Spá ferðamannafjölda á pari við 2018 Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 11. janúar 2023 13:01 Ferðamönnum fjölgar áfram og verða þeir fleiri en 2 milljónir á þessu ári ef spár Ferðamálastofu ganga eftir. Vísir/Vilhelm Viðsnúningurinn í fjölda ferðamanna var hraðari en Ferðamálastofa bjóst við en 146 prósent aukning var á komum ferðamanna milli ára. Stofnunin spáir 2,3 milljónum ferðamanna á árinu sem er svipað og metárið 2018. Íslendingar voru einnig fljótir að taka við sér en áfangastaðirnir hafa lítið breyst. Ekkert lát er á komum ferðamanna til landsins og hefur ferðamálastofa gefuð út nýjar tölur sem sýna að upprisa Íslands sem ferðamannastaðar eftir heimsfaraldurinn hefur verið mjög hröð. Næstum 1,7 milljónir ferðamanna komu til landsins árið 2022 sem er svipað og árið 2016 og um 73% þeirra komu á síðari hluta ársins en ferðatakmörkunum var aflétt seint í febrúar. Jakob Rolfsson, forstöðumaður rannsókna og tölfræðisviðs hjá ferðamálastofu, segir tölurnar strax hafa leitað uppávið eftir afléttingar. „Við sjáum náttúrulega eftir að öllum afléttingum var, eftir að takmörkunum var aflétt 25. febrúar þá tók þetta svona ágætist kipp aftur. Þrátt fyrir það að ferðamenn hafi náttúrulega getað komið hingað með bólusetningarvottorð og vottorð um pcr próf eða að þeir hafi fengið smit áður, vegna covid. Þá sáum við ferðamenn snúa aftur til landsins bara í þónokkuð meira magni en við var búist.“ Ferðamálastofa spáir áframhaldandi aukningu í fjölda ferðamanna. „Í okkar spám fyrir þetta ár þá gerum við ráð fyrir 2,3 milljónum ferðamanna. Það er álíka og 2018 og inni í þeirri spá gerum við ráð fyrir því að Kínverjarnir komi aftur.“ En hefur stofnunin áhyggjur af fréttum af manneklu í ferðaþjónustunni? „Við höfum vissulega áhyggjur en það er nú ekkert eitthvað held ég sem að ekki sé hægt að leysa sko.“ Íslendingar voru ekki síður fljótir að taka við sér en sjást einhverjar breytingar á áfangastöðum Íslendinga „Nei áfangastaðir Íslendinga hafa í rauninni ekkert breyst neitt mikið. Við erum sólþyrst þjóð og förum til og höfum verið að fara mikið til í þessar borgarferðir náttúrulega til Köben og London og svo einhverjar millilandalendingar þaðan. En fyrst og fremst er þetta Tenerife og Spánn.“ Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Efnahagsmál Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent OK með nýjan fjármálastjóra Viðskipti innlent „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Sjá meira
Ekkert lát er á komum ferðamanna til landsins og hefur ferðamálastofa gefuð út nýjar tölur sem sýna að upprisa Íslands sem ferðamannastaðar eftir heimsfaraldurinn hefur verið mjög hröð. Næstum 1,7 milljónir ferðamanna komu til landsins árið 2022 sem er svipað og árið 2016 og um 73% þeirra komu á síðari hluta ársins en ferðatakmörkunum var aflétt seint í febrúar. Jakob Rolfsson, forstöðumaður rannsókna og tölfræðisviðs hjá ferðamálastofu, segir tölurnar strax hafa leitað uppávið eftir afléttingar. „Við sjáum náttúrulega eftir að öllum afléttingum var, eftir að takmörkunum var aflétt 25. febrúar þá tók þetta svona ágætist kipp aftur. Þrátt fyrir það að ferðamenn hafi náttúrulega getað komið hingað með bólusetningarvottorð og vottorð um pcr próf eða að þeir hafi fengið smit áður, vegna covid. Þá sáum við ferðamenn snúa aftur til landsins bara í þónokkuð meira magni en við var búist.“ Ferðamálastofa spáir áframhaldandi aukningu í fjölda ferðamanna. „Í okkar spám fyrir þetta ár þá gerum við ráð fyrir 2,3 milljónum ferðamanna. Það er álíka og 2018 og inni í þeirri spá gerum við ráð fyrir því að Kínverjarnir komi aftur.“ En hefur stofnunin áhyggjur af fréttum af manneklu í ferðaþjónustunni? „Við höfum vissulega áhyggjur en það er nú ekkert eitthvað held ég sem að ekki sé hægt að leysa sko.“ Íslendingar voru ekki síður fljótir að taka við sér en sjást einhverjar breytingar á áfangastöðum Íslendinga „Nei áfangastaðir Íslendinga hafa í rauninni ekkert breyst neitt mikið. Við erum sólþyrst þjóð og förum til og höfum verið að fara mikið til í þessar borgarferðir náttúrulega til Köben og London og svo einhverjar millilandalendingar þaðan. En fyrst og fremst er þetta Tenerife og Spánn.“
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Efnahagsmál Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent OK með nýjan fjármálastjóra Viðskipti innlent „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Sjá meira