„Það dýrasta er ekki endilega það fallegasta“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 12. janúar 2023 12:58 Sindri Sindrason kíkti í heimsókn til Hrafnhildar P. Þorsteinsdóttur. Stöð 2 Í fyrsta þætti af glænýrri þáttaröð af Heimsókn kíkti Sindri Sindrason í heimsókn í ævintýralegt hús á Kársnesinu í Kópavogi. Húsið var byggt árið 1957 og var þá aðeins um 90 fermetrar. Í gegnum árin hafði svo verið byggt við húsið og annarri hæð verið bætt ofan á. Í dag er húsið því um 360 fermetrar. Alifuglabóndinn Hrafnhildur P. Þorsteinsdóttir og eiginmaður hennar keyptu húsið árið 2020 og var það þá sem Sindri leit fyrst inn til þeirra. Hrafnhildur bjó áður í Glaðheimum, leið afskaplega vel þar og ætlaði aldrei að flytja. Þór, eiginmaður hennar, var hins vegar alltaf að reyna að sannfæra hana um að flytja í einbýlishús. Einn góðan veðurdag ákvað hann að fara með hana og Sögu dóttur þeirra í bíltúr og bað hann þær um að halda fyrir augun. „Svo sagði hann okkur að opna augun. Það var sól og blíða, garðurinn fallegur og húsið fallegt og þá var þetta bara slegið,“ segir Hrafnhildur sem féll fyrir húsinu á Kársnesinu við fyrstu sýn. Húsið stendur á risastórri lóð þar sem er ævintýralegur garður. Þar er tjörn, gróðurhús og garðskáli svo fátt eitt sé nefnt.stöð 2 Vildu að breytingarnar væru í takt við húsið Þrátt fyrir að húsið og lóðin í kring hefðu verið eins og klippt út úr ævintýri, hafði lítið verið endurnýjað síðustu sextíu árin og stíllinn í takt við það. Hrafnhildur og fjölskylda ætluðu að taka allt húsið í gegn og var því stórt og mikið verkefni fyrir höndum. „Við að ætlum að passa okkur svolítið í öllum framkvæmdunum. Við erum ekki að fara blasta öllu gráu, það er ekki í takt við húsið. Við ætlum að halda svolítið í stílinn að utanverðu. Við erum bæði svolítið hrifin af frönskum stíl sem ég held að geti fúnkerað vel hér inni.“ Teppið sem var á húsinu þegar Hrafnhildur og fjölskylda keyptu var frá árinu 1974.stöð 2 Verslar mikið á nytjamörkuðum og bland.is Tveimur árum síðar kíkti Sindri svo aftur í heimsókn til Hrafnhildar. Húsið var þá tilbúið og lokaútkoman vægast sagt ótrúleg. Húsið hafði verið tekið í gegn að öllu leyti, Sæja innanhúshönnuður hafði endurhannað eldhúsið og franskur lúxusbragur var yfir öllu húsinu. Þrátt fyrir að innbú hússins líti út fyrir að hafa verið keypt dýrum dómum í flottustu verslunum landsins segir Hrafnhildur það alls ekki vera raunina. „Ég er rosalega mikið að kaupa á nytjamörkuðum. Mér finnst rosalega gaman að kaupa hluti sem ég finn ekki í búðum. Mig langar að kaupa öðruvísi og forðast það að vera eins og allir aðrir,“ segir Hrafnhildur sem er fastakúnni á Bland.is. „Það dýrasta er ekki endilega það fallegasta.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum. Klippa: Heimsókn - Brot úr fyrsta þætti Heimsókn Hús og heimili Kópavogur Tengdar fréttir „Ég er að reyna að samgleðjast en ég öfunda þig bara svo mikið“ Tólfta þáttaröðin af Heimsókn fer í loftið þann 11. janúar. Í nýju sýnishorni má sjá brot af þeim heimilum sem Sindri Sindrason heimsækir að þessu sinni. 6. janúar 2023 13:31 Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Fleiri fréttir Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Sjá meira
Húsið var byggt árið 1957 og var þá aðeins um 90 fermetrar. Í gegnum árin hafði svo verið byggt við húsið og annarri hæð verið bætt ofan á. Í dag er húsið því um 360 fermetrar. Alifuglabóndinn Hrafnhildur P. Þorsteinsdóttir og eiginmaður hennar keyptu húsið árið 2020 og var það þá sem Sindri leit fyrst inn til þeirra. Hrafnhildur bjó áður í Glaðheimum, leið afskaplega vel þar og ætlaði aldrei að flytja. Þór, eiginmaður hennar, var hins vegar alltaf að reyna að sannfæra hana um að flytja í einbýlishús. Einn góðan veðurdag ákvað hann að fara með hana og Sögu dóttur þeirra í bíltúr og bað hann þær um að halda fyrir augun. „Svo sagði hann okkur að opna augun. Það var sól og blíða, garðurinn fallegur og húsið fallegt og þá var þetta bara slegið,“ segir Hrafnhildur sem féll fyrir húsinu á Kársnesinu við fyrstu sýn. Húsið stendur á risastórri lóð þar sem er ævintýralegur garður. Þar er tjörn, gróðurhús og garðskáli svo fátt eitt sé nefnt.stöð 2 Vildu að breytingarnar væru í takt við húsið Þrátt fyrir að húsið og lóðin í kring hefðu verið eins og klippt út úr ævintýri, hafði lítið verið endurnýjað síðustu sextíu árin og stíllinn í takt við það. Hrafnhildur og fjölskylda ætluðu að taka allt húsið í gegn og var því stórt og mikið verkefni fyrir höndum. „Við að ætlum að passa okkur svolítið í öllum framkvæmdunum. Við erum ekki að fara blasta öllu gráu, það er ekki í takt við húsið. Við ætlum að halda svolítið í stílinn að utanverðu. Við erum bæði svolítið hrifin af frönskum stíl sem ég held að geti fúnkerað vel hér inni.“ Teppið sem var á húsinu þegar Hrafnhildur og fjölskylda keyptu var frá árinu 1974.stöð 2 Verslar mikið á nytjamörkuðum og bland.is Tveimur árum síðar kíkti Sindri svo aftur í heimsókn til Hrafnhildar. Húsið var þá tilbúið og lokaútkoman vægast sagt ótrúleg. Húsið hafði verið tekið í gegn að öllu leyti, Sæja innanhúshönnuður hafði endurhannað eldhúsið og franskur lúxusbragur var yfir öllu húsinu. Þrátt fyrir að innbú hússins líti út fyrir að hafa verið keypt dýrum dómum í flottustu verslunum landsins segir Hrafnhildur það alls ekki vera raunina. „Ég er rosalega mikið að kaupa á nytjamörkuðum. Mér finnst rosalega gaman að kaupa hluti sem ég finn ekki í búðum. Mig langar að kaupa öðruvísi og forðast það að vera eins og allir aðrir,“ segir Hrafnhildur sem er fastakúnni á Bland.is. „Það dýrasta er ekki endilega það fallegasta.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum. Klippa: Heimsókn - Brot úr fyrsta þætti
Heimsókn Hús og heimili Kópavogur Tengdar fréttir „Ég er að reyna að samgleðjast en ég öfunda þig bara svo mikið“ Tólfta þáttaröðin af Heimsókn fer í loftið þann 11. janúar. Í nýju sýnishorni má sjá brot af þeim heimilum sem Sindri Sindrason heimsækir að þessu sinni. 6. janúar 2023 13:31 Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Fleiri fréttir Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Sjá meira
„Ég er að reyna að samgleðjast en ég öfunda þig bara svo mikið“ Tólfta þáttaröðin af Heimsókn fer í loftið þann 11. janúar. Í nýju sýnishorni má sjá brot af þeim heimilum sem Sindri Sindrason heimsækir að þessu sinni. 6. janúar 2023 13:31
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein