Danski landsliðsmaðurinn Mads Mensah Larsen er sá nýjasti í danska hópnum til að fá jákvæða niðurstöðu úr smitprófi.
Med tre dage til VM er Mads Mensah Larsen testet positiv i den coronaprøve, som IHF kræver, at spillere og ledere får taget før mesterskabet. Derfor er han nu isoleret og afventer yderligere test, der endegyldigt afgør hans deltagelse i åbningskampen.https://t.co/z6zmg7XS8s
— Dansk Håndbold Forbund (@dhf_haandbold) January 10, 2023
Allir leikmenn á HM í handbolta þurftu að taka PCR-próf mest 72 klukkutímum fyrir komuna á heimsmeistaramótið.
Danski landsliðsmaðurinn Simon Pytlick hafði áður greinst með kórónuveiruna og nú hefur Mads Mensah bæst í hópinn. Þeir eru báðir í einangrun.
Allir aðrir leikmenn og starfsmenn danska liðsins fengu neikvæða niðurstöðu.
Leikmenn þurfa síðan að gangast aftur undir kórónuveirupróf fyrir milliriðlana og svo aftur fyrir útsláttarkeppnina.
Danir mæta Belgum á föstudaginn í fyrsta leik sínum á HM og Mads Mensah vissir að öllum líkindum af þeim leik.