 21:38 Vonsvikinn en biður tryllta stuðningsmenn að hætta öllu skítkasti Einar Óli Ólafsson, sem sendur var heim úr Idol-inu á föstudag við litla hrifningu fjölmargra landsmanna, biður stuðningsmenn sína um að láta af skítkasti. Birgir Örn Magnússon komst áfram á kostnað Einars Óla þrátt fyrir að Bríet, einn dómara Idolsins, segði hann aldrei hafa sungið jafnilla fyrir þau. 9. janúar 2023 14:35 Þessi var sendur heim úr Idolinu Fyrsti þátturinn í beinni útsendingu Idolsins fór fram í Idolhöllinni fyrr í kvöld. Þátturinn var æsispennandi en átta keppendur mættu til leiks. Aðeins sjö komust áfram og var því einn keppandi sendur heim eftir kvöldið. 13. janúar 2023 21:07 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
„Það eru mörg augu á mér og fólk veit ekkert hvar það hefur mig“ „Ég er á alveg gríðarlega góðum stað andlega akkúrat núna,“ segir Birgir Örn Magnússon, einn af Idol keppendunum átta sem munu spreyta sig í beinni útsendingu frá Idol höllinni annað kvöld. 12. janúar 2023 14:44
„Núna getið þið hætt að pirra ykkur á okkur“ Birgitta Haukdal, söngkona og Idol-dómari, átti von á viðbrögðum við nýjasta þættinum í Idol og þeirri ákvörðun sem dómarar tóku í þættinum. Flottir keppendur hafi verið sendir heim fyrir átta manna úrslitin. 9. janúar 2023 21:38
Vonsvikinn en biður tryllta stuðningsmenn að hætta öllu skítkasti Einar Óli Ólafsson, sem sendur var heim úr Idol-inu á föstudag við litla hrifningu fjölmargra landsmanna, biður stuðningsmenn sína um að láta af skítkasti. Birgir Örn Magnússon komst áfram á kostnað Einars Óla þrátt fyrir að Bríet, einn dómara Idolsins, segði hann aldrei hafa sungið jafnilla fyrir þau. 9. janúar 2023 14:35
Þessi var sendur heim úr Idolinu Fyrsti þátturinn í beinni útsendingu Idolsins fór fram í Idolhöllinni fyrr í kvöld. Þátturinn var æsispennandi en átta keppendur mættu til leiks. Aðeins sjö komust áfram og var því einn keppandi sendur heim eftir kvöldið. 13. janúar 2023 21:07