Í tilkynningu segir að Páll Arnar hafi unnið hjá Creditinfo frá árinu 2015 og sinnt ýmsum störfum, meðal annars sem vöru- og verkefnastjóri.
„Síðastliðið ár hefur Páll unnið hjá Creditinfo Group og stýrt samskiptum og sölu á alþjóðlegum gögnum félagsins til erlenda samstarfsaðila. Áður starfaði Páll hjá Fons Juris, íslensku lögfræðigagnasafni. Páll er lögfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík.“ segir í tilkynningunni.
Creditinfo var stofnað í Reykjavík árið 1997 og sérhæfir sig í miðlun fjárhags- og viðskiptaupplýsinga og ráðgjöf tengdri áhættumati og áhættustýringu fyrirtækja.