Flókið að mynda ríkisstjórn miðað við kannanir Heimir Már Pétursson skrifar 15. janúar 2023 19:24 Nýjustu kannanir Maskínu og Gallup benda til þess að erfitt yrði að mynda ríkisstjórn ef kosið yrði til Alþingis um þessar mundir. Vísir/Vilhelm Núverandi stjórnarflokkar næðu ekki að mynda meirihluta á Alþingi samkvæmt tveimur nýjustu könnunum Maskínu og Gallups. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin mælast með álíka mikið fylgi í báðum könnunum. Samkvæmt könnunum Maskínu sem birt var 28. desember og Gallup sem birt var 31. desember hefur Samfylkingin rúmlega tvöfaldað fylgi sitt frá kosningum 2021. Flokkurinn mælist nánast með sama fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn.Grafík/Hjalti Tilhneigingin á þróun fylgis stjórnmálaflokkanna í könnunum sem Maskína birti 28. desember og Gallup hinn 31. desember er mjög svipuð. Helsta breytingin frá kosningunum 2021 er að Samfylkingin tvöfaldar fylgi sitt í báðum könnunum. Fylgi hennar og Sjálfstæðisflokksins er nánast það sama, í hvorri könnun fyrir sig en öllu meira hjá Gallup en Maskínu. Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn tapa mestu fylgi hjá báðum miðað við síðustu kosningar. Að gefnum því að atkvæði flokka dreifist með svipuðum hætti milli kjördæma og í kosningunum 2021 má leika sér að skoða þingmannafjölda flokkanna miðað við þessar tvær kannanir og þar með möguleg stjórnarmynstur. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna hefur í tvígang myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Stjórn þessara flokka næði ekki meirihluta í dag miðað við nýjustu kannanir.Vísir/Vilhelm Stjórn Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna væri fallinn samkvæmt báðum könnunum. Flokkarnir fengju sameiginlega 26 þingmenn samkvæmt könnun Maskínu og 27 samkvæmt könnun Gallups, en að lágmarki 32 þingmenn þarf til að mynda meirihluta. Stjórnin sem reynt var að mynda eftir kosningar 2017 með Framsókn, Pírötum, Samfylkingu og Vinstri grænum næði hins vegar meirihluta samkvæmt báðum könnunum, með 33 til 34 þingmenn. Flokkarnir þrír sem helst hafa átt samleið í stjórnarandstöðunni, Viðreisn, Píratar og Samfylking næðu ekki lágmarks meirihluta þingmanna. Ef Framsóknarflokkurinn gengi hins vegar til liðs við þessa þrjá flokka, næði hún meirihluta með 33 til 34 þingmenn eftir könnunum. Kristrún Frostadóttir sem nýlega var kjörin formaður Samfylkingarinnar getur vel unað við það fylgi sem flokkur hennar mælist með í könnunum þessa dagana. Myndin var tekin í Kryddsíld stöðvar 2 á gamlársdag.Vísir/Hulda Margrét Það myndi ekki duga Viðreisn, Pírötum og Samfylkingu að fá Vinstri græn til liðs við sig, sem hefðu 30 þingmenn á bakvið sig samkvæmt bæði könnun Maskínu og Gallup. Ríkisstjórn Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar vantaði einn þingmann til myndunar meirihluta samkvæmt könnun Maskínu en næði rúmum meirihluta með 34 þingmenn samkvæmt könnun Gallups. Ef Framsóknarflokkurinn fengi síðan tvo fylgismestu flokkana, Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu með í stjórnarsamstarf hefði slík stjórn 34 til 38 þingmenn og þar með góðan meirihluta. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Samfylkingin orðin stærsti flokkur landsins samkvæmt könnun Samfylkingin er stærsti flokkur landsins, með örlítið forskot á Sjálfstæðisflokkinn, samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Stjórnmálafræðingur segir þetta mikil tíðindi - og allt Kristrúnu Frostadóttur að þakka. 30. desember 2022 19:36 Fylgi Samfylkingar rúmlega tvöfaldast frá síðustu kosningum Fylgi Samfylkingarinnar hefur rúmlega tvöfaldast frá þingkosningum á síðustu ári samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallúp. Fylgi flokksins mælist nú rúmlega 21 prósent samanborið við 9,9 prósent í þingkosningunum í september 2021 og fengi flokkurinn samkvæmt könnuninni fimmtán þingmenn kjörna. 2. desember 2022 07:49 Meirihluti treystir ríkisstjórninni illa til frekari bankasölu Um tveir þriðju hlutar landsmanna treysta ríkisstjórninni illa til þess að selja restina af eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Einungis sextán prósent treysta ríkisstjórninni vel til þess. 24. nóvember 2022 18:49 Traust til Katrínar hrynur en Kristrún rýkur upp Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar er sá stjórnmálaleiðtogi sem Íslendingar segjast treysta best, samkvæmt nýrri könnun sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið og birt var í morgun. 18. nóvember 2022 07:43 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Samkvæmt könnunum Maskínu sem birt var 28. desember og Gallup sem birt var 31. desember hefur Samfylkingin rúmlega tvöfaldað fylgi sitt frá kosningum 2021. Flokkurinn mælist nánast með sama fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn.Grafík/Hjalti Tilhneigingin á þróun fylgis stjórnmálaflokkanna í könnunum sem Maskína birti 28. desember og Gallup hinn 31. desember er mjög svipuð. Helsta breytingin frá kosningunum 2021 er að Samfylkingin tvöfaldar fylgi sitt í báðum könnunum. Fylgi hennar og Sjálfstæðisflokksins er nánast það sama, í hvorri könnun fyrir sig en öllu meira hjá Gallup en Maskínu. Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn tapa mestu fylgi hjá báðum miðað við síðustu kosningar. Að gefnum því að atkvæði flokka dreifist með svipuðum hætti milli kjördæma og í kosningunum 2021 má leika sér að skoða þingmannafjölda flokkanna miðað við þessar tvær kannanir og þar með möguleg stjórnarmynstur. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna hefur í tvígang myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Stjórn þessara flokka næði ekki meirihluta í dag miðað við nýjustu kannanir.Vísir/Vilhelm Stjórn Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna væri fallinn samkvæmt báðum könnunum. Flokkarnir fengju sameiginlega 26 þingmenn samkvæmt könnun Maskínu og 27 samkvæmt könnun Gallups, en að lágmarki 32 þingmenn þarf til að mynda meirihluta. Stjórnin sem reynt var að mynda eftir kosningar 2017 með Framsókn, Pírötum, Samfylkingu og Vinstri grænum næði hins vegar meirihluta samkvæmt báðum könnunum, með 33 til 34 þingmenn. Flokkarnir þrír sem helst hafa átt samleið í stjórnarandstöðunni, Viðreisn, Píratar og Samfylking næðu ekki lágmarks meirihluta þingmanna. Ef Framsóknarflokkurinn gengi hins vegar til liðs við þessa þrjá flokka, næði hún meirihluta með 33 til 34 þingmenn eftir könnunum. Kristrún Frostadóttir sem nýlega var kjörin formaður Samfylkingarinnar getur vel unað við það fylgi sem flokkur hennar mælist með í könnunum þessa dagana. Myndin var tekin í Kryddsíld stöðvar 2 á gamlársdag.Vísir/Hulda Margrét Það myndi ekki duga Viðreisn, Pírötum og Samfylkingu að fá Vinstri græn til liðs við sig, sem hefðu 30 þingmenn á bakvið sig samkvæmt bæði könnun Maskínu og Gallup. Ríkisstjórn Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar vantaði einn þingmann til myndunar meirihluta samkvæmt könnun Maskínu en næði rúmum meirihluta með 34 þingmenn samkvæmt könnun Gallups. Ef Framsóknarflokkurinn fengi síðan tvo fylgismestu flokkana, Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu með í stjórnarsamstarf hefði slík stjórn 34 til 38 þingmenn og þar með góðan meirihluta.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Samfylkingin orðin stærsti flokkur landsins samkvæmt könnun Samfylkingin er stærsti flokkur landsins, með örlítið forskot á Sjálfstæðisflokkinn, samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Stjórnmálafræðingur segir þetta mikil tíðindi - og allt Kristrúnu Frostadóttur að þakka. 30. desember 2022 19:36 Fylgi Samfylkingar rúmlega tvöfaldast frá síðustu kosningum Fylgi Samfylkingarinnar hefur rúmlega tvöfaldast frá þingkosningum á síðustu ári samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallúp. Fylgi flokksins mælist nú rúmlega 21 prósent samanborið við 9,9 prósent í þingkosningunum í september 2021 og fengi flokkurinn samkvæmt könnuninni fimmtán þingmenn kjörna. 2. desember 2022 07:49 Meirihluti treystir ríkisstjórninni illa til frekari bankasölu Um tveir þriðju hlutar landsmanna treysta ríkisstjórninni illa til þess að selja restina af eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Einungis sextán prósent treysta ríkisstjórninni vel til þess. 24. nóvember 2022 18:49 Traust til Katrínar hrynur en Kristrún rýkur upp Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar er sá stjórnmálaleiðtogi sem Íslendingar segjast treysta best, samkvæmt nýrri könnun sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið og birt var í morgun. 18. nóvember 2022 07:43 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Samfylkingin orðin stærsti flokkur landsins samkvæmt könnun Samfylkingin er stærsti flokkur landsins, með örlítið forskot á Sjálfstæðisflokkinn, samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Stjórnmálafræðingur segir þetta mikil tíðindi - og allt Kristrúnu Frostadóttur að þakka. 30. desember 2022 19:36
Fylgi Samfylkingar rúmlega tvöfaldast frá síðustu kosningum Fylgi Samfylkingarinnar hefur rúmlega tvöfaldast frá þingkosningum á síðustu ári samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallúp. Fylgi flokksins mælist nú rúmlega 21 prósent samanborið við 9,9 prósent í þingkosningunum í september 2021 og fengi flokkurinn samkvæmt könnuninni fimmtán þingmenn kjörna. 2. desember 2022 07:49
Meirihluti treystir ríkisstjórninni illa til frekari bankasölu Um tveir þriðju hlutar landsmanna treysta ríkisstjórninni illa til þess að selja restina af eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Einungis sextán prósent treysta ríkisstjórninni vel til þess. 24. nóvember 2022 18:49
Traust til Katrínar hrynur en Kristrún rýkur upp Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar er sá stjórnmálaleiðtogi sem Íslendingar segjast treysta best, samkvæmt nýrri könnun sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið og birt var í morgun. 18. nóvember 2022 07:43