Enda Kúrekarnir feril Tom Brady í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2023 15:30 Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers eru á heimavelli í kvöld. AP/Jed Jacobsohn Fyrsta umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar hófst á laugardaginn og lýkur í kvöld með leik Tampa Bay Buccaneers og Dallas Cowboys á Flórída. San Francisco 49ers, Jacksonville Jaguars, Buffalo Bills, New York Giants og Cincinnati Bengals tryggðu sér öll sæti í undanúrslitum deildanna með sigri í sínum leikjum. Það er því ljóst hvaða lið mætast um næstu helgi en sigurvegarinn úr leik Tampa Bay Buccaneers og Dallas Cowboys heimsækir San Francisco 49ers til Santa Clara í Kaliforníu. Aðrir leikir um næstu helgi verða Kansas City Chiefs-Jacksonville Jaguars, Philadelphia Eagles-New York Giants og Buffalo Bills-Cincinnati Bengals. Cincinnati Bengals liðið gat þakkað varnarmanninum Sam Hubbard fyrir 24-17 sigur á Baltimore Ravens. Ravens liðið tapaði boltanum á marklínunni í fjórða leikhlutanum í stöðunni 17-17 og Hubbard hljóp 98 jarda með boltann og skoraði snertimark. New York Giants vann sinn fyrsta sigur í úrslitakeppni í ellefu ár þegar liðið sótti sigur til Minnesota Vikings í Minneapolis. Giants liðið vann leikinn 31-24 þar sem hlauparinn Saquon Barkley fór 109 jarda með boltann og skoraði tvö snertimörk. Buffalo Bills vann 34-31 sigur í hörkuleik á móti Miami Dolphins þar sem Buffalo liðið komst í 17-0 en var bara 20-17 yfir í hálfleik. Miami liðið gafst aldrei upp þrátt fyrir að lenda mikið undir og spennan hélst allt til leiksloka. Jacksonville Jaguars átti aftur á móti sögulega endurkomu á móti Los Angeles Chargers. Jaguars tapaði fimm boltum í fyrri hálfleik og lenti 27-0 undir en náði ótrúlegum viðsnúningi og tryggði sér eins stigs sigur á vallarmarki í blálokin. San Francisco 49ers vann sannfærandi 41-23 sigur á Seattle Seahawks í fyrsta leik helgarinnar þar sem liðið náði meðal annars að skora 25 stig í röð. Nú er bara einn leikur eftir á fyrstu helgi úrslitakeppninnar og það gæti orðið sögulegur leikur. Eins og áður eru miklar vangaveltur um framtíð leikstjórnandans Tom Brady sem er auðvitað orðinn 45 ára gamall. Tampa Bay Buccaneers liðið hefur ekki litið allt of sannfærandi út á þessu tímabili og það er næstum því öruggt að Brady spilar ekki fleiri tímabil með liðinu. Kúrekarnir frá Dallas gætu því endað tímabilið og hugsanlega feril Tom Brady með sigri í kvöld. Brady gæti auðvitað samið við annað lið ef hann vill halda áfram að spila þrátt fyrir að vera kominn lang inn á fimmtugsaldurinn. Las Vegas Raiders hefur verið sérstaklega nefnt sem einn af möguleikunum fyrir hann en það kemur betur í ljós eftir tímabilið. Það er leikurinn í kvöld sem skiptir öllu máli fyrir þetta tímabil því tap þýðir snemmbúið sumarfrí. Dallas liðið hefur heldur ekki verið mjög sannfærandi og bæði liðin töpuðu illa í lokaleik sínum í deildinni. Það má heldur ekki líta fram hjá þeirri staðreynd að Brady er oftast bestur á stærsta sviðinu. Hvort sem að tímabilið eða ferillinn endar hjá Brady í kvöld eða ekki þá verður þetta mjög athyglisverður leikur. Hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan eitt eftir miðnætti. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira
San Francisco 49ers, Jacksonville Jaguars, Buffalo Bills, New York Giants og Cincinnati Bengals tryggðu sér öll sæti í undanúrslitum deildanna með sigri í sínum leikjum. Það er því ljóst hvaða lið mætast um næstu helgi en sigurvegarinn úr leik Tampa Bay Buccaneers og Dallas Cowboys heimsækir San Francisco 49ers til Santa Clara í Kaliforníu. Aðrir leikir um næstu helgi verða Kansas City Chiefs-Jacksonville Jaguars, Philadelphia Eagles-New York Giants og Buffalo Bills-Cincinnati Bengals. Cincinnati Bengals liðið gat þakkað varnarmanninum Sam Hubbard fyrir 24-17 sigur á Baltimore Ravens. Ravens liðið tapaði boltanum á marklínunni í fjórða leikhlutanum í stöðunni 17-17 og Hubbard hljóp 98 jarda með boltann og skoraði snertimark. New York Giants vann sinn fyrsta sigur í úrslitakeppni í ellefu ár þegar liðið sótti sigur til Minnesota Vikings í Minneapolis. Giants liðið vann leikinn 31-24 þar sem hlauparinn Saquon Barkley fór 109 jarda með boltann og skoraði tvö snertimörk. Buffalo Bills vann 34-31 sigur í hörkuleik á móti Miami Dolphins þar sem Buffalo liðið komst í 17-0 en var bara 20-17 yfir í hálfleik. Miami liðið gafst aldrei upp þrátt fyrir að lenda mikið undir og spennan hélst allt til leiksloka. Jacksonville Jaguars átti aftur á móti sögulega endurkomu á móti Los Angeles Chargers. Jaguars tapaði fimm boltum í fyrri hálfleik og lenti 27-0 undir en náði ótrúlegum viðsnúningi og tryggði sér eins stigs sigur á vallarmarki í blálokin. San Francisco 49ers vann sannfærandi 41-23 sigur á Seattle Seahawks í fyrsta leik helgarinnar þar sem liðið náði meðal annars að skora 25 stig í röð. Nú er bara einn leikur eftir á fyrstu helgi úrslitakeppninnar og það gæti orðið sögulegur leikur. Eins og áður eru miklar vangaveltur um framtíð leikstjórnandans Tom Brady sem er auðvitað orðinn 45 ára gamall. Tampa Bay Buccaneers liðið hefur ekki litið allt of sannfærandi út á þessu tímabili og það er næstum því öruggt að Brady spilar ekki fleiri tímabil með liðinu. Kúrekarnir frá Dallas gætu því endað tímabilið og hugsanlega feril Tom Brady með sigri í kvöld. Brady gæti auðvitað samið við annað lið ef hann vill halda áfram að spila þrátt fyrir að vera kominn lang inn á fimmtugsaldurinn. Las Vegas Raiders hefur verið sérstaklega nefnt sem einn af möguleikunum fyrir hann en það kemur betur í ljós eftir tímabilið. Það er leikurinn í kvöld sem skiptir öllu máli fyrir þetta tímabil því tap þýðir snemmbúið sumarfrí. Dallas liðið hefur heldur ekki verið mjög sannfærandi og bæði liðin töpuðu illa í lokaleik sínum í deildinni. Það má heldur ekki líta fram hjá þeirri staðreynd að Brady er oftast bestur á stærsta sviðinu. Hvort sem að tímabilið eða ferillinn endar hjá Brady í kvöld eða ekki þá verður þetta mjög athyglisverður leikur. Hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan eitt eftir miðnætti. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti