Formaður Repúblikanaflokksins í Nassau-sýslu í New York og aðrir háttsettir meðlimir flokksins lýstu því yfir í dag að Santos ætti að stíga til hliðar. Einn úr hópum vísaði sérstaklega til þess að Santos, sem á rætur að rekja til Brasilíu, hefði sagt ósatt um að fjölskyldumeðlimir hans hefðu flúið frá Evrópu vegna Helfararinnar, en Santos hefur einnig ranglega sagst vera gyðingur.
Bruce Blakeman, úr framkvæmdastjórn flokksins í Nassaus-sýslu, sagði þessi ummæli vera ógeðfeld og sagði Santos vera blett á fulltrúadeildinni, samkvæmt frétt Reuters.
Hér að neðan má sjá myndband þar sem Santos sagði blaðamönnum í dag að hann ætlaði ekki að segja af sér.
Rep. George Santos tells @rachelvscott and me he will NOT resign pic.twitter.com/vBMvotq3Y0
— Lalee Ibssa (@LaleeIbssa) January 11, 2023
Hlutlaus eftirlitssamtök lögðu fyrr í vikunni fram kvörtun gegn Santos til Alríkis-kjörstjórnar Bandaríkjanna (FEC) og sökuðu þingmanninn um að hafa brotið kosningalög. Kvörtunin gæti leitt til rannsóknar en fyrir hafa bæði alríkis- og sýslusaksóknarar í Bandaríkjunum eru þegar að rannsaka fjármál þingmannsins. Yfirvöld í Brasilíu hafa hann einnig til rannsóknar vegna fjársvikamáls.
Þá hafa tveir Demókratar vísað máli þingmannsins til siðferðisnefndar Fulltrúadeildarinnar.
Sjá einnig: Lygarinn á þingi sakaður um að brjóta kosningalög
Aðeins einn þingmaður Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni hefur kallað eftir því að Santos segi af sér. Það er Anthony D‘Espositio, sem einnig er frá New York-ríki. Hann segir Santos ekki hæfan til þingsetu vegna lyga hans og hann hafi brotið gegn trausti almennings.
FIRST sitting House GOP member to call on Santos to resign Rep. D Esposito s stmt https://t.co/MxMNODo5FN pic.twitter.com/lJnhibCh9B
— Olivia Beavers (@Olivia_Beavers) January 11, 2023
Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar, þar sem Repúblikanar eru með 222 manna meirihluta, gegn 212 þingmönnum Demókrataflokksins, sagði í dag að Santos myndi ekki fá sæti í mikilvægum þingnefndum. Steve Scalise, næstráðandi í þingflokknum, sagði blaðamönnum í gær að verið væri að skoða málið innan flokksins.
Skoðuðu ekki ferilskránna
Santos bauð sig fyrst fram til þings fyrir Repúblikanaflokkinn árið 2020. Hann var beðinn um ferilskrá sem innihélt margar lygar, samkvæmt frétt New York Times en blaðamenn miðilsins hafa komið höndum yfir ferilskránna. Enginn annar hafði þó áhuga á að bjóða sig fram fyrir flokkinn í kjörtímabilinu og ferilskráin var ekki skoðuð nánar.
Santos laug meðal annars um að hafa útskrifast með hæstu einkunn úr Baruch háskólanum og vera með mastersgráðu fyrir New York háskólann. Hann laug því einnig að hafa unnið hjá stórum fjármálafyrirtækjum, að hafa rekið góðgerðasamtök og ýmsu öðru.
Joseph G. Cairo Jr. formaður framkvæmdastjórnarinnar í Nassau, hefur heitið því að í framtíðinni verði grafið dýpra í ferilskrár frambjóðenda.
Nassau County Republican Chair Joseph Cairo calls for Rep. George Santos (R-NY) immediate resignation:
— The Recount (@therecount) January 11, 2023
He s not welcome here at Republican headquarters He s disgraced the House of Representatives, and we do not consider him one of our Congress people. pic.twitter.com/fgK4t1lzC0