0:00 stingur í augun hjá tveimur átta marka mönnum úr Þýskalandsleikjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2023 12:31 Viggó Kristjánsson skorar eitt af átta mörkum sínum í seinni æfingarleiknum á móti Þjóðverjum rétt fyrir mót. Getty/Marvin Ibo Lykilmenn íslenska liðsins voru bensínlausir á hryllilegum lokamínútum í tapleiknum á móti Ungverjum á heimsmeistaramótinu í handbolta. Landsliðsþjálfarinn hefur því skiljanlega fengið á sig mikla gagnrýni eftir leikinn fyrir að gefa ekki bestu mönnum liðsins smá hvíld í fyrstu tveimur leikjunum. Sorglegasta tölfræði íslenska liðsins er örugglega spilatíminn hjá tveimur leikmönnum sem minntu svo vel á sig í æfingarleik rétt fyrir heimsmeistaramótið. Hér erum við að tala um örvhentu leikmennina Viggó Kristjánsson og Óðinn Þór Ríkharðsson. Báðir hafa þeir ekki fengið að koma inn á völlinn í eina einustu sekúndu á þessu heimsmeistaramóti. Það er enginn að mótmæla því að Ómar Ingi Magnússon og Sigvaldi Björn Guðjónsson séu byrjunarliðsmenn í þessum stöðum á hægri vængnum en það er aftur á móti ekki eins og það séu einhverjir byrjendur á bekknum. Viggó Kristjánsson var með átta mörk og átta stoðsendingar í seinni æfingarleiknum á móti Þjóðverjum sem var jafnframt síðasti leikur liðsins fyrir mótið. Ómar Ingi hvíldi í leiknum og Viggó sýndi hvað hann er öflugur. Viggó er líka að spila í þýsku úrvalsdeildinni og hefur þar skorað 95 mörk í 18 leikjum eða 5,3 mörk í leik. Hann hefur einnig gefið 51 stoðsendingu og er á topp tíu í markaskorun og topp fimmtán í stoðsendingum í bestu deildinni í heimi. Sú staðreynd að landsliðsþjálfarinn treystir slíkum manni ekki til að stíga inn á völlinn í tveimur heilum leikjum er óskiljanleg. Óðinn Þór Ríkharðsson leysti Sigvalda af í hægra horninu í fyrri leiknum á móti Þjóðverjum rétt fyrir mót eftir að Sigvaldi klikkaði á fyrstu þremur skotum sínum. Óðinn þakkaði fyrir tækifærið og skoraði átta mörk úr níu skotum. Íslenska liðið hefur spilað 120 mínútur á þessu heimsmeistaramóti. Ómar Ingi hefur hvílt sig í 50 sekúndur og Sigvaldi hefur verið út af vellinum í fjórar mínútur og 24 sekúndur. Þeir Viggó og Óðinn hafa samt hvorugur fengið að spila. 0:00 stingur vissulega í augun hjá tveimur átta marka mönnum úr Þýskalandsleikjunum. Viggó og Óðinn eru í hóp fjögurra leikmanna sem eiga eftir að koma við sögu á mótinu en hinir eru Ólafur Guðmundsson, Arnar Freyr Arnarson, Elvar Ásgeirsson og Kristján Örn Kristjánsson hafa síðan verið út úr hóp í báðum leikjunum. Hákon Daði Styrmisson kom við sögu í Portúgalsleiknum en fékk ekki þær mínútur skráðar í opinberri tölfræði mótsins. Þriðji leikur íslenska liðsins er á móti Suður-Kóreu í dag. Vegna tapsins á móti Ungverjum er íslenska liðið ekki öruggt áfram í milliriðla því Kóreumenn gætu skilið íslenska liðið eftir í riðlinum og sent strákana okkar í Forsetabikarinn í Póllandi. Hér fyrir neðan má sjá heildartölur íslenska liðsins samkvæmt opinberri tölfræði heimsmeistaramótisins. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Sjá meira
Sorglegasta tölfræði íslenska liðsins er örugglega spilatíminn hjá tveimur leikmönnum sem minntu svo vel á sig í æfingarleik rétt fyrir heimsmeistaramótið. Hér erum við að tala um örvhentu leikmennina Viggó Kristjánsson og Óðinn Þór Ríkharðsson. Báðir hafa þeir ekki fengið að koma inn á völlinn í eina einustu sekúndu á þessu heimsmeistaramóti. Það er enginn að mótmæla því að Ómar Ingi Magnússon og Sigvaldi Björn Guðjónsson séu byrjunarliðsmenn í þessum stöðum á hægri vængnum en það er aftur á móti ekki eins og það séu einhverjir byrjendur á bekknum. Viggó Kristjánsson var með átta mörk og átta stoðsendingar í seinni æfingarleiknum á móti Þjóðverjum sem var jafnframt síðasti leikur liðsins fyrir mótið. Ómar Ingi hvíldi í leiknum og Viggó sýndi hvað hann er öflugur. Viggó er líka að spila í þýsku úrvalsdeildinni og hefur þar skorað 95 mörk í 18 leikjum eða 5,3 mörk í leik. Hann hefur einnig gefið 51 stoðsendingu og er á topp tíu í markaskorun og topp fimmtán í stoðsendingum í bestu deildinni í heimi. Sú staðreynd að landsliðsþjálfarinn treystir slíkum manni ekki til að stíga inn á völlinn í tveimur heilum leikjum er óskiljanleg. Óðinn Þór Ríkharðsson leysti Sigvalda af í hægra horninu í fyrri leiknum á móti Þjóðverjum rétt fyrir mót eftir að Sigvaldi klikkaði á fyrstu þremur skotum sínum. Óðinn þakkaði fyrir tækifærið og skoraði átta mörk úr níu skotum. Íslenska liðið hefur spilað 120 mínútur á þessu heimsmeistaramóti. Ómar Ingi hefur hvílt sig í 50 sekúndur og Sigvaldi hefur verið út af vellinum í fjórar mínútur og 24 sekúndur. Þeir Viggó og Óðinn hafa samt hvorugur fengið að spila. 0:00 stingur vissulega í augun hjá tveimur átta marka mönnum úr Þýskalandsleikjunum. Viggó og Óðinn eru í hóp fjögurra leikmanna sem eiga eftir að koma við sögu á mótinu en hinir eru Ólafur Guðmundsson, Arnar Freyr Arnarson, Elvar Ásgeirsson og Kristján Örn Kristjánsson hafa síðan verið út úr hóp í báðum leikjunum. Hákon Daði Styrmisson kom við sögu í Portúgalsleiknum en fékk ekki þær mínútur skráðar í opinberri tölfræði mótsins. Þriðji leikur íslenska liðsins er á móti Suður-Kóreu í dag. Vegna tapsins á móti Ungverjum er íslenska liðið ekki öruggt áfram í milliriðla því Kóreumenn gætu skilið íslenska liðið eftir í riðlinum og sent strákana okkar í Forsetabikarinn í Póllandi. Hér fyrir neðan má sjá heildartölur íslenska liðsins samkvæmt opinberri tölfræði heimsmeistaramótisins.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Sjá meira