Brotin stóðu yfir samfleytt í fimmtán ár á meðan Weisselberg starfaði fyrir Trump sem fjármálastjóri. Hann játaði sök á síðasta ári og sagði fyrir dómi að hann og aðrir háttsettir starfsmenn fyrirtækis Trumps hafi fengði bónusgreiðslur fyrir að spara fyrirtækinu, og þeim sjálfum, pening. Weisselberg er ekki lengur fjármálastjóri fyrirtækisins en hann hafði verið sendur í launað leyfi frá störfum.
Dómurinn var kveðinn upp í New York ríki af sama dómara og hefur dæmt í öðrum málum sem tengjast fyrirtæki Trumps. Fyrirtækið var sakfellt fyrir öll brot sem ákært var fyrir í desember síðastliðnum, þar á meðal skattsvik, fjársvik og skjalafals.
Weisselberg játaði að hafa ekki greitt skatt af rúmlega 1,7 milljóna dala launagreiðslum í formi fríðinda og gekkst við öllum fimmtán ákærunum gegn honum. Þá var hann einnig dæmdur fyrir að láta fyrirtækið greiða skólagjöld barna hans og húsaleigu. Fyrirtækið keypti bíla fyrir hann og eiginkonu hans, auk húsgagna og raftækja, svo eitthvað sé nefnt.
Þegar réttarhöldin gegn gegn Weisselberg hófust síðasta sumar lýsti fjármálastjórinn yfir sakleysi sínu.